Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun er skilgreint sem þróun sem fullnægir kröfum og þörfum samtímans án þess að skerða möguleika framtíðakynslóða til þess sama.

Þetta hugtak var fyrst skilgreint  þegar fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, í skýrslunni Okkar sameiginlega framtíð (Our common future) sem samin var 1987. Því var lýst svona;

Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.

Hugmyndin að baki þess er að hafa sjálfbæra nýtingu auðlinda og ekki ganga á þær, svo þær hafi tíma til þess að endurnýja sig. T.d. sjálfbært skógarhögg miðast við það að planta jafn mörgum trjám og höggvið er niður. Einnig vill hún meina að það ætti að vera hægt að nýta auðlindir án þess að menga eða að spilla umhverfinu.

 

Heimildir:

Hvítbók bls. 165

Vísindavefur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *