hlekkur 5

Mánudagrinn 9. febrúar

Á mánudainn saði Gyða okkur að í á er ár ljóssins o sýndi okkur frétt um það. Í fréttini er sagt að Sameinuðu þjóðirnarhafi hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins, og á því mun marir minnast ýmissa merkisviðburði um alan heim.

Eftir það fórum við inná mbl.is og kíktum þar á myndband sem að heitir hvað er ljós ? Þar var talað við eðlisfræðingin Kristján Leósson. Í myndbandinu var sat að ljós sé rafsegulbylgja.

Svo skoðuðum við mynd frá því í fyrra —->rafsegulrfi

Þriðjudagurinn 10. febrúar 

Þriðjudagstíminn byrjaði þannig að okkur var skipt í hopa og í mínum hópi voru Birgir, jónas og Gabríel. Gyða kynnti verkefnið, svo horfðum við á myndband um veðrakerfið og svo byrjaði vinnan ! Plaggatið okkar var um vað ræður veðri og okkur gekk bara nokkuð vel með það verkefni.

Fimmtudagurinn 12. febrúar 

Fimmtudagurinn byrjaði á því að kynna plaggatið okkar um hvað rður veðri. Eftir það rétti Gyða okkur heimapróf og útskýrði hvernig það vikaði. svo enduðum við tíman á því að skoða blogg.

www.vedur.is

Jarðfræðileg gosvél

 

Mánudagurinn 26. janúar

Á mánudaginn fengum við nýtt Hugtakarkort og nýar glærur. Gyða héllt eðlisfræði glærukynningu. Þar var talað um margt eins og t.d eðli orkunnar og mælingar á orku. Það voru líka margar glærur um varma og hita. okkur var sagt að það væri sérstaklega gott að muna það að ekki er hægt að eyða eða búa til orku, það er einungis hægt að breyta formi hennar.

  • Hreyfiorka
  • Varmaorka
  • Stöðuorka 
  • Rafsegulorka
  • Efnaorka
  • Kjarnorka

Eftir kynninguna svöruðum við svo spurningum í nearpod.

Þriðjudagurinn 27. janúar

Við byrjuðum þriðjudaginn á því að horfa á Bill Nye the sience guy. Það var myndband um hreifingu sameinda. Eftir það myndband fórum við yfir nokkrar glærur og svöruðum svo sömu spurningum og við svöruðum daginn áður venga þess að það gekk ekki alveg nógu vel síðast. Þegar því var lokið horfðum við á myndband um hvað gerðist ef að klaki væri eðlisþyngri en klaki ? svarið er ef að klakin væri eðlisþyngri þá myndi allur sjávarís sökkva og það myndi lifta miklu vatni upp sem að minnkar plássið hjá okkur. Ef að klakinn myndi sökkva þá væri heldur ekki til humar eða fiskur. við fengum 2 aðrar spurningar sem að voru um raflínustrengd og glerkrukku en ég man ekki alveg spurningarnar og get því ekki sagt svarið við þeim.

Svo fengum við nearpodkynningu um

  • Varmafluttning
  • Varmaleiðingu
  • Varmaburð
  • varmageislun 

og svöruðum spurningum um það. Svo töluðum við um hitun, kælingu, einangrun og jarðvarma.

svo enduðum við tíman á því að leika okkur í phet.

 

Fimmtudagurinn 29. janúar

Á Fimmtudaginn var próf og eftir það þa svöruðum við spurningum og svörin eru á verkefnabankannum mínum :) .

hot_water_4 cold_water_3

 

frétt

Mynd ( heimild )

 

 

 

 

 

Mánudagurinn 3. mars

á mánudaginn var Gyða veik þannig að það var enginn tími

 

Fimmtudagurinn 6. mars

Á fimmtudagin var fyrirlestur um jarðfræði Þjórsár, við fengum glósur og bættum við hugtakarkortið.

Ég þurfti að fara fyrr úr tíma en áður en ég fór var talað um t.d skriðjökla og hvernig þeir mótað landiðog margt fleira :)

 

 Föstudagurinn 7. mars

á föstudaginn var plaggat vinna og ég var með Birgit og Halldóri í hópi

plaggatið okkar var um þjófafoss og fossbera :)

Þjófafoss

Þjófafoss er foss sem er í þjórsá á suðurlandi.

fossin fékk nafnið því að í gamla daga var þjófum drekkt í fossinum fyrir gjörðir sínar.

fossberar

Fossberar flokkast undir landsmótun vatsnfalla og eru svona eins og tröppur fyrir fossa :)

 

 

402x190px-6eab880f0de501f99326b13fe40d0c9c

http://ms.advisor.travel/poi/5957/gallery  

 

 

myndbönd ———>skrítnar leiðir til að brenna 200 kaloríur

  hversu gömul eru eyrun þín

 

mánudagurinn 17 febrúar

ég var á selfossi og komst því ekki í tíma en krakkarnir fóru í bylgjualias til að rifja upp fyrir prófið.

 

fimmtudagurinn 20 febrúar

á fimmtudaginn var prófið og mér fannst mér ganga bara ágætlega.

 

föstudagurinn 21 febrúar

á föstudaginn var hópavinna og ég ver með heklu í hóp 😉

 

Það voru margar stöðvar í boði og við fórum í nr. 2, 3 og 11

númer 2 heitir eldspítnaþrautir og virkar þannig að við fengum vitlaust rómverskt dæmi og áttum að laga það með því að færa eldspíturnar til. Okkur gekk bara vel í þessari þraut ;).

númer 3 var tilraun sem að virkaði þannig að við áttum að búa til flotmæli úr röri og leir og svo  mæla hversu mikið hann sökk í vatni, olíu og vel sykruðu vatni.

Nyðurstöður : Flotmælirinn sökk mest í olíuni því að hún er eðlisléttust.

svo kom vatnið en við hösðum ekki skíringunna

Flotmælirinn sökk svo minnst í sykurvatninu því að sykur er eðlisþungur og það var mikið af honum í vatninu.

 

svo voru bara gátur eftir sem að við náðum ekki að klára en þetta voru svörin okkar :

1. einhver lét kassa detta niður á hann og hann dó

2.hann skaut sig og dó

3. fiskabúrið datt niður og brotnaði

4. hann var að svindla í megrun

5. hann sá sig í speglinum og fékk hjartaáfall

6.hann sá könguló á hálsinum á persónunni og ættlaði að drepa köngulónna.

 

sigga lára              frétt :)