Vísindavaka 2016

Vísindavaka 2016

Í síðustu viku var vísindavaka. Í henni eigum við að gera tilraun og kynna hana svo fyrir framan bekkinn með Power Point, myndbandi eða öðru.

Ég var með Siggu H. og Dísu í hóp, og við gerðum nokkrar tilraunir. Fyrsta tilraunin sem við gerðum var blóðregn, en hún virkaði ekki. Við héldum að það væri vegna þess að við suðum ekki olíuna. Næst reyndum við aftur og suðum olíuna. Það virkaði ekki heldur þannig að við gáfumst upp og gerðum aðra tilraun. Sú var stungin uppá fyrir okkur af Gyðu, en hún hetir Vax undir sandi.

  • Áhöldin eru; Vax, hreinn sandur, vatn, glas eða bara eithvað sem þú getur séð í gegnum (við notuðum tilraunaglas) og eitthvað til hita allt á.
  • Spurningin var: Hvað gerist ef að vax hitnar í vatni.
  • Aðferð: Fyrst skárum við niður vaxið í stóra bita og röðuðum þeim á botninn á tilraunaglasinu. Svo settum við sandinn yfir svo að hann hyldi allt. Næst helltum við vatninu yfir varlega og settum svo tilraunaglasið á hita og byðum.
  • Niðurstöður: Eftir smá tíma „spratt“ vaxið upp og myndaði hálgerða eyju á vatnsyfirborðinu.

Myndbandið sem við gerðum er fyrir neðan:


Ég var veik á mánudaginn og sá þess vegna ekki öll myndböndin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *