Daily Archives: 3. maí 2015

Hlekkur 7 vika 3

Hlekkur 7 vika 3

Á mánudaginn héldum við áfram með Nearpod kynninguna sem við byrjuðum á í síðustu viku og fengum líka glósur. Kynningin var um veirur (sem við fræddust um í síðustu viku) og bakteríur. Við héldum áfram að fræðast um hvernig veirur fjölga sér, hvernig Ebóla virkar og afhverju það eru svo mörg dauðsföll að gerast vegna hennar.


Ebólu veiran

 

 

Á þriðjudaginn vorum við með umræðu um kynsjúkdóma og eftir það skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa. Ég var með Steinari í hóp og við tókum Kynfæravörtur eða HPV og gerðum plakat um hann.  HPV er sjúkdómur sem, það segir sig sjálft. einkennist af vörtum á kynfærum. Hann er ekki skaðlegur að því leiti að hann valdi ófrjósemi, nokkrar tegundir af honum geta hinsvegar valdið leghálsakrabbameini. Hann er ólæknandi en flestir sem hafa hann vita ekki einu sinni af því.  Vorturnar sjálfar koma og fara eðlilega en ef varta er í langan tíma er hægt að fá lækningu við því t.d. krem, það er líka hægt að frysta eða brenna þær.

Á fimmtudaginn var sumardagurinn fyrsti, og því var frí í skólanum. :)

Fréttir:

Þrívídd­ar­prentað bein grætt í mann

Apa­hofið rúst­ir ein­ar