Monthly Archives: nóvember 2014

Hlekkur 3, vika 1

Hlekkur 3, vika 1

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um stjörnufræði. í tímann fór Gyða yfir hvað yrði gert í hlekknum, s.s. kynning um fyrirbæri í geimnum, stöðvavinnu og margt fleira. Gyða leyfði okkur að skoða hvað við ætluðum að gera kynningu um á stjörnuvefinum og ég valdi hvíta dverga, sem eru loka skeið stjarna sem hafa meðalmikin eða lítinn massa.

Sirius_A_and_B_Hubble_photo

Stjarnan Síríus A og hvíti dvergurinn Síríus B

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Hönnu eins og alltaf og við fórum í þrjár stöðvar. Fyrst skoðuðum við þessar myndir, svo lásum við um tvær stelpur í N-Ameríku sem fundu sprengistjörnur og svo vorum við í Phet-forrit þar sem við áttum að búa til okkar eigin sólkerfi. Mér fannst PHET-forritið það skemmitilegasta en við vorum dálítið lengi að horfa á reikistjörnu búa til mynstur þegar hún snérist í kringum sólina. Við náðum ekki að láta þrjár reikistjörnur snúast um sólina af því að það endaði alltaf með því að ein eða tvær eða bara allar klestu á sólina, en stundum náðum við að láta tvær snúast í kringum en þá var alltaf ein sem fór svo langt frá og að við sáum hana á svona 5 sekúnda fresti þangað til hún klessti á.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að klára skýrsluna því að við áttum að skila henni. Við náðum ekki að klára skýrsluna, en það eina sem við áttum eftir að gera var að setja hana saman svo að við sentum allt til Siggu svo hún gæti sett hana saman heima hjá sér

 

Fréttir:

Sólblossar valda kórónuregni

Vika 5

Vika 5

Á mánudaginn kíktum við á fréttir, fórum yfir glósurnar, gerðum nokkur dæmi og undirbjuggum okkur undir tilraunina.

Á þriðjudaginn gerðum við tilraun. Markmið tilraunarinnar var að læra að reikna út hröðun hlutar, sem var hjá okkur bolti. Boltanum var kastað eftir málbandi sem lá eftir gangi. það var merkt við 5m, 10m, 15m og 20m og í hvert skipti sem boltinn fór yfir merki var tíminn stoppaður og þetta var endurtekið 5 sinnum. Ég var með Siggu L, Hannesi og Vitaliy. Ég stóð við 15m í fyrri tímanum og skrifaði framkvæmd í þeim seinni.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að gera skýrsluna í tölvu. Við náðum ekki að klára hana í tímanum svo að við fengum næsta fimmtudag til að klára.

 

Fréttir:

Regndropar fara hraðar en við héldum

Hlekkur 2 vika 3

Hlekkur 2 vika 3

Mánudaginn 27 okt. fengum við nýjar glósur og fórum yfir þær. Í honum voru t.d. lögmál Newtons og hugtök s.s. hraði og upphafshraði. Við gerðum einnig nokkur dæmi s.s. hjólreiða ferð og hvernig upphafshraði og lokahraði virka og svoleiðis.

Þriðjudagurinn 28 okt var stöðvavinna og ég var með Hönnu. Við gerðum krossglímu og fórum í Phet og kraftar og fleira.

Fimmtudagurinn 30 okt fengum við ritgerðirnar okkar til baka. Ég fékk bara mög góða einkunn fyrir hana. Einnig vorum við í tölvuveri þar sem við fórum í Newton og lögmálin. Svo fórum við í alskonar Phet forrit.

Frétt

http://www.pressan.is/Forwarder/redirect.aspx?artId=70962