Monthly Archives: janúar 2014

Hlekkur 5, vika 1.

Hlekkur 5, vika 1.

Mánudagur:

Á mánudaginn kláruðum við vísindavökuna og sýndum afrakstur úr henni.

 

Þriðjudagur:

Á þriðjudaginn voru tveir tímar því dönsku kennarinn var ekki og í staðinn fórum við í tölvuver og vorum að fræðast um öldur og bylgjur.

 

Föstudagur:

Á föstudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um öldur. Fyrst horfðum við á fræðslumyndband um allskonar bylgjur svo sem: hljóðbylgjur, landbylgjur, þverbulgjur o.fl. Svo það sem eftir var af tímanum svöruðum við spurningum um fræðslumyndbandið og kláruðum á því að fara í gegnum glærur.

http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=9e1f3836-f9df-48df-928c-5ad5991c0eb8#videofile

Vísindavaka

Vísindavaka

Síðustu tvær vikurnar var vísindavaka í skólanum. Í vísindavökunni átti maður að gera tilraun annað hvort í hóp eða bara sjálfur. Svo átti maður að finna út hvað maður ætlaði að gera. Þegar maður var búinn að gera það átti maður að framkvæma og mynda tilraunina. Ég var með Hönnu í hóp og við ætluðum að láta frjósa þegar það snertir ís/klaka. Því miður virkaði það ekki og tilraunin mistókst. En svo er bara að reyna aftur á næsta ári.