Author Archives: 00sigurlina

Vika 2 Hlekkur 2

Vika 2 Hlekkur 2

Á mánudaginn var mér illt í maganum og ég gat ekki verið með í tímanum. En krakkarnir dönsuðu við tvö lög (ég gerði eitthvað í fyrsta laginu en ekki í hinu), horfðu á einhver vídeó og fóru í kahoot!.

Á miðvikudaginn voru allir í bekknum sentir upp í náttúrufræði stofuna í tvöfalda tímanum fyrir mat. Það var vegna þess að það var jarðarför eftir hádegi og Margrét var með okkur öll þá. Okkur var skipt í kynskipta hópa og ég var með Sunnevu, Siggu L. og Þórný. Við áttum að gera kynningu um frumur fyrir krakkana í 7. og 8. bekk. Við notuðum forrit sem heitir Powtoon. Við kláruðum það ekki áður en tíminn var búinn en ég held að Sunneva og Sigga ætluðu að gera það.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvustofunni. Við áttum að kíkja á erfdir.is og og horfa á flipp. Ég skoðaði erfdir.is eitthvað en ég var aðallega að horfa á myndböndin inn á flipp. Þar lærði ég meðal annars hvernig Charles Darwin tók eftir því á ferðum sínum hvernig fuglar af sömu tegundinni höfðu þróast í mismunandi áttir, hvernig DNA virkar og afhverju það er líklegara að hafa brún augu en blá.

Myndband:

Fréttir:

Dularfullir steinhringir á Bretlandi: Ennþá eldri en Stonehenge

Ef ofurhetjurnar hefðu verið uppi um 1600: Batman og Superman fyrri tíma

Svarthol í Sviss valda ótta enn á ný

Vika 4

Vika 4

Á mánudaginn fórum við í orð af orði verkefni og vorum sett í fjögra manna hópa. Ég var með Sunnevu, Hannesi og Herði í hóp. í verkefninu átti einhver að lesa einn af textunum sem voru á plakati sem við fengum og átti að gera setningu með hugtökum úr textanum. Svo átti manneskjan við hliðina (í sólarhring) að spyrja þrjár spurningar og næsta átti að svara þeim. Svo átti fjórða manneskjan að spá í framtíðina ef það sem var í textanum héldi svona áfram.

Á miðvikudaginn var ekki skóli.

Á fimmtudgainn var allur bekkurinn saman í tíma því það var bara hálfur dagur. Við horfðum á vídeo um markmið UN til 2030. Svo fengum við ipada og skoðuðum padlet um þau. Síðan sagði Gyða okkur að gera ofurhetju með einhverju appi en ég gat ekki gert neitt því ég á ekki snjallsíma. Gyða sagði mér þá að skrá mig inn á twitter en ég gat það ekki vegna þess að ég þurfti símanúmer til þess. Ég eyddi því restina af tímanum að leika mér í ipodinum.

Markmiðin

Markmiðin

Vika 3

Vika 3

Það gerðist ekki mikið í þessari viku enda vorum við í samrænduprófum.

Á mánudaginn héldum við áfram í hópavinnunni sem við byrjuðum á í síðustu viku.

Á miðvikudaginn höfðum við bara einn tíma sem við notuðum í að gera okkur tilbúin til að kynna hópavinnu verkefnið.

Eldgos

Eldgos

Á fimmtudaginn kynntum við verkefnið sem við gerðum í hópavinnu. Við Sigga H., Jónas og ég vorum með Náttúruhamfarir. Við gerðum texta um Jarðskjálfta, Eldgos og Flóð.

Hlekkur 1 Vika 2

Hlekkur 1 Vika 2

Á mánudaginn byrjuðum viðá því að fara yfir dagskrá veturins og fengum afrit af henni. Eftir það fórum við í Nearpod kynningu sem er um mann og náttúru. í henni var próf yfir það sem við erum búin að vera að læra síðustu tvö árin. Mig minnir að ég hafi fengið 11 af 15 svörum rétt. Gyða lét okkur svo svara  því afhverju krían og lundinn eru í vandræðum.  Það er af því að sílin sem þau borða verða bráðum uppiskroppa með fæðu og eitthvað meira sem ég man ekki. Síðan fórum við aftur yfir það afhverju Þingvallavatn er svona sérstakt, en það er af því að hvergi annars staðar í heiminum er hægt að finna mörg afbrigði af einni tegund (t.d. bleikja) í vatninu þar. Síðan ræddum við um loftlagsbreytingar og völd þess, og afhverju það eru ekki margir skógar á Íslandi og hvernig skógir voru hér áður fyrr. í endanum á tímanum áttum við að svara spurningu í Nearpod um krossnef, en við náðum ekki að klára að svara henni því Gyða lokaði því einhvern veginn og við misstum svörin og svo var tíminn búinn.

Krossnefur

Krossnefur

Á þriðjudaginn fórum við í stöðvavinnu en ég man ekkert eftir því á hvaða stöðvar ég fór í.

Á fimmtudaginn var ég veik.

Vika 3

Vika 3

Mánudagur: Á mánudaginn fórum við í Nearpod kynningu um heilkjörnunga sem er mjög fjölbreytilegur hópur lífvera. Sumir eru frumbjarga, aðrir ekki og sumir eru sníklar. Við gerðum svo nokkrar spurningar um þá.

Þriðjudagur: Á þriðjudaginn var Gyða ekki, en við héldum samt áfram með kynninguna frá deginum áður. Við máttum fara á okkar eigin hraða og það voru líka spurningar og mynd þar sem við áttu að skrifa inn nöfn á líkamspörtum einfrumunga. Ég og Hanna vorum með ipad og unnum verkefnin saman. Við rétt náðum að klára kynninguna áður en tíminn var búinn.

Heilkjörnungur

Fimmtudagur: Tíminn byrjaði á því að Gyða senti okkur út með krukkur að ná í vatnssýni og smá motn líka. Ég og Hanna náðum í okkar sýni úr Litlu-Laxá. Þegar allir voru komnir inn skoðuðum við bloggfærslur, töluðum um hvernig það gekk að vinna Nearpod kynninguna og svo vorum við með umræðu.

Fréttir:

Keng­úru­unga stolið úr poka móður sinn­ar

Myndband:

Geta fuglar flutt skilaboð?

Hlekkur 7 vika 3

Hlekkur 7 vika 3

Á mánudaginn héldum við áfram með Nearpod kynninguna sem við byrjuðum á í síðustu viku og fengum líka glósur. Kynningin var um veirur (sem við fræddust um í síðustu viku) og bakteríur. Við héldum áfram að fræðast um hvernig veirur fjölga sér, hvernig Ebóla virkar og afhverju það eru svo mörg dauðsföll að gerast vegna hennar.


Ebólu veiran

 

 

Á þriðjudaginn vorum við með umræðu um kynsjúkdóma og eftir það skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa. Ég var með Steinari í hóp og við tókum Kynfæravörtur eða HPV og gerðum plakat um hann.  HPV er sjúkdómur sem, það segir sig sjálft. einkennist af vörtum á kynfærum. Hann er ekki skaðlegur að því leiti að hann valdi ófrjósemi, nokkrar tegundir af honum geta hinsvegar valdið leghálsakrabbameini. Hann er ólæknandi en flestir sem hafa hann vita ekki einu sinni af því.  Vorturnar sjálfar koma og fara eðlilega en ef varta er í langan tíma er hægt að fá lækningu við því t.d. krem, það er líka hægt að frysta eða brenna þær.

Á fimmtudaginn var sumardagurinn fyrsti, og því var frí í skólanum. :)

Fréttir:

Þrívídd­ar­prentað bein grætt í mann

Apa­hofið rúst­ir ein­ar

Hlekkur 6 vika 2

Hlekkur 6 vika 2

Verkefni um þingvallarvatn

Þingvallarvatn er stærsta stöðuvatn Íslands og er sígdæld. Lífríkið í Þingvallarvatni er mjög sérstakt vegna fjölbreytileika sem stafar af því hversu steinefnaríkt vatnið er. Um þriðji hluti botnsins er þakinn gróðri og um 150 tegundir af jurtum finnast í vatnið. í þingvallavatni finnast þrjár tegundir af fiskum, urriði, bleikja og hornsíli. Bleikjan er sérstök vegna þess að hvergi annarstaðar á jörðinni er hægt að finna afbrigði af sama fiskinum í sama vatni án þess þau úrými hvort öðru. Þessi afbrigði hafa myndast á síðustu 10.000 árunum. Tvö afbrigði bleikjunnar búa í vatnsbolnum, sílbleikjan og murtu. Á vatnsbotninum er hinsvegar búsvæði kuðungarbleikjunnar og dvergbleikjunnar. Urriðinn hefur líka þróast í marga stofna en mest þekktasti stofninn sem var við Efra-Sog

 

http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2010/08/13/Hvad-er-liffraedileg-fjolbreytni—Thingvallavatn/

Vika 3

Vika 3

Vindur

Á mánudag og þriðjudag var ég veik.

á fimmtudaginn kynntu krakkarnir sem voru á þriðjudaginn plaköt sem þau gerðu þá. Það vantaði samt nokkra þannig að það voru ekki margir að kynna. Það voru plaköt um t.d. hvernig vindur myndast og hverskonar ský eru til. Þegar allir voru búnir  að kynna og það var búið að spyrja nokkrar spurningar, lét Gyða okkur fá heimapróf. Mér fannst það frekar erfitt, en ég held að mér hefur gengið frekar vel. Í lok tímans kíktum við á nokkur blogg og fréttir.

 

Vika 2

Vika 2

Á mánudaginn horfðum við á myndbönd um sólarorku og flugvélar. Það var myndband um hollending sem var að búa til flugvél sem gengur aðeins á sólarorku. Hann var að reyna að sanna að það væri hægt að fljúga án þess að menga og að það væri vel hægt með endurvinnanlegu efni eins og sólarorku, þó að flugvélin myndi fara mjög hægt.

Á þriðjudaginn var kynfræðsla báða tímana þannig að við vorum ekki í náttúrufræði.

Á fimmtudaginn svöruðum við spurningum á náttúrufræði vefnum um veður og völdum þess. Það voru spurningar um t.d. hafgolu, hvað veldur vindum og veðurspánni næstu dagana. Hún var ekki góð enda átti að vera leiðinlegt veður alla daganna sem við gáðum á.

Myndun hafgolu

5 hlekkur – Vika 1

5 hlekkur – Vika 1

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um varma. Við fengum við nýjar glærur og skoðuðum þær í Nearpod. Við horfðum líka á myndband sem sýnir hvernig og afhverju það er betra að nota fötu fulla af 50° gráðu heitu vatni en bolla af 100°gráðu vatni. Það er vegna þess að fatan inniheldur mun meiri orkueiningar en bollinn.

Á þriðjudaginn skoðuðum við meira af glærum og prófuðum líka Phet- forrit þar sem við áttum að láta hjólabrettagaur fara niður mismunandi palla.

Á fimmtudaginn var lítil könnun sem við vorum ekki lengi að klára ( ég fékk 8) og fórum niður í tölustofu og gerðum verkefni um varma. Í því átttum við að svara hvað varmaleiðing, varmaburður og varmageislun eru.

Fréttir:

Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni