Monthly Archives: október 2015

Vika 2 Hlekkur 2

Vika 2 Hlekkur 2

Á mánudaginn var mér illt í maganum og ég gat ekki verið með í tímanum. En krakkarnir dönsuðu við tvö lög (ég gerði eitthvað í fyrsta laginu en ekki í hinu), horfðu á einhver vídeó og fóru í kahoot!.

Á miðvikudaginn voru allir í bekknum sentir upp í náttúrufræði stofuna í tvöfalda tímanum fyrir mat. Það var vegna þess að það var jarðarför eftir hádegi og Margrét var með okkur öll þá. Okkur var skipt í kynskipta hópa og ég var með Sunnevu, Siggu L. og Þórný. Við áttum að gera kynningu um frumur fyrir krakkana í 7. og 8. bekk. Við notuðum forrit sem heitir Powtoon. Við kláruðum það ekki áður en tíminn var búinn en ég held að Sunneva og Sigga ætluðu að gera það.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvustofunni. Við áttum að kíkja á erfdir.is og og horfa á flipp. Ég skoðaði erfdir.is eitthvað en ég var aðallega að horfa á myndböndin inn á flipp. Þar lærði ég meðal annars hvernig Charles Darwin tók eftir því á ferðum sínum hvernig fuglar af sömu tegundinni höfðu þróast í mismunandi áttir, hvernig DNA virkar og afhverju það er líklegara að hafa brún augu en blá.

Myndband:

Fréttir:

Dularfullir steinhringir á Bretlandi: Ennþá eldri en Stonehenge

Ef ofurhetjurnar hefðu verið uppi um 1600: Batman og Superman fyrri tíma

Svarthol í Sviss valda ótta enn á ný

Vika 4

Vika 4

Á mánudaginn fórum við í orð af orði verkefni og vorum sett í fjögra manna hópa. Ég var með Sunnevu, Hannesi og Herði í hóp. í verkefninu átti einhver að lesa einn af textunum sem voru á plakati sem við fengum og átti að gera setningu með hugtökum úr textanum. Svo átti manneskjan við hliðina (í sólarhring) að spyrja þrjár spurningar og næsta átti að svara þeim. Svo átti fjórða manneskjan að spá í framtíðina ef það sem var í textanum héldi svona áfram.

Á miðvikudaginn var ekki skóli.

Á fimmtudgainn var allur bekkurinn saman í tíma því það var bara hálfur dagur. Við horfðum á vídeo um markmið UN til 2030. Svo fengum við ipada og skoðuðum padlet um þau. Síðan sagði Gyða okkur að gera ofurhetju með einhverju appi en ég gat ekki gert neitt því ég á ekki snjallsíma. Gyða sagði mér þá að skrá mig inn á twitter en ég gat það ekki vegna þess að ég þurfti símanúmer til þess. Ég eyddi því restina af tímanum að leika mér í ipodinum.

Markmiðin

Markmiðin

Vika 3

Vika 3

Það gerðist ekki mikið í þessari viku enda vorum við í samrænduprófum.

Á mánudaginn héldum við áfram í hópavinnunni sem við byrjuðum á í síðustu viku.

Á miðvikudaginn höfðum við bara einn tíma sem við notuðum í að gera okkur tilbúin til að kynna hópavinnu verkefnið.

Eldgos

Eldgos

Á fimmtudaginn kynntum við verkefnið sem við gerðum í hópavinnu. Við Sigga H., Jónas og ég vorum með Náttúruhamfarir. Við gerðum texta um Jarðskjálfta, Eldgos og Flóð.