Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um stjörnufræði. í tímann fór Gyða yfir hvað yrði gert í hlekknum, s.s. kynning um fyrirbæri í geimnum, stöðvavinnu og margt fleira. Gyða leyfði okkur að skoða hvað við ætluðum að gera kynningu um á stjörnuvefinum og ég valdi hvíta dverga, sem eru loka skeið stjarna sem hafa meðalmikin eða lítinn massa.
Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Hönnu eins og alltaf og við fórum í þrjár stöðvar. Fyrst skoðuðum við þessar myndir, svo lásum við um tvær stelpur í N-Ameríku sem fundu sprengistjörnur og svo vorum við í Phet-forrit þar sem við áttum að búa til okkar eigin sólkerfi. Mér fannst PHET-forritið það skemmitilegasta en við vorum dálítið lengi að horfa á reikistjörnu búa til mynstur þegar hún snérist í kringum sólina. Við náðum ekki að láta þrjár reikistjörnur snúast um sólina af því að það endaði alltaf með því að ein eða tvær eða bara allar klestu á sólina, en stundum náðum við að láta tvær snúast í kringum en þá var alltaf ein sem fór svo langt frá og að við sáum hana á svona 5 sekúnda fresti þangað til hún klessti á.
Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að klára skýrsluna því að við áttum að skila henni. Við náðum ekki að klára skýrsluna, en það eina sem við áttum eftir að gera var að setja hana saman svo að við sentum allt til Siggu svo hún gæti sett hana saman heima hjá sér
Fréttir: