Vika 6, hlekkur 2

0

Mánudagurinn 9. nóvember

Á mánudaginn gaf Gyða okkur heimaprófið og við fengum að nota tímann á mánudaginn til þess að byrja á prófinu og klára það svo utan skólans.

Miðvikudagurinn 11. nóvember

Á miðvikudaginn var okkur skipt í hóða og hópurinn átti að velja sér hugtak til þess að tala um og útskýa fyirr bekknum í samræðutíma sem að átti að vera daginn eftir. Ég var með Birgit, Hannes og Vitaliy og við völdum hugtakið einræktun eða klónun.

Einræktun eða klónun er þegar einstaklingur verður til með því að setja tvílitna kjarna í eggfrumu án kjarna og koma þannig af stað fósturþroska.
Klónar eru einstaklingar sem að hafa nákvæmlega sama erfðaefniðn t.d vat kindin Dolly til á þennan hátt. 277 tilraunir voru gerðar á klónun Dollyar en aðeins ein þroskaðist eðlilega.
Klónun er mikið notuð á rannsóknarstofum, en þá er verið að klóna gen en ekki einstaklinga. Þetta er gert til þess að framleiða mikið af afurg gensins.

12272598_1000857159937647_470045882_n

Fimmtudagurinn 12. nóvember

Á fimmtudaginn var ummræðutími og í honuð töluðum við um hugtakið sem að við vorum með á miðvikudaginn.

 

nýtt líf með nýju andliti – frétt

Cloning 101 – myndband

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *