Monthly Archives: febrúar 2015

Hlekkur 6 vika 2

Hlekkur 6 vika 2

Verkefni um þingvallarvatn

Þingvallarvatn er stærsta stöðuvatn Íslands og er sígdæld. Lífríkið í Þingvallarvatni er mjög sérstakt vegna fjölbreytileika sem stafar af því hversu steinefnaríkt vatnið er. Um þriðji hluti botnsins er þakinn gróðri og um 150 tegundir af jurtum finnast í vatnið. í þingvallavatni finnast þrjár tegundir af fiskum, urriði, bleikja og hornsíli. Bleikjan er sérstök vegna þess að hvergi annarstaðar á jörðinni er hægt að finna afbrigði af sama fiskinum í sama vatni án þess þau úrými hvort öðru. Þessi afbrigði hafa myndast á síðustu 10.000 árunum. Tvö afbrigði bleikjunnar búa í vatnsbolnum, sílbleikjan og murtu. Á vatnsbotninum er hinsvegar búsvæði kuðungarbleikjunnar og dvergbleikjunnar. Urriðinn hefur líka þróast í marga stofna en mest þekktasti stofninn sem var við Efra-Sog

 

http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2010/08/13/Hvad-er-liffraedileg-fjolbreytni—Thingvallavatn/

Vika 3

Vika 3

Vindur

Á mánudag og þriðjudag var ég veik.

á fimmtudaginn kynntu krakkarnir sem voru á þriðjudaginn plaköt sem þau gerðu þá. Það vantaði samt nokkra þannig að það voru ekki margir að kynna. Það voru plaköt um t.d. hvernig vindur myndast og hverskonar ský eru til. Þegar allir voru búnir  að kynna og það var búið að spyrja nokkrar spurningar, lét Gyða okkur fá heimapróf. Mér fannst það frekar erfitt, en ég held að mér hefur gengið frekar vel. Í lok tímans kíktum við á nokkur blogg og fréttir.

 

Vika 2

Vika 2

Á mánudaginn horfðum við á myndbönd um sólarorku og flugvélar. Það var myndband um hollending sem var að búa til flugvél sem gengur aðeins á sólarorku. Hann var að reyna að sanna að það væri hægt að fljúga án þess að menga og að það væri vel hægt með endurvinnanlegu efni eins og sólarorku, þó að flugvélin myndi fara mjög hægt.

Á þriðjudaginn var kynfræðsla báða tímana þannig að við vorum ekki í náttúrufræði.

Á fimmtudaginn svöruðum við spurningum á náttúrufræði vefnum um veður og völdum þess. Það voru spurningar um t.d. hafgolu, hvað veldur vindum og veðurspánni næstu dagana. Hún var ekki góð enda átti að vera leiðinlegt veður alla daganna sem við gáðum á.

Myndun hafgolu

5 hlekkur – Vika 1

5 hlekkur – Vika 1

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um varma. Við fengum við nýjar glærur og skoðuðum þær í Nearpod. Við horfðum líka á myndband sem sýnir hvernig og afhverju það er betra að nota fötu fulla af 50° gráðu heitu vatni en bolla af 100°gráðu vatni. Það er vegna þess að fatan inniheldur mun meiri orkueiningar en bollinn.

Á þriðjudaginn skoðuðum við meira af glærum og prófuðum líka Phet- forrit þar sem við áttum að láta hjólabrettagaur fara niður mismunandi palla.

Á fimmtudaginn var lítil könnun sem við vorum ekki lengi að klára ( ég fékk 8) og fórum niður í tölustofu og gerðum verkefni um varma. Í því átttum við að svara hvað varmaleiðing, varmaburður og varmageislun eru.

Fréttir:

Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni