Monthly Archives: janúar 2016

Vísindavaka 2016

Vísindavaka 2016

Í síðustu viku var vísindavaka. Í henni eigum við að gera tilraun og kynna hana svo fyrir framan bekkinn með Power Point, myndbandi eða öðru.

Ég var með Siggu H. og Dísu í hóp, og við gerðum nokkrar tilraunir. Fyrsta tilraunin sem við gerðum var blóðregn, en hún virkaði ekki. Við héldum að það væri vegna þess að við suðum ekki olíuna. Næst reyndum við aftur og suðum olíuna. Það virkaði ekki heldur þannig að við gáfumst upp og gerðum aðra tilraun. Sú var stungin uppá fyrir okkur af Gyðu, en hún hetir Vax undir sandi.

  • Áhöldin eru; Vax, hreinn sandur, vatn, glas eða bara eithvað sem þú getur séð í gegnum (við notuðum tilraunaglas) og eitthvað til hita allt á.
  • Spurningin var: Hvað gerist ef að vax hitnar í vatni.
  • Aðferð: Fyrst skárum við niður vaxið í stóra bita og röðuðum þeim á botninn á tilraunaglasinu. Svo settum við sandinn yfir svo að hann hyldi allt. Næst helltum við vatninu yfir varlega og settum svo tilraunaglasið á hita og byðum.
  • Niðurstöður: Eftir smá tíma „spratt“ vaxið upp og myndaði hálgerða eyju á vatnsyfirborðinu.

Myndbandið sem við gerðum er fyrir neðan:


Ég var veik á mánudaginn og sá þess vegna ekki öll myndböndin.

Avatar

Avatar

í fyrstu vikunni eftir jólafrí horfðum við á bíómyndina Avatar. Hún gerist í framtíðinni og fjallar um ameríkana og Na’vi fólkið. Hún gerist á tungli út í geim sem kallast Pandóra (ekki til í alvörunni).  Þessi mynd var gerð í samráði við vísindamenn og er því allur heimurinn í kringum myndina vel gerður, allt frá tungumálinu til lífveranna.

Á plánetunni býr Na’vi fólkið en það eru bláar geimverur sem líkjast mönnum fyrir utan það að það er 3 metra hátt. Þau haga sér mjög mikið eins og indjánar áður fyrr og eru örugglega byggt á þeim. í enda lengstu fléttu þeirra er eins konar blóm sem þau nota til að tengjast öðrum lífverum.

Na’vi fólkið

Na’vi fólkinu er skipt í ættbálka og er einn af þeim Omaticaya. Það er dreift út um alla Pandóru og búa við mismunandi lífskylirði. Allir tala sama tungumálið, sem heitir líka Na’vi. Þau hafa ekkert skrifað mál.

Gyðjan þeirra heitir Eywa. Þau trúa að allt lifandi hafi sál, og að hún fari til Eywu eftir dauða, og er svo sent aftur í annan líkama. Þau trúa því að allt sé tengt á vissan hátt.

Eywa

Mér fannst myndin ekkert sérstök, en það var gaman að skoða allt sem var búið að gera í kringum hana.