Hlekkur 1- Byrjun

Hlekkur 1- Byrjun

Nú þegar sumarfríið er búið, þá byrjar ný önn og við erum komin í 9. bekk.

Á mánudaginn byrjuðum við í fyrsta tímanum okkar í náttúrufræði. Við stelpurnar vorum seinar úr sundi svo ég missti af byrjun tímans en þegar ég kom vorum við búin að fá hugarkort og dagskrána í vetur. Eftir að við vorum búin í léttri könnun, sagði Gyða okkur frá því að við áttum að skrifa ritgerð um eitthvað dýr sem okkur þætti áhugavert, en það mátti ekki vera gæludýr eða húsdýr. Eftir það skoðuðum við myndband af dýri sem heitir Liger, sem er afkvæmi ljóns og tígurs, en fyrst hann er ekki tegund af dýri, þá er hann ófrór.

Liger

Á þriðjudaginn vorum við í hópavinnu, og ég var með Sunnevu, Jónasi og Heiðari, og við gerðum plakat um svarta nashyrninga, sem eru í útrýmingahættu. Þeir búa flestir í löndum eins og Suður-Afríku og Namibiu, en furðulegt er að það er bara einn svartur nashyrningur í Mósambík og það sama á við um Angólu.

 

Fréttir:

Ótrúlegir steinsveppir: Furðuleg náttúrufyrirbæri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *