Author Archives: 00sigurlina

Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun er skilgreint sem þróun sem fullnægir kröfum og þörfum samtímans án þess að skerða möguleika framtíðakynslóða til þess sama.

Þetta hugtak var fyrst skilgreint  þegar fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, í skýrslunni Okkar sameiginlega framtíð (Our common future) sem samin var 1987. Því var lýst svona;

Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.

Hugmyndin að baki þess er að hafa sjálfbæra nýtingu auðlinda og ekki ganga á þær, svo þær hafi tíma til þess að endurnýja sig. T.d. sjálfbært skógarhögg miðast við það að planta jafn mörgum trjám og höggvið er niður. Einnig vill hún meina að það ætti að vera hægt að nýta auðlindir án þess að menga eða að spilla umhverfinu.

 

Heimildir:

Hvítbók bls. 165

Vísindavefur

Vika 4

Vika 4

Mánudagur:

 • Viðtöluðum um næstkomandi verkefni, blogg og heimapróf.

 

 • Fórum í Nearpod kynningu um rafmagn og segulmagn (en við fengum ekki glósur mynnir mig).

 

 • Gyða talaði um óson (O3), sem er fjölgervisform súrefnis og samanstendur af þremur súrefnisfrumeindum. Það myndast við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Það er mikið af því í 20 km hæð en það magn er oftast kallað ósonlagið. Það gegnir mjög miklu hlutverki fyrir jörðina því það síar útfjólubláa geisla.
 • Við töluðum líka um freon sem er í gömlum kælitækjum en þáu eru nú bönnuð af því að freon eyðileggur ósonlagið af því það splúndrar ósoni í CO3, H2O og O2.
 • Næst töluðum við um segulmagn, en það var uppgvötað í Magnesíu 500 f.kr. Og það kemur úr seglum. Þeir er úr magnetít sem er málmsteinn (dregur til sín hluti úr járni og er leiðarsteinn). Það er líka í áttavita.
 • Segulkraftur er nátengdur  rafmagni og hegðar sér eins og rafkraftar. Hann er sterkastur hjá N- og Suðurskautinu. Hann virkar þannig að ósamstæðir hlutir dragast að hvort öðru og samstæðir hlutir frá hvort öðru.
 • Rafeindir snúast um sjálfar sig.
 • Síðast töluðum við um perur og volt.
Magnetite-usa30abg

Magnetít

Miðvikudagur:

 • Við horfðum á myndband um Ísland.
 • Næst horfðum við á fræðslumynd um Rafmagn og Segulsvið (15 Mínútur). Við fengum blað með spurningum um það sem var í henni og við áttum að svara þeima á meðan við horfðum á myndina.
 • Hér er mitt blað:
 • 20160224_110729Spurningablaðið
 • Eftir það var ég í hópi með Siggu H. og Dísu og við svöruðum 5 spurningum og settum svörin í umslög og létum næsta hóp fá.

Fimmtudagur:

 • Það var ekki tími hjá A-hóp því bekkurinn var í myndatöku.

Myndband:

Heimildir:

Hlekkur 5 vika 3

Hlekkur 5 vika 3

8/2 Mánudagur:

-Við skoðuðum blogg og horfðum á myndband á blogginu hans Ástráðs.

-Gyða sýndi okkur hugmynd fyrir bloggið sem er mynd dagsins.

-Síðan skoðuðum við frétt um listamann sem bjó til uppfiningar frá hugmyndum barna.

-Eftir það var frétt þar sem var verið að vara við Zika flugunni, en hún ber með sér veiru sem getur skaðað fóstur óléttra konu. Hún finnst í S-Ameríku og þess vegna er óléttum konum ekki ráðlagt að fara þangað. Hún er orðin að talsverðu vandamáli þar sem hluti af fæddum börnum þar hafa orðið undir áhrifum flugunnar.

-Næst horfðum við á video þar sem maður festi myndavél á spotta og skiðaði niður fjall á meðan hann snéri henni í kringum sig. Niðurstoðurnar voru frekar flott vídeo.

-Í endanum á tímanum  fórum við í kahoot um raforku og avatar. Ég var í fyrsta sæti í seinni k.en svo svaraði ég spurningu -óvart- vitlaust.

 

10/2 Miðvikudagur:

-Við héldum áfram með stöðvavinnuna úr síðasta mið. tíma.

-Hér eru myndirnar af stöðvavinnu blaðinu;

20160217_19383420160217_193904

20160217_193916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11/2 Fimmtudagur: Ég var ekki.

 

Frétt – Ónæmis kerfið virkjað í baráttunni við krabbamein

 

Rafvör er til hægri:

rafvör

Vísindavaka 2016

Vísindavaka 2016

Í síðustu viku var vísindavaka. Í henni eigum við að gera tilraun og kynna hana svo fyrir framan bekkinn með Power Point, myndbandi eða öðru.

Ég var með Siggu H. og Dísu í hóp, og við gerðum nokkrar tilraunir. Fyrsta tilraunin sem við gerðum var blóðregn, en hún virkaði ekki. Við héldum að það væri vegna þess að við suðum ekki olíuna. Næst reyndum við aftur og suðum olíuna. Það virkaði ekki heldur þannig að við gáfumst upp og gerðum aðra tilraun. Sú var stungin uppá fyrir okkur af Gyðu, en hún hetir Vax undir sandi.

 • Áhöldin eru; Vax, hreinn sandur, vatn, glas eða bara eithvað sem þú getur séð í gegnum (við notuðum tilraunaglas) og eitthvað til hita allt á.
 • Spurningin var: Hvað gerist ef að vax hitnar í vatni.
 • Aðferð: Fyrst skárum við niður vaxið í stóra bita og röðuðum þeim á botninn á tilraunaglasinu. Svo settum við sandinn yfir svo að hann hyldi allt. Næst helltum við vatninu yfir varlega og settum svo tilraunaglasið á hita og byðum.
 • Niðurstöður: Eftir smá tíma „spratt“ vaxið upp og myndaði hálgerða eyju á vatnsyfirborðinu.

Myndbandið sem við gerðum er fyrir neðan:


Ég var veik á mánudaginn og sá þess vegna ekki öll myndböndin.

Avatar

Avatar

í fyrstu vikunni eftir jólafrí horfðum við á bíómyndina Avatar. Hún gerist í framtíðinni og fjallar um ameríkana og Na’vi fólkið. Hún gerist á tungli út í geim sem kallast Pandóra (ekki til í alvörunni).  Þessi mynd var gerð í samráði við vísindamenn og er því allur heimurinn í kringum myndina vel gerður, allt frá tungumálinu til lífveranna.

Á plánetunni býr Na’vi fólkið en það eru bláar geimverur sem líkjast mönnum fyrir utan það að það er 3 metra hátt. Þau haga sér mjög mikið eins og indjánar áður fyrr og eru örugglega byggt á þeim. í enda lengstu fléttu þeirra er eins konar blóm sem þau nota til að tengjast öðrum lífverum.

Na’vi fólkið

Na’vi fólkinu er skipt í ættbálka og er einn af þeim Omaticaya. Það er dreift út um alla Pandóru og búa við mismunandi lífskylirði. Allir tala sama tungumálið, sem heitir líka Na’vi. Þau hafa ekkert skrifað mál.

Gyðjan þeirra heitir Eywa. Þau trúa að allt lifandi hafi sál, og að hún fari til Eywu eftir dauða, og er svo sent aftur í annan líkama. Þau trúa því að allt sé tengt á vissan hátt.

Eywa

Mér fannst myndin ekkert sérstök, en það var gaman að skoða allt sem var búið að gera í kringum hana.

Þurrís Stöðvavinna

Þurrís Stöðvavinna

Á miðvikudaginn 16. desember fórum við í stöðvavinnu. Hún var öll um þurrís og tilraunir með hann. Ég, Dísa og Sigga H. vorum saman í hóp.

Þurrís er frosinn koltvísýringur (CO2). Hann er búinn til í sérstökum vélum úr koltvísýringsgasi. Hann er ekki að finna í náttúrunni á jörðinni en á öðrum plánetum þar sem hitastigið og þrystingur er annar, eins og á Mars.

Fyrsta stöðinn sem við fórum á var nr. 5 en hún var um þurrís og blöðrur. Við þessa tilraun notuðum við tilraunaglös, heitt og kalt vatn, þurrís og blöðrur.

Við byrjuðum á því að setja heitt vatn í eitt tilraunaglas og kalt í annað. Svo setti Dísa þurrísinn ofan í heita vatnið og Sigga setti blöðruna yfir eins fljótt go hún gat.

Það sem gerðist næst var að þurrísinn bráðnaði og myndaði gas. Það blés upp blöðruna og hún varð stækkaði ört. Við gerðum það sama við kalda vatnið og fengum sömu niðurstöður nema hvað að ´hun var lengur að stækka.

Sigga að setja blöðruna á.

Sigga að setja blöðruna á.

Blaðran blásin upp.

Blaðran blásin upp.

Næsta stöðin sem við fórum á var nr. 2 – Þurrís og sápukúlur. Við þá tilraun notuðum við bakka hálf fylltan af þurrís og svona dót til að blása sápukúlur.

Það gekk ekki mjög vel að blása sápukúlurnar og að fá þær til að lenda á þurrísnum og frjósa. Og þegar við náðum að láta þær snerta ísinn frosnuðu þær ekki almennilega. Þegar við misstum þolinmæðina og tókum sápukúlublásarann varð eftir smá af frosinni sápukúlunni sem líktist skál.

Sápukúlan haldin við þurrísinn.

Sápukúlan haldin við þurrísinn.

Það sem eftir er af sápukulunni - líkist skál.

Það sem eftir er af sápukulunni – líkist skál.

Þriðja stöðin sem við fórum á var sú sem mér fannst vera skemmtilegust. Hún var nr. 3 og var um þurrís og sápu. Hún var eiginlega tvær tilraunir.

Í fyrstu tilrauninni var settur þurrís ofan í vatn smeð sápu sem var í skál. Um leið og þurrísinn var kominn útí myndaðist mikil froða sem flæddi á endanum út fyrir skálina. Það freyðir vegna þess að gasið býr til sápukúlur.

Myndband úr tilrauninni – Var of stórt til að hlaða inn á þessari síðu :/

Í seinni tilrauninni var settur þurrís í skál og heitu vatni hellt yfir. Þurrísinn bráðnar og býr til gas eins og í stöð nr. 5. Gasið flæðir niður skálina og meðfram borðinu. Það er vegna þess að gasið sem er gert úr koltvísýringi er þyngra en súrefni og fer þess vegna niður í staðinn fyrir að fara upp.

Þegar heita vatninu var bætt á tók Sigga tusku sem var bleytt í sápuvatni og reyndi að gera stóra sápukúlu yfir opi skálarinnar. En það virkaði aldrei hjá okkur jafnvel þótt að ég, Dísa og Gyða reyndum það og tilraunin mistókst þess vegna. En það var samt flott að sjá gasið liðast eftir borðinu.

Myndband 2 – Eins og sést springur sápukúlan alltaf áður en ég næ tuskunni alla leið

Síðasta stöðin sem við fórum á var svipuð nr. 2. Þar blésum við sápukúlum yfir þurrís sem var í fiskabúri. Sápukúlurnar sprungu flestar en ein þeirra gerði það ekki. Hún féll aldrei niður á þurrísinn og flaut yfir ísnum en það er vegna gassins sem þurrísinn býr til.

Við fórum ekki á fleiri stöðvar því tíminn var búinn en ég horfði á Hörð og strákana reyna að kveikja á kerti í fiskabúrinnu með þurrísnum. Það virkaði ekki því búrið var fyllt af koltvísýringi sem og því var ekkert súrefni sem eldurinn getur nærst á.

Allt í allt lærði ég mikið í þessari tilraun meðal annars úr hverju þurrís er gerður sem ég hef velt fyrir mér í smá tíma.

Takk fyrir mig :)

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

Gyða

Myndir og myndbönd eru tekin með símanum mínum af mér aðallega og Siggu.

 

Vika 6

Vika 6

Mánudagur:

Á mánudaginn fengum við afhent heimapróf um efnafræði sem við áttum að skila á fimmtudaginn. Við fengum allan tímann til að vinna í prófinu. Prófið var með m.a. krossspurningar, fjölvalsspurningar og ritgerðarspurningar.

Miðvikudagur:

Á miðvikudag skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa. Ég og Jónas vorum saman. Við áttum að velja okkur efni á lista hjá Gyðu sem við áttum að læra um. Við völdum erfðagalla. Erfðagalli er stökkbreyting í geni sem erfist. T.d. er  Downs og tegund af brjóstakrabbameini. Sumar stökkbreytingar geta hafa verið meinlausar fyrir 1000 árum en breyst í erfðagalla við breyttar aðstæður. Flestu algengu erfðagallar nú til dags hafa komið fram útaf breytingum á lífi manna síðustu hundruð ár.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag voru allir hóparnir með umræðu í tímanum um það sem við lærðum í tímanum áður. Hóparnir sögðu frá því sem þeir hefðu lært og hinir spurðu svo spurninga. Svo skilaði ég heimaprófi.

Fréttir:

Gatið á óson­lag­inu stærra í ár

Blóm­leg eyðimörk vegna El Niño

Vika 5

Vika 5

Mánudagur:

Á mánudaginn héldum við áfram í heftunum okkar. Ég og Hanna gerðum verkefni um blóðflokka. Ég lærði að það eru til mismunandi arfgerðir hjá blóðflokkum, AB, AA, BB, Ao, Bo og oo.

Á miðvikudag var ég veik.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag fórum við í Kahoot í efnafræði sem var á ensku. Ég vann með flest svör rétt. Ég held að við höfðum ekki gert neitt annað í tímanum.

Fréttir:

Mars­neskt loft á hverf­anda hveli

Flaug í gegn­um gosstróka ísver­ald­ar

Vika 4

Vika 4

Mánudagur:

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um kynjafræði og blóðflokka. Blópflokkarnir eru A,B,AB og O. Það eru líka til fleiri blóðflokkar en við fórum ekki út í það. A,B og AB eru allir ríkjandi, en O er eini víkjandi blóðflokkurinn. Arfgerðir A og B eru AA,Ao og BB,Bo. Arfgerð AB er AB og arfgerð O er OO.  Þannig að efa báðir foreldrar eru með Ao eða Bo getur barnið þeirra verið í O flokki. En ef að annað eða bæði foreldri eru með AB getur barnið ekki verið í O flokki.

Við skoðuðum svo fréttir um t.d. hvernig eineggja tvíburar geta verið svartir og hvítir og kíktum á nokkur blogg(meðal annars mitt) og horfðum á vídeó þar.

Blóðtýpur og arfgerðir

Miðvikudagur:

Á miðvikudaginn vorum við í hálfgerðri stöðvavinnu. Það voru nokkur verkefni sem við máttum velja okkur. Við Hanna völdum okkur leik þar sem við áttum að kasta peningum upp á svipgerðir barns. Við vorum eiginlega allan tímann að þessu en þessi tími var frekar slakur þannig að það var ekki vandamál.

Fimmtudagur:

Við skoðuðum bara blogg í tímanum en hann var frekar tilbreytingarlaus. Við skoðuðum ekki mitt blogg því við gerðum það á mánudaginn.

Vídeó:

Fréttir:

Vís­inda­nefnd sökuð um norna­veiðar

Vika 3

Vika 3

Mánudagur:

Á mánudaginn fórum við í enn meiri erfðafræði og skoðuðum hugtök eins og ríkjandi, víkjandi, arfhreinn og arfblendinn.

Ríkjandi og víkjandi gen ákvarða t.d hvort við séum með brún eða blá augu. T.d. eru brún augu ríkjandi og eru því táknuð með stórum staf (t.d. B) og blá eru víkjandi og þess vegna táknuð með litlum staf (t.d b).

Arfhrein manneskja hefur annað hvort tvö ríkjandi gen (BB) eða tvö víkjandi gen (bb). Ef að manneskjan er arfblendinn hefur hún ríkjandi og víkjandi gen (Bb).

Segjum að móðir þín er arfhrein en faðir þinn væri arfblendinn þá myndu líkurnar á augalitnum þínum settar í punnet-square svona:

Án titils

Þannig að þú myndir í öllum tilvikum verða brúneygð/ur en ef að það væru fleiri víkjandi gen þá gætir þú orðið bláeygð/ur.

Miðvikudagur:

Á miðvikudaginn var stöðvavinna.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Hanna var ekki þannig að ég var ein.

Ég byrjaði á því að fara á stöð 3 og lesa textann um DNA. Þar var t.d. hvernig DNA var byggt upp og hvernig það hringast saman og verður litningur. Þar var líka texti um hvernig frumur skiptu sér og DNAinu þeirra en ég skildi það ekki alveg.

Næst fór ég í stöð 6. Þar fór ég í leik þar sem ég átti að finna svipgerðir fyrir dýr/skrímsli með genum og punnet-squares. Þar fór ég líka í svipaðan leik þar sem ég átti að finna sérstakar svipgerðir fyrir kanínunga sem mér fannst skemmtilegri en hinn.

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að skoða meira erfdir.id, flipp og Khan academy.