Vísindavaka 2016

0

16-22 janúar var vísindavaka.Ég var með Birgit og Sunnevu og við ákváðum að gera Hologram.

Í þessa tilraun notuðum við plexi gler, gler, geisladiskahulstur, límbyssu, límband, sög, glerskera, snjallsíma og spjaldtölvu.
Við byrjuðum á því að finna snið af trapísu sem að var 1 x 3,5 x 6 teiknuðum 4 trapísur á 3 mismunandi gerðir efna. þegar við vorum búin að teikna, skárum við glerið með glerskera og geisladiskahulstrið og plexiglerið með tifsög. þegar við söguðum plastið settum við málingarteip og sápu á staðinn sem að við söguðum svo að þan myndi ekki bráðna vegna hita frá söginni.
Þegar allar trapísurnar voru tilbúnar límdum við þær 4 og 4 saman og mynduðum þannig píramýda. Þegar við vorum búin að líma allt með límbandi festum við þetta almennilega saman með límbyssu. Þegar límið harnaði tókum við límbandið af og þá var píramýdinn tilbúinn.
Við fórum inná Youtube og spiluðum sérstakt myndband sem að sýnir 4 hliðar af einhverju hreyfast. Við settum píramýdann á símann og spiluðum svo myndbandið.

Það sem að við gerðum er ekki beint hologram heldur bara speglun sem að lætur þetta líta út eins og hologram. Þetta virkar þannig að hver veggur á píramýdanum speglar speglar mynd frá skjánum inn í miðju píramýdans. Svo að þegar allir veggirnir setja sína speglun inn í miðjuna verður til heil mynd.

Ransóknarspurningin okkar var hvaða efni virkar best og svarið við henni var geisladiskahulstur.

Screen Shot 2016-01-31 at 21.07.46Screen Shot 2016-01-31 at 21.09.52Screen Shot 2016-01-31 at 21.09.17

þessar tvær tilraunir fanst mér vera flottar Halldór, Matti og Orri og Ástráður, Hannes og Hörður

Hér má sjá myndbandið okkar „Hologram“

 

Comments

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *