Vika 3

Vika 3

Mánudagur:

Á mánudaginn fórum við í enn meiri erfðafræði og skoðuðum hugtök eins og ríkjandi, víkjandi, arfhreinn og arfblendinn.

Ríkjandi og víkjandi gen ákvarða t.d hvort við séum með brún eða blá augu. T.d. eru brún augu ríkjandi og eru því táknuð með stórum staf (t.d. B) og blá eru víkjandi og þess vegna táknuð með litlum staf (t.d b).

Arfhrein manneskja hefur annað hvort tvö ríkjandi gen (BB) eða tvö víkjandi gen (bb). Ef að manneskjan er arfblendinn hefur hún ríkjandi og víkjandi gen (Bb).

Segjum að móðir þín er arfhrein en faðir þinn væri arfblendinn þá myndu líkurnar á augalitnum þínum settar í punnet-square svona:

Án titils

Þannig að þú myndir í öllum tilvikum verða brúneygð/ur en ef að það væru fleiri víkjandi gen þá gætir þú orðið bláeygð/ur.

Miðvikudagur:

Á miðvikudaginn var stöðvavinna.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Hanna var ekki þannig að ég var ein.

Ég byrjaði á því að fara á stöð 3 og lesa textann um DNA. Þar var t.d. hvernig DNA var byggt upp og hvernig það hringast saman og verður litningur. Þar var líka texti um hvernig frumur skiptu sér og DNAinu þeirra en ég skildi það ekki alveg.

Næst fór ég í stöð 6. Þar fór ég í leik þar sem ég átti að finna svipgerðir fyrir dýr/skrímsli með genum og punnet-squares. Þar fór ég líka í svipaðan leik þar sem ég átti að finna sérstakar svipgerðir fyrir kanínunga sem mér fannst skemmtilegri en hinn.

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að skoða meira erfdir.id, flipp og Khan academy.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *