Monthly Archives: apríl 2014

Vika 6

Vika 6

Mánudagur:

Á mánudaginn kynntum við það sem við vorum búin að gera um virkjanirnar. Eydís var ekki svo að við Birgit kynntum glærusýninguna um Sultartanga sem við höfðum verið að vinna í síðustu tvo tímana.

 

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn byrjuðum við í laufléttu virkjana-prófi, kýktum á blogg og fréttir og svo fórum við niður í tölvuver að blogga fyrir þessa viku en ég get ekki spáð um ókomna framtíð þannig að ég veit ekki hvað gerist næst.

 

Fréttir:

Argentavis magnificens: Stærsti fugl sögunnar var frá Argentínu

 

Vika 5

Vika 5

Mánudagur:

Á mánudaginn fórum við yfir glærupakka um eðlisfræði og fræddust um Þórisvatn og eitthvað meira en ég man ekki eftir öðru.

 

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn fórum við í létt eðlisfræði próf um það sem við höfðum verið að læra síðustu vikurnar. Eftir prófið fórum við niður í tölvuver til að byrja á nýrri hópavinnu þar sem við áttum að gera kynningu um vatnsvirkjanir í PowerPoint. Ég var með Eydísi og Birgit og við fengum Sultartangavirkjun.

 

Föstudagur:

Á föstudaginn héldum við áfram í hópavinnunni. Okkur gekk vel og við höfðum tvo tíma til að klára kynninguna okkar. í lok tímans kláruðu allir kynninguna sína held ég og við ætluðum að kýkja á blogg en það var ekki nógu mikill tími eftir.

 

Fréttir:

Köll selanna á Suðurskautslandinu eins og tónlist úr geimnum