Vika 4

Vika 4

Mánudagur:

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um kynjafræði og blóðflokka. Blópflokkarnir eru A,B,AB og O. Það eru líka til fleiri blóðflokkar en við fórum ekki út í það. A,B og AB eru allir ríkjandi, en O er eini víkjandi blóðflokkurinn. Arfgerðir A og B eru AA,Ao og BB,Bo. Arfgerð AB er AB og arfgerð O er OO.  Þannig að efa báðir foreldrar eru með Ao eða Bo getur barnið þeirra verið í O flokki. En ef að annað eða bæði foreldri eru með AB getur barnið ekki verið í O flokki.

Við skoðuðum svo fréttir um t.d. hvernig eineggja tvíburar geta verið svartir og hvítir og kíktum á nokkur blogg(meðal annars mitt) og horfðum á vídeó þar.

Blóðtýpur og arfgerðir

Miðvikudagur:

Á miðvikudaginn vorum við í hálfgerðri stöðvavinnu. Það voru nokkur verkefni sem við máttum velja okkur. Við Hanna völdum okkur leik þar sem við áttum að kasta peningum upp á svipgerðir barns. Við vorum eiginlega allan tímann að þessu en þessi tími var frekar slakur þannig að það var ekki vandamál.

Fimmtudagur:

Við skoðuðum bara blogg í tímanum en hann var frekar tilbreytingarlaus. Við skoðuðum ekki mitt blogg því við gerðum það á mánudaginn.

Vídeó:

Fréttir:

Vís­inda­nefnd sökuð um norna­veiðar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *