Mánudagurinn 16.febrúar

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um hvítá. allur tímin fór í það að vera á google maps og google earth og skoða Hvítá. Við skoðuðum vernig hvítá rennur og hvaðan hún kemur. Hvíá kemur úr hvítárvatni og það vatn á upptök sín í langjökli. við skoðuðum líka Þingvallarvatn og bárum lit vatnana saman og töluðum um af hverju litur þessara tveggja vatna er svona ólíkur. Ástæðan fyrir því er að hvítárvatn kemur frá jökli en þingvallarvatn er með lindátvatn.

blogg mynd

Þriðjudagurinn 17. febrúar

Við byrjuðum þriðjudaginn á glærukynningu um

 • Hvítá
 • Hvítárvatn
 • Þingvallavatn
 • innri og ytri öfl
 • vatnsföll – Vatnasvið og vatnaskil
 • flokkun vatnsfalla – dragár, lindár og jökulár
 • Langjökull
 • eldvirkni eldstöðva
 • vefsíða-jarðskjálftar á síðustu 48 klukkustundum
 • og margt annað

Stöðvavinna

stöð 1: hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið ?

grunnvatn: Fyrir neðan ákveðin mörk í jörðinni er hola og sprunga full af vatni. Þetta vatn kallast grunnvatn og er að uppruna úrkoma og sígur hægt undan halla í átt til sjávar.

Snælína: Mörk leisingjasvæða og snjófyrningasvæða koma glöggt fram á jöklinum seinni part sumars, þessi mörk kallast snælína

Vatnasvið: svæði sem að hefur afrennsli til sömu ár kallast afrennsli.

stöð 12: Hvað er kaldavermsl?

Lindir sem að hiti vatns er jafnt allt árið og þá svipaður meðalhita staðarinns u.þ.b. 4°c kallast kaldavermsl.þær frjósa ekki.

stöð 4: vikur og gjall 

í eldgosum verða til létt og frauðkennd efni sem að kallast vikur og gjall. Þau eru notuð til iðnaðar og vegagerðar.

stöð 16: orð af orði þema: Hvítá og jarðfræðihugtök.

Örnefni: lausnarorð = Kjölur

Hugtök: lausnarorð = Jarðskjálftar

Fimmtudagurinn 19.febrúar

Á fimmtudaginn fórum við nyður í tölfuver og svöruðum við suprningum inná verkefnabankan.

sjáðu óveðrið í beinni

snjóflóð

 

Mánudagrinn 9. febrúar

Á mánudainn saði Gyða okkur að í á er ár ljóssins o sýndi okkur frétt um það. Í fréttini er sagt að Sameinuðu þjóðirnarhafi hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins, og á því mun marir minnast ýmissa merkisviðburði um alan heim.

Eftir það fórum við inná mbl.is og kíktum þar á myndband sem að heitir hvað er ljós ? Þar var talað við eðlisfræðingin Kristján Leósson. Í myndbandinu var sat að ljós sé rafsegulbylgja.

Svo skoðuðum við mynd frá því í fyrra —->rafsegulrfi

Þriðjudagurinn 10. febrúar 

Þriðjudagstíminn byrjaði þannig að okkur var skipt í hopa og í mínum hópi voru Birgir, jónas og Gabríel. Gyða kynnti verkefnið, svo horfðum við á myndband um veðrakerfið og svo byrjaði vinnan ! Plaggatið okkar var um vað ræður veðri og okkur gekk bara nokkuð vel með það verkefni.

Fimmtudagurinn 12. febrúar 

Fimmtudagurinn byrjaði á því að kynna plaggatið okkar um hvað rður veðri. Eftir það rétti Gyða okkur heimapróf og útskýrði hvernig það vikaði. svo enduðum við tíman á því að skoða blogg.

www.vedur.is

Jarðfræðileg gosvél

 

Ég var veik á mánudaginn og á þriðjudaginn fengum við 4 tíma kynfræðslu.

Fimmtudagurinn 5. febrúar

Á fimmtudagin fórum við nyður í tölvuver og svöruðum alskyns spurningum um jarðfræði.

 

 

Mánudagurinn 26. janúar

Á mánudaginn fengum við nýtt Hugtakarkort og nýar glærur. Gyða héllt eðlisfræði glærukynningu. Þar var talað um margt eins og t.d eðli orkunnar og mælingar á orku. Það voru líka margar glærur um varma og hita. okkur var sagt að það væri sérstaklega gott að muna það að ekki er hægt að eyða eða búa til orku, það er einungis hægt að breyta formi hennar.

 • Hreyfiorka
 • Varmaorka
 • Stöðuorka 
 • Rafsegulorka
 • Efnaorka
 • Kjarnorka

Eftir kynninguna svöruðum við svo spurningum í nearpod.

Þriðjudagurinn 27. janúar

Við byrjuðum þriðjudaginn á því að horfa á Bill Nye the sience guy. Það var myndband um hreifingu sameinda. Eftir það myndband fórum við yfir nokkrar glærur og svöruðum svo sömu spurningum og við svöruðum daginn áður venga þess að það gekk ekki alveg nógu vel síðast. Þegar því var lokið horfðum við á myndband um hvað gerðist ef að klaki væri eðlisþyngri en klaki ? svarið er ef að klakin væri eðlisþyngri þá myndi allur sjávarís sökkva og það myndi lifta miklu vatni upp sem að minnkar plássið hjá okkur. Ef að klakinn myndi sökkva þá væri heldur ekki til humar eða fiskur. við fengum 2 aðrar spurningar sem að voru um raflínustrengd og glerkrukku en ég man ekki alveg spurningarnar og get því ekki sagt svarið við þeim.

Svo fengum við nearpodkynningu um

 • Varmafluttning
 • Varmaleiðingu
 • Varmaburð
 • varmageislun 

og svöruðum spurningum um það. Svo töluðum við um hitun, kælingu, einangrun og jarðvarma.

svo enduðum við tíman á því að leika okkur í phet.

 

Fimmtudagurinn 29. janúar

Á Fimmtudaginn var próf og eftir það þa svöruðum við spurningum og svörin eru á verkefnabankannum mínum :) .

hot_water_4 cold_water_3

 

frétt

Mynd ( heimild )

 

 

 

 

 

 

í fyrsta tímanum kynnti Gyða nokkrar síður sem að voru með fullt að hugmyndum um tilraun.Sunneva, Birgit og ég vorum saman í hóp og fundum eiginlega strax tilraun sem að okkur langaði að gera og það var að hlaða síma með ávöxtum.

Í öðrum tímanum leituðum við að ástæðu sem að útskýrði þetta og á yahoo answers stóð að það væer einhverskonar sýra í ávöxtum sem að hlaða síma eða önnur tæki. Við horfðum líka á fullt af myndböndum þar sem að fólk notaði usb-snúrur eða venjulegt hleðslutæki, tengdu við síma og stungu svo í allskyns ávexti eins og epli, appelsínur, vatnsmelónur og margt fleira. Margir vinir okkar sögðu að þetta myndi ekki virka en við vorum ákveðnar um að þetta virkaði.

Við ákváðum að taka tilraunina upp heima hjá Sunnevu þannig að næstu tímar fóru mest allt í að horfa á myndbönd, leita að ástæðum og finna plan B ef að hleðslutilraunin myndi ekki virka.

Þriðjudaginn 13. janúar var ekki skóli en við vöknuðum eld snemma og fórum allar heim til Sunnevu. Við vorum ekki komnar með vatnsmelónu þannig að við þurftum að bíða með að taka upp. Þegar Melónan var komin í hús gerðum við tilraununa og viti menn … hún virkaði ekki.                              Við höfðum ekki tíma til þess að gera plan B heima hjá Sunnevu þannig að við ákváðum að gera plan B á miðvikudaginn 14. janúar

Plan B

Tilraunin sem að ég kalla plan B heitir Blöðrutilraunin eg virkar þannig að við erum með 2 blöðrur og setjum 10 ml af vatni í eina. Svo blásun við upp báðar blöðurnar upp og setjum þær í loga á kerti. Blaðran sem að var bara með lofti sprakk strax en blaðran með vatninu sprakk ekki. Blaðran með vatninu sprakk ekki af því að hitinn í eldinum hitar vatnið og þegar það hitnar gufar það upp. Þá tekur kaldara vatn við og þetta endurtekur sig svo hratt og oft að blaðran nær ekki að springa.

Á miðvikudaginn eftir skóla fengum við hjúkku stofunna, blöðrur, vatn, ipad og kveikjara og tókum upp Blöðrutilraunina og það gekk mjög vel. Næsta dag fengum við íslenskutíman til þess að klippa myndbandið og svo sama dag síndum við það.

Vísindavaka Flúðaskóla 2015

Capture

 

 

blaðra

efni og áhöld ávaxtahleðsla

Mánudagurinn 1.desember

Gyða var ekki á mánudaginn þannig að við fengum frjálsan tíma. Sumir fóru í tölvu og sumir fóru í sófann að spjalla :)

Þriðjudagurinn 2. desember

á Þriðjudaginn var stöðvavinna  í þessari stöðvavinnu vann ég með Sunnevu og það var nokkuð gaman !

Stöð 11: Á þessari stöð fengum við hnött með stjörnumerkjum og við fórum inn í kompu og skoðuðum merkinn

stöð 7 : þessi stöð var mjög skemmtileg, en á henni áttum við að leita geimverur og hér er sagan þeirra :)

Þessi tegund geimvera heitir Úttala og er sú tegund algengust í suðvestur/norðaustur geimum, en þó er hægt að finna hana í vestsuður/austnorður hlutanum líka en það er mjög sjaldgæft.
En þær lifa á mörgum litlum plánetum sem heita POPPARARAR.
Geimverurnar þessar eru mjög einöngruð tegund þar sem þær halda sig oftast í 3-5 vera hópum, ef að fleiri en sú tala kemur í hópinn mun eitt auga geimverunnar detta úr, en það er einmitt mjög algengt að það gerist.
Þegar geimverurnar fæðast eftir að hafa verið í föðurkvið í um 8 sekúndur eru þær ekki með nein augu, en augun vaxa á þær er þær eldast. Sem ungabarn er veran ekki með nein augu, á barnaldri hafa þær eitt auga, sem krakki hafa þær tvö augu, sem unglingur hafa þær þrjú augu og svo loks sem fullorðin hafa þær fjögur augu hringinn í kringum andlitið. Þegar verurnar eldast og eru komnar yfir áttræðis aldurinn fara augun svo eitt og eitt að detta úr, þegar öll augun eru dottin úr deyja þær og er það yfirleitt  í kringum 200-250 ára aldur sem verurnar deyja.
Þessar geimverur geta verið karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns og sést kyn þeirra á nefum veranna. Nef karlvera er langt og mjótt, nef kvenvera er hringur með gati í miðjunni og nef hvorugkyns er kúla. En nefin eru kynfærin á verunum, verurnar fjölga sér með því að karlveru nef fer ofaní gatið á kvenveru nefinu og fer það fram líkt og hjá mannverum.  Hvorugkyns Úttalar geta hins vegar ekki fjölgað sér, en sú tegund varð til fyrir um 100 árum en hvorugkynstegundin deyr nú hratt út, ekki er vitað hvernig hvorugkynið varð til.
Aðal fæða Úttala er blásteinar sem finnast í geimnum, astraltertugubb og handleggir á dánum geimverum, þá sérstaklega Gabbrúttó geimverum sem eru geimverur með 248 hendur hvoru megin.
Verurnar fá súrefni í gegnum hendurnar, það gerist þannig að langar hendur þeirra dragast eftir jarðveginum og í jarðveginum er súrefni. Þaðan sjúga hendurnar upp súrefni og inn í nýrað sem er líffærið sem gerir verunum kleift að anda.

-Sunneva
Myndir:

 

Fjölskyldan

 

Geimfarið þeirra

Matur veranna

 

 

Plánetan POPPARARAR

 

 

 

 

Fjölgun

 

Fjölskyldan hjá heimili sínu

 

 

 

 

Fimmtudagurinn 4. desember

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að vinna í glærukynninguni okkar :)

 

Fétt

önnur frétt :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mánudagurinn 24. nóvember

Á mánudaginn byrjuðum við á því að skoða frétt um svarthol á sveimi  en það var um 2 svarthol sem að skullu saman, urðu 1 og það skaust í burtu

svo fengum við nearpod kynningu um stjörnufræði og þar lærðum við t.d um

 • Hvítt ljós er samsett úr öllum regnbogans litum.
 • Blátt ljós dreifist mest.
 • Stjörnur verða til í geimþokum (myndband)

eftir það horfðum við á myndband sem að sýndi stærð stjarna. Það sem að mér fannst merkilegast var þegar að við sáum stærsti stjörnuna þá sagði Gyða okkur að ef að við ættluðum að fljúga í kringum hana þá myndi það taka 1100 ár !

Þriðjudagurinn 25. nóvember

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og ég vann með Birgir og Sunnevu :)

Við fórum á 3 stöðvar : stöð 12, 9, 14

Stöð 12

Á stöð 12 fengum við nokkur orð af orði verkefni og við gerðum þau öll með góðu geði 😉

Stöð 9

Á stöð 9 fengum við spurninguna ,, af hverju lýsa reykisstjörnur ?“ Við leituðum í bók sem að við fengum og fundum svarið og það er ,, reykisstjörnur lýsa vegna endurvarps frá sólu.

Stöð 14 

við bjuggum til stöð, svara spurningum í Jarðargæði bls. 70.

 1. Teiknuðum mynd af Karlsvagninum(mynd er í möppu) og bentum svo í hvaða átt Pólstjarnan væri.
 2. Reikistjörnur eru ekki sólir, þær eru upplýstar plánetur sem eru á reiki. Fastastjörnur eru sólir langt í burtu og það þarf mörg ár til að sjá að þær hafi hreyfst einhvað.
 3. Í Fastastjörnum fer fram kjarna samruni sem er fólginn því að kjarnar léttra frumefna renna saman og mynda við það kjarna þyngri frumefna.
 4. Reikistjörnur lýsa vegna endurvarps frá sólu.

 

fimmtudagurinn 27. nóvember

Á fimmtudagin fengum við tíma í að gera kynninguna okkar og ég er að gera kynningu um Satúrnus :)

converted PNM file

mynd

kolkrabbi í kókoshnetu

himininn myndi loga

 

Mánudagurinn 17. nóvember

Á mánudögum er sund hjá stelpunum fyrir náttúrufræði og mig minnir að ég hafi komið aðeins seinna í tíma en á mánudaginn byrjaði nýr hlekkur og hann er um stjörnufræði. Við skoðuðum Stjörnufræðivefinn og kíktum á nokkrar fréttir

Þriðjudagurinn 18. nóvember

Á þriðjudaginn var stöðvavinna.

þá fékk ég hugtakarkort og byrjaði svi að vinna í stöðvunum. Ég fór í nokkrar stöðvar eins og :

stöð 10 

scale of the universe – skoðaði stærðir á allskonar hlutum og skoðaði mynd af því haða reykisstjörnur komast á milli tunglsins og jarðar

reikistjornur-milli-jardar-tunglsins heimild

stöð 15

orð af orði – ég Birgit og Sunneva gerðum oll orð af orði verkefnin :)

stöð 5

bjó til eigin sólkerfi í phet

stöð 11

lásum í bókinni stjörnufræði fyrir byrjendur

það gekk bara vel á öllum stöðvunum og þær voru bara skemmtilegar

fimmtudagurinn 20. nóvember

á fimmtudaginn kynnti Gyða nýtt verkefni fyrir okkur. verkefnið kemur í staðinn fyrir próf og það er þannig að við eigum að velja eitthvað í geimnum hvítir dvergar, sólina, svarthol, reykistjörnur og margt fleira. Ég valdi satúrnus. Satúrnus er uppáhalds stjarnan mín og þess venga valdi ég hana.

converted PNM file heimild

frétt

Mánudagurinn 10 nóvember

Á mánudaginn sagði gyða okkur frá nýrri tilraun sem að við vorum að fara að gera. Í þeirri tilraun áttum við að rúlla bolta 20 metra og stoppa boltan hvern 5 metra

Þriðjudagurinn 11. nóvember 

Á þriðjudaginn drógum við í hópa og byrjuðum á tilraunini. Hópurinn minn ( Ég,Hannes, Lína og Vitaliy) byrjuðum á því að mæla gang og merkja við 5, 10, 15 og 20 metra svo rúllaði einhver boltanum og við tókum tíman hvern 5 metra.

Eftir nokkur rúll fórum við upp í stofu og gerðum töflu í exel.

Fimmtudagurinn 13. nóvember

Á fimmtudaginn ættluðum við að reina að klára skýrslunna en það náðist ekki alveg og klárum hana því á morgun

frétt

 

Á mánudaginn og á þriðjugaginn var vetrarfrí :)

Föstudagurinn 7.nóvember

Á föstudaginn fengum við ipadanna og fórum í spurningaleik sem að heitir kahoot. spurningarnarleikurinn var mjög skemmtilegur og eg og sunneva (súkkulaði) vorum í fyrsta sæti eignlega allan tíman þangað til i næst seinustu spurninguni þegar að eg ýtti á vitlaust svar :/ en við vorum ánægðar með 3. sætið :)

frétt