Feb, 2016

Mánudagurinn 22. febrúar

Þessi vika var frekar róleg (í tímunum) vegna heimaprófs.

við byrjuðum vikuna á því að ryfja upp það helsta í þessum hlekk og skoðuðum myndir og myndbönd af verkefni sem að b-hópur gerði. eftir það fengum við svo heimaprófið og fengum að byrja á því.

Prófið

Ég og Sunneva ákváðum að fara heim til hennar og gera þetta próf þar. Þetta próf var ekki auðvelt en með mikilli hjálp frá bókunum orka,eðlisfræði 1, eðlisfræði 2, pabba Sunnevu, pabba mínum, afa mínum og birgit tókst þetta loksinns. Mér fannst rafvirkja parturinn að prófinu lang erfiðastur en það reddaðist allt.

Miðvikudagurinn 24.febrúar

á miðvikudagunn áttum við svo að skila heimaprófinu en fengum samt tíma til þess að klára og fullkomna prófið fyrir skilun og auðvitað gerði ég það. þeir sem að höfðu klárað prófið heima máttu bara chilla eða blogga og það voru nokkrir sem að gerðu það í tímanum.

Fimmrudagurinn 25.febrúar

Á fimmtudaginn byrjaði vetrarfríið og þá var ekki tími.

 

Introduction to Electricity

mánudagurinn 15. febrúar

við byrjuðum vikuna á því að tala um skíðaferðina og hvað við værum að fara að gera í náttúrufræði næstu vikur. Svo fengum við glærukynningu um rafmagn og segulmagn. Ég skrifaði ekki mikið hjá mér um þessa glærukynningu og við fengum ekki glærurnar á blaði þannig ég er er ekki með mikið úr þessari kynningu en hér er það sem að við fórum í (Það sem ég skrifaði)

óson

-Táknað O3 og gleypir geysla.óson dempar magn útfjólubláa geysla frá sólinni.
efnið freon breytr O3 í O2, CO2H2O. Freon eyðir ósonlaginu.

Segulmagn

 • segulkraftur-segulmagn og rafmagn byggir á hreyfingu rafeinda
 • hvað er segulmagn

Miðvikudagurinn 17. febrúar

við skoðuðum fréttina hola í ósonlaginu og horfðum svo á myndbandið ,,a drone in iceland „og áttum að skrifa nyður staði sem að við þekktum í því myndbandi. þetta er það sem að ég þekkti.

 • Gullfoss
 • Skógarfoss
 • Jökulsárlón
 • Reynisfjara
 • Dettifoss
 • Seljarlandsfoss
 • Veiðivötn
 • Sprengisandur

Svo horfðum við á 15 mín myndband um rafmagn og segulmagn og gerðum svo verkefnablað uppúr því. Eftir það fórum við í spurningahring (okkur er skipt í hópa og fullt af spurningum ganga og við eigum að reyna að svara þeim sem hópur)

 

Fimmtudagurinn 18. febrúar

Á fimmtudaginn var ekki tími af því að við fórum í bekkjarmyndatöku.

 

Fréttir- Janúar sá hlýjasti í sögunni

Rafmagnstafla- Lekaliði

12696041_1044213445602018_162151966_n

Á þessari mynd má sjá rafnagnstöfluna heima hjá mér. Fyrir ofan lekaliðann eru nokkrir minni rofar og allir eru þeir fyrir mismunandi hluti. Á fyrstu 5 rofunum frá vinstri stendur L10A sem að þíðir það að hlutirnir sem að þeir eru tengdir við eins og t.d herbergið mitt fái bara 10 amper. Ef að ég tengi eitthvað sem að þarf meira en 10 amper í herbergið mitt slær sá rofi út.
Á rofanum lengst til hægri stendur L25A og hann er fyrir eldavélina.

Svo þarna neðst nyðri er lekaliðinn. Ef að eitthvað gerst sem að gæti ollið bruna eða slysi frá rafmagni eins og að vatn hellist í fjöltengi eða einhver bilun í raftæki slær lekaliðinn út og fær þá húsið ekkert rafmagn.

mánudagurinn 8. febrúar

við byrjuðum vikuna á því að skoða blogg og svo horfðum við á 2 myndbönd – what is energy og centriphone

svo skoðuðum við nakkrar fréttir.

 • uppfinningar barna sem orðið hafa að veruleika.
 • 12 spor saumuð í hendi.
 • bannað að henda mat
 • ekki lengur titringur í símum
 • zika vírus

svo enduðum við tíman á kahooti.

 

miðvikudagurinn 10. febrúar.

Á miðvikudaginn var stöðvavinna og hér eru stöðvarnar sem að ég fór á.

Stöð 7 – Rafhleðsla og kraftur

Við fengum verkefnablað þar sem við lærðum um fráhrindikraft og aðrfáttarkraft

Stöð 16 – Leikur
Við fórum í leik á netinu þar sem að fullt af hugtökum komu upp og við áttum að flokka þau. Hér er dæmi:

Sjávarfallaorka – Vatnsorka – Sólarorka – Vindorka = Orka
Volt – V – Rafspenna – Rafiendaorka = Spenna
Rafindaflæði – I – Rafstraumur – Amper = Straumur
Riðstraumur – DC – AC – Jafnstraumur = Straumbreytir

Stöð 4 – Straumrásir
Við reyndum að búa til straumrásir til að kveikja ljós og láta  gula dótið snúast.

12746150_1091572060861922_15916531_n

Stöð 8 – Hátæknivefur Grunnskólans
Við lásum um rafrásir og rafrásatengingar

Stöð 2 – Phet forrit
Fórum í allskonar leiki inná Phet

Fimmtudagur 11. febrúar

Tími féll niður vegna skíðaferðar

mánudagurinn 1. febrúar

Við byrjuðum tíman á því að horfa á myndband að manni hjóla en svo fórum við í nearpod kynningu um orku.

 • Rafmagn- er í öllum hlutum
 • rafhleðsla
 • frumeind- skiptist í róteindir+, rafeindir- sem eru í kjarna rafeindir 0
 • rafhleðsla
 • rafhleðsla og kraftur – kraftur sem að dregur saman er aðdráddarkraftur og kraftur sem ýtist í sundur kallast fráhrindikraftur
 • rafsvið
 • stöðurafmagn- myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut
 • hlutir hlaðnir-núningur, leiðing og rafhrif
 • eldingar- verða til vegna stöðurafmagns
 • rafspenna- hve mikil orka rafeind er með
 • rafstraumur- hver margir
 • viðnám-mótstaða
 • lögmál ohms-rafstraumur =spenna/viðnám

miðvikudagurinn 3. febrúar

við vorum öll frekar þreytt á miðvikudagin þannig Gyða sagði okkur að standa upp og dansa með pop se koo….
og svo var stöðvavinna. Ég nenni ekki að vera að skrifa alla stöðvavinnuna aftur þannig hérna er mynd að stöðvavinnuni minni.

12714370_1044213438935352_481492129_n 12714118_1044213428935353_1263100837_n

og hér eru spurningarnar úr stöð 1

12699287_1044214892268540_213952724_o

fimtudagurinn 4. febrúar

Á fimmtudaginn fórum við í einhverskonar könnun og misstum því af tíma.

Mánudagurinn 25.janúar

Á Mánudaginn kynntum við vísindavöku verkefnið okkar og það gekk bara vel.

Miðvikudagurinn 27. janúar

Á miðvikudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk og við fórum í nearpod kynningu um orku.

Í kynninguni var talað um :

 • Hvað er orka? – hæfileiki eða geta til þess að framkvæma vinnu.
 • ólík form orku- Hreyfiorka, stöðuorka, varnaorka, efnaorka, rafsegulorka,raforka, vélræn orka, geyslunarorka og kjarnorka.
 • hreyfiorka- efni sem að er á hreyfingu er hreyfiorka
 • stöðuorka-hlutur getur búiðyfir orku sem ræðst af því einu hvar hann stendur
 • varmaorka- hreyfiorka sem að stafar af þessari hreyfingu eindanna er varmaorka
 • efnaorka- það er efnaorka í öllu
 • rafseguloekabylgjur sem þurfa ekki efni til að berast.
 • kjarnorka
 • orkugjafar eru flokkaðir nyður í endurnýtanlegir t.d. sólarorka og vindur og óendurnýtanlegir eins og olía og gas.
 • lögmál um varðveislu orku- orka eyðist ekki né myndast, hún skiptir bara um mynd.fimtudagurinn 28. Janúar

á fimmtudaginn fórum við i tölvur og fengum að nota tíman í að blogga um vísindavökuna.