Danmerkurferð

Þann 29. ágúst lagði 10 bekkur Flúðaskóla af stað til Danmerkur og við fengum að gista í Grandhofteskolen í Ballerup. Eins og flest önnur lönd var Danmörk  ólíkt Íslandi, með öðruvísi hitastig, dýralíf og gróður. Ég var eiginlega bara hálf hisssa yfir því hversu ólík þessi 2 lönd eru. Í Kaupmannahöfn rákumst við nokkrum sinnum á íkorna, heyrðum í engisprettum, sáum drekaflugur, risastór litrík fiðrildi, lenntum í hellingur af geitungum og stigum reglulega á stóra feita snigla.
Þó að sólin var ekkert mikið að sýna sig var ágætt veður en þegar að það rigndi, þá rigndi mikið og vel !
Gróður og landslag Danmerkur var það sem að var ólíkast Íslandi. Eins og flestir vita þá er Danmörk frekar slétt land og ekki mikið um fjöll þar, það er eitt fjall sem að heitir Himmelbjerget en það er næstum helmingi minna en Miðfell í hrunamannahreppi.
Við sáum fullt af allskonar nýjum trátegundum en ég man ekki hvað þau heita. Ég man eftir því að hafa séð eplatré og einhverskonar hneturtré og svo var tré mjög líkt trénu í Pocahontas og við kölluðum það bara Pocahontas tréð þó að það heiti örugglega eitthvað allt annað.

11995640_968154643207899_948741015_n

Pocahontas tré

11999985_1016184815067314_1970965774_n                11825896_10205911464798596_4541396642825329310_n