Daily Archives: 12. nóvember 2015

Vika 6

Vika 6

Mánudagur:

Á mánudaginn fengum við afhent heimapróf um efnafræði sem við áttum að skila á fimmtudaginn. Við fengum allan tímann til að vinna í prófinu. Prófið var með m.a. krossspurningar, fjölvalsspurningar og ritgerðarspurningar.

Miðvikudagur:

Á miðvikudag skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa. Ég og Jónas vorum saman. Við áttum að velja okkur efni á lista hjá Gyðu sem við áttum að læra um. Við völdum erfðagalla. Erfðagalli er stökkbreyting í geni sem erfist. T.d. er  Downs og tegund af brjóstakrabbameini. Sumar stökkbreytingar geta hafa verið meinlausar fyrir 1000 árum en breyst í erfðagalla við breyttar aðstæður. Flestu algengu erfðagallar nú til dags hafa komið fram útaf breytingum á lífi manna síðustu hundruð ár.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag voru allir hóparnir með umræðu í tímanum um það sem við lærðum í tímanum áður. Hóparnir sögðu frá því sem þeir hefðu lært og hinir spurðu svo spurninga. Svo skilaði ég heimaprófi.

Fréttir:

Gatið á óson­lag­inu stærra í ár

Blóm­leg eyðimörk vegna El Niño

Vika 5

Vika 5

Mánudagur:

Á mánudaginn héldum við áfram í heftunum okkar. Ég og Hanna gerðum verkefni um blóðflokka. Ég lærði að það eru til mismunandi arfgerðir hjá blóðflokkum, AB, AA, BB, Ao, Bo og oo.

Á miðvikudag var ég veik.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag fórum við í Kahoot í efnafræði sem var á ensku. Ég vann með flest svör rétt. Ég held að við höfðum ekki gert neitt annað í tímanum.

Fréttir:

Mars­neskt loft á hverf­anda hveli

Flaug í gegn­um gosstróka ísver­ald­ar