Daily Archives: 21. október 2015

Vika 2 Hlekkur 2

Vika 2 Hlekkur 2

Á mánudaginn var mér illt í maganum og ég gat ekki verið með í tímanum. En krakkarnir dönsuðu við tvö lög (ég gerði eitthvað í fyrsta laginu en ekki í hinu), horfðu á einhver vídeó og fóru í kahoot!.

Á miðvikudaginn voru allir í bekknum sentir upp í náttúrufræði stofuna í tvöfalda tímanum fyrir mat. Það var vegna þess að það var jarðarför eftir hádegi og Margrét var með okkur öll þá. Okkur var skipt í kynskipta hópa og ég var með Sunnevu, Siggu L. og Þórný. Við áttum að gera kynningu um frumur fyrir krakkana í 7. og 8. bekk. Við notuðum forrit sem heitir Powtoon. Við kláruðum það ekki áður en tíminn var búinn en ég held að Sunneva og Sigga ætluðu að gera það.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvustofunni. Við áttum að kíkja á erfdir.is og og horfa á flipp. Ég skoðaði erfdir.is eitthvað en ég var aðallega að horfa á myndböndin inn á flipp. Þar lærði ég meðal annars hvernig Charles Darwin tók eftir því á ferðum sínum hvernig fuglar af sömu tegundinni höfðu þróast í mismunandi áttir, hvernig DNA virkar og afhverju það er líklegara að hafa brún augu en blá.

Myndband:

Fréttir:

Dularfullir steinhringir á Bretlandi: Ennþá eldri en Stonehenge

Ef ofurhetjurnar hefðu verið uppi um 1600: Batman og Superman fyrri tíma

Svarthol í Sviss valda ótta enn á ný