Hlekkur 3

Mánudagurinn 1.desember

Gyða var ekki á mánudaginn þannig að við fengum frjálsan tíma. Sumir fóru í tölvu og sumir fóru í sófann að spjalla :)

Þriðjudagurinn 2. desember

á Þriðjudaginn var stöðvavinna  í þessari stöðvavinnu vann ég með Sunnevu og það var nokkuð gaman !

Stöð 11: Á þessari stöð fengum við hnött með stjörnumerkjum og við fórum inn í kompu og skoðuðum merkinn

stöð 7 : þessi stöð var mjög skemmtileg, en á henni áttum við að leita geimverur og hér er sagan þeirra :)

Þessi tegund geimvera heitir Úttala og er sú tegund algengust í suðvestur/norðaustur geimum, en þó er hægt að finna hana í vestsuður/austnorður hlutanum líka en það er mjög sjaldgæft.
En þær lifa á mörgum litlum plánetum sem heita POPPARARAR.
Geimverurnar þessar eru mjög einöngruð tegund þar sem þær halda sig oftast í 3-5 vera hópum, ef að fleiri en sú tala kemur í hópinn mun eitt auga geimverunnar detta úr, en það er einmitt mjög algengt að það gerist.
Þegar geimverurnar fæðast eftir að hafa verið í föðurkvið í um 8 sekúndur eru þær ekki með nein augu, en augun vaxa á þær er þær eldast. Sem ungabarn er veran ekki með nein augu, á barnaldri hafa þær eitt auga, sem krakki hafa þær tvö augu, sem unglingur hafa þær þrjú augu og svo loks sem fullorðin hafa þær fjögur augu hringinn í kringum andlitið. Þegar verurnar eldast og eru komnar yfir áttræðis aldurinn fara augun svo eitt og eitt að detta úr, þegar öll augun eru dottin úr deyja þær og er það yfirleitt  í kringum 200-250 ára aldur sem verurnar deyja.
Þessar geimverur geta verið karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns og sést kyn þeirra á nefum veranna. Nef karlvera er langt og mjótt, nef kvenvera er hringur með gati í miðjunni og nef hvorugkyns er kúla. En nefin eru kynfærin á verunum, verurnar fjölga sér með því að karlveru nef fer ofaní gatið á kvenveru nefinu og fer það fram líkt og hjá mannverum.  Hvorugkyns Úttalar geta hins vegar ekki fjölgað sér, en sú tegund varð til fyrir um 100 árum en hvorugkynstegundin deyr nú hratt út, ekki er vitað hvernig hvorugkynið varð til.
Aðal fæða Úttala er blásteinar sem finnast í geimnum, astraltertugubb og handleggir á dánum geimverum, þá sérstaklega Gabbrúttó geimverum sem eru geimverur með 248 hendur hvoru megin.
Verurnar fá súrefni í gegnum hendurnar, það gerist þannig að langar hendur þeirra dragast eftir jarðveginum og í jarðveginum er súrefni. Þaðan sjúga hendurnar upp súrefni og inn í nýrað sem er líffærið sem gerir verunum kleift að anda.

-Sunneva
Myndir:

 

Fjölskyldan

 

Geimfarið þeirra

Matur veranna

 

 

Plánetan POPPARARAR

 

 

 

 

Fjölgun

 

Fjölskyldan hjá heimili sínu

 

 

 

 

Fimmtudagurinn 4. desember

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að vinna í glærukynninguni okkar :)

 

Fétt

önnur frétt :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mánudagurinn 17. nóvember

Á mánudögum er sund hjá stelpunum fyrir náttúrufræði og mig minnir að ég hafi komið aðeins seinna í tíma en á mánudaginn byrjaði nýr hlekkur og hann er um stjörnufræði. Við skoðuðum Stjörnufræðivefinn og kíktum á nokkrar fréttir

Þriðjudagurinn 18. nóvember

Á þriðjudaginn var stöðvavinna.

þá fékk ég hugtakarkort og byrjaði svi að vinna í stöðvunum. Ég fór í nokkrar stöðvar eins og :

stöð 10 

scale of the universe – skoðaði stærðir á allskonar hlutum og skoðaði mynd af því haða reykisstjörnur komast á milli tunglsins og jarðar

reikistjornur-milli-jardar-tunglsins heimild

stöð 15

orð af orði – ég Birgit og Sunneva gerðum oll orð af orði verkefnin :)

stöð 5

bjó til eigin sólkerfi í phet

stöð 11

lásum í bókinni stjörnufræði fyrir byrjendur

það gekk bara vel á öllum stöðvunum og þær voru bara skemmtilegar

fimmtudagurinn 20. nóvember

á fimmtudaginn kynnti Gyða nýtt verkefni fyrir okkur. verkefnið kemur í staðinn fyrir próf og það er þannig að við eigum að velja eitthvað í geimnum hvítir dvergar, sólina, svarthol, reykistjörnur og margt fleira. Ég valdi satúrnus. Satúrnus er uppáhalds stjarnan mín og þess venga valdi ég hana.

converted PNM file heimild

frétt