Avatar

Avatar

í fyrstu vikunni eftir jólafrí horfðum við á bíómyndina Avatar. Hún gerist í framtíðinni og fjallar um ameríkana og Na’vi fólkið. Hún gerist á tungli út í geim sem kallast Pandóra (ekki til í alvörunni).  Þessi mynd var gerð í samráði við vísindamenn og er því allur heimurinn í kringum myndina vel gerður, allt frá tungumálinu til lífveranna.

Á plánetunni býr Na’vi fólkið en það eru bláar geimverur sem líkjast mönnum fyrir utan það að það er 3 metra hátt. Þau haga sér mjög mikið eins og indjánar áður fyrr og eru örugglega byggt á þeim. í enda lengstu fléttu þeirra er eins konar blóm sem þau nota til að tengjast öðrum lífverum.

Na’vi fólkið

Na’vi fólkinu er skipt í ættbálka og er einn af þeim Omaticaya. Það er dreift út um alla Pandóru og búa við mismunandi lífskylirði. Allir tala sama tungumálið, sem heitir líka Na’vi. Þau hafa ekkert skrifað mál.

Gyðjan þeirra heitir Eywa. Þau trúa að allt lifandi hafi sál, og að hún fari til Eywu eftir dauða, og er svo sent aftur í annan líkama. Þau trúa því að allt sé tengt á vissan hátt.

Eywa

Mér fannst myndin ekkert sérstök, en það var gaman að skoða allt sem var búið að gera í kringum hana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *