5 hlekkur – Vika 1

5 hlekkur – Vika 1

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um varma. Við fengum við nýjar glærur og skoðuðum þær í Nearpod. Við horfðum líka á myndband sem sýnir hvernig og afhverju það er betra að nota fötu fulla af 50° gráðu heitu vatni en bolla af 100°gráðu vatni. Það er vegna þess að fatan inniheldur mun meiri orkueiningar en bollinn.

Á þriðjudaginn skoðuðum við meira af glærum og prófuðum líka Phet- forrit þar sem við áttum að láta hjólabrettagaur fara niður mismunandi palla.

Á fimmtudaginn var lítil könnun sem við vorum ekki lengi að klára ( ég fékk 8) og fórum niður í tölustofu og gerðum verkefni um varma. Í því átttum við að svara hvað varmaleiðing, varmaburður og varmageislun eru.

Fréttir:

Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *