Vika 5

Vika 5

Á mánudaginn skoðuðum við kynningu á Nearpod um orma og tegundirnar þar t.d. flatorma og þráðorma.

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var að vinna með Hönnu, og fyrst gerðum við sjálfspróf í tölvunni þar semvið fengum 25 af 33 spurningum rétt, síðan skoðuðum við kóngulónna hennar Dísu og flugu vængi í smásjá, síðan skoðuðum við íslensk skordýr í tölvunni og síðast skoðuðum við margfætlu og orm í dino-lite.

Ég var veik á fimmtudaginn.

 

Fréttir:

Bý til plast úr bananahíðum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *