Hlekkur 1 Vika 2

Hlekkur 1 Vika 2

Á mánudaginn byrjuðum viðá því að fara yfir dagskrá veturins og fengum afrit af henni. Eftir það fórum við í Nearpod kynningu sem er um mann og náttúru. í henni var próf yfir það sem við erum búin að vera að læra síðustu tvö árin. Mig minnir að ég hafi fengið 11 af 15 svörum rétt. Gyða lét okkur svo svara  því afhverju krían og lundinn eru í vandræðum.  Það er af því að sílin sem þau borða verða bráðum uppiskroppa með fæðu og eitthvað meira sem ég man ekki. Síðan fórum við aftur yfir það afhverju Þingvallavatn er svona sérstakt, en það er af því að hvergi annars staðar í heiminum er hægt að finna mörg afbrigði af einni tegund (t.d. bleikja) í vatninu þar. Síðan ræddum við um loftlagsbreytingar og völd þess, og afhverju það eru ekki margir skógar á Íslandi og hvernig skógir voru hér áður fyrr. í endanum á tímanum áttum við að svara spurningu í Nearpod um krossnef, en við náðum ekki að klára að svara henni því Gyða lokaði því einhvern veginn og við misstum svörin og svo var tíminn búinn.

Krossnefur

Krossnefur

Á þriðjudaginn fórum við í stöðvavinnu en ég man ekkert eftir því á hvaða stöðvar ég fór í.

Á fimmtudaginn var ég veik.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *