Daily Archives: 11. febrúar 2015

Vika 2

Vika 2

Á mánudaginn horfðum við á myndbönd um sólarorku og flugvélar. Það var myndband um hollending sem var að búa til flugvél sem gengur aðeins á sólarorku. Hann var að reyna að sanna að það væri hægt að fljúga án þess að menga og að það væri vel hægt með endurvinnanlegu efni eins og sólarorku, þó að flugvélin myndi fara mjög hægt.

Á þriðjudaginn var kynfræðsla báða tímana þannig að við vorum ekki í náttúrufræði.

Á fimmtudaginn svöruðum við spurningum á náttúrufræði vefnum um veður og völdum þess. Það voru spurningar um t.d. hafgolu, hvað veldur vindum og veðurspánni næstu dagana. Hún var ekki góð enda átti að vera leiðinlegt veður alla daganna sem við gáðum á.

Myndun hafgolu