Category Archives: 10. bekkur

Vísindavaka 2016

Vísindavaka 2016

Í síðustu viku var vísindavaka. Í henni eigum við að gera tilraun og kynna hana svo fyrir framan bekkinn með Power Point, myndbandi eða öðru.

Ég var með Siggu H. og Dísu í hóp, og við gerðum nokkrar tilraunir. Fyrsta tilraunin sem við gerðum var blóðregn, en hún virkaði ekki. Við héldum að það væri vegna þess að við suðum ekki olíuna. Næst reyndum við aftur og suðum olíuna. Það virkaði ekki heldur þannig að við gáfumst upp og gerðum aðra tilraun. Sú var stungin uppá fyrir okkur af Gyðu, en hún hetir Vax undir sandi.

 • Áhöldin eru; Vax, hreinn sandur, vatn, glas eða bara eithvað sem þú getur séð í gegnum (við notuðum tilraunaglas) og eitthvað til hita allt á.
 • Spurningin var: Hvað gerist ef að vax hitnar í vatni.
 • Aðferð: Fyrst skárum við niður vaxið í stóra bita og röðuðum þeim á botninn á tilraunaglasinu. Svo settum við sandinn yfir svo að hann hyldi allt. Næst helltum við vatninu yfir varlega og settum svo tilraunaglasið á hita og byðum.
 • Niðurstöður: Eftir smá tíma „spratt“ vaxið upp og myndaði hálgerða eyju á vatnsyfirborðinu.

Myndbandið sem við gerðum er fyrir neðan:


Ég var veik á mánudaginn og sá þess vegna ekki öll myndböndin.

Þurrís Stöðvavinna

Þurrís Stöðvavinna

Á miðvikudaginn 16. desember fórum við í stöðvavinnu. Hún var öll um þurrís og tilraunir með hann. Ég, Dísa og Sigga H. vorum saman í hóp.

Þurrís er frosinn koltvísýringur (CO2). Hann er búinn til í sérstökum vélum úr koltvísýringsgasi. Hann er ekki að finna í náttúrunni á jörðinni en á öðrum plánetum þar sem hitastigið og þrystingur er annar, eins og á Mars.

Fyrsta stöðinn sem við fórum á var nr. 5 en hún var um þurrís og blöðrur. Við þessa tilraun notuðum við tilraunaglös, heitt og kalt vatn, þurrís og blöðrur.

Við byrjuðum á því að setja heitt vatn í eitt tilraunaglas og kalt í annað. Svo setti Dísa þurrísinn ofan í heita vatnið og Sigga setti blöðruna yfir eins fljótt go hún gat.

Það sem gerðist næst var að þurrísinn bráðnaði og myndaði gas. Það blés upp blöðruna og hún varð stækkaði ört. Við gerðum það sama við kalda vatnið og fengum sömu niðurstöður nema hvað að ´hun var lengur að stækka.

Sigga að setja blöðruna á.

Sigga að setja blöðruna á.

Blaðran blásin upp.

Blaðran blásin upp.

Næsta stöðin sem við fórum á var nr. 2 – Þurrís og sápukúlur. Við þá tilraun notuðum við bakka hálf fylltan af þurrís og svona dót til að blása sápukúlur.

Það gekk ekki mjög vel að blása sápukúlurnar og að fá þær til að lenda á þurrísnum og frjósa. Og þegar við náðum að láta þær snerta ísinn frosnuðu þær ekki almennilega. Þegar við misstum þolinmæðina og tókum sápukúlublásarann varð eftir smá af frosinni sápukúlunni sem líktist skál.

Sápukúlan haldin við þurrísinn.

Sápukúlan haldin við þurrísinn.

Það sem eftir er af sápukulunni - líkist skál.

Það sem eftir er af sápukulunni – líkist skál.

Þriðja stöðin sem við fórum á var sú sem mér fannst vera skemmtilegust. Hún var nr. 3 og var um þurrís og sápu. Hún var eiginlega tvær tilraunir.

Í fyrstu tilrauninni var settur þurrís ofan í vatn smeð sápu sem var í skál. Um leið og þurrísinn var kominn útí myndaðist mikil froða sem flæddi á endanum út fyrir skálina. Það freyðir vegna þess að gasið býr til sápukúlur.

Myndband úr tilrauninni – Var of stórt til að hlaða inn á þessari síðu :/

Í seinni tilrauninni var settur þurrís í skál og heitu vatni hellt yfir. Þurrísinn bráðnar og býr til gas eins og í stöð nr. 5. Gasið flæðir niður skálina og meðfram borðinu. Það er vegna þess að gasið sem er gert úr koltvísýringi er þyngra en súrefni og fer þess vegna niður í staðinn fyrir að fara upp.

Þegar heita vatninu var bætt á tók Sigga tusku sem var bleytt í sápuvatni og reyndi að gera stóra sápukúlu yfir opi skálarinnar. En það virkaði aldrei hjá okkur jafnvel þótt að ég, Dísa og Gyða reyndum það og tilraunin mistókst þess vegna. En það var samt flott að sjá gasið liðast eftir borðinu.

Myndband 2 – Eins og sést springur sápukúlan alltaf áður en ég næ tuskunni alla leið

Síðasta stöðin sem við fórum á var svipuð nr. 2. Þar blésum við sápukúlum yfir þurrís sem var í fiskabúri. Sápukúlurnar sprungu flestar en ein þeirra gerði það ekki. Hún féll aldrei niður á þurrísinn og flaut yfir ísnum en það er vegna gassins sem þurrísinn býr til.

Við fórum ekki á fleiri stöðvar því tíminn var búinn en ég horfði á Hörð og strákana reyna að kveikja á kerti í fiskabúrinnu með þurrísnum. Það virkaði ekki því búrið var fyllt af koltvísýringi sem og því var ekkert súrefni sem eldurinn getur nærst á.

Allt í allt lærði ég mikið í þessari tilraun meðal annars úr hverju þurrís er gerður sem ég hef velt fyrir mér í smá tíma.

Takk fyrir mig :)

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

Gyða

Myndir og myndbönd eru tekin með símanum mínum af mér aðallega og Siggu.

 

Vika 6

Vika 6

Mánudagur:

Á mánudaginn fengum við afhent heimapróf um efnafræði sem við áttum að skila á fimmtudaginn. Við fengum allan tímann til að vinna í prófinu. Prófið var með m.a. krossspurningar, fjölvalsspurningar og ritgerðarspurningar.

Miðvikudagur:

Á miðvikudag skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa. Ég og Jónas vorum saman. Við áttum að velja okkur efni á lista hjá Gyðu sem við áttum að læra um. Við völdum erfðagalla. Erfðagalli er stökkbreyting í geni sem erfist. T.d. er  Downs og tegund af brjóstakrabbameini. Sumar stökkbreytingar geta hafa verið meinlausar fyrir 1000 árum en breyst í erfðagalla við breyttar aðstæður. Flestu algengu erfðagallar nú til dags hafa komið fram útaf breytingum á lífi manna síðustu hundruð ár.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag voru allir hóparnir með umræðu í tímanum um það sem við lærðum í tímanum áður. Hóparnir sögðu frá því sem þeir hefðu lært og hinir spurðu svo spurninga. Svo skilaði ég heimaprófi.

Fréttir:

Gatið á óson­lag­inu stærra í ár

Blóm­leg eyðimörk vegna El Niño

Vika 5

Vika 5

Mánudagur:

Á mánudaginn héldum við áfram í heftunum okkar. Ég og Hanna gerðum verkefni um blóðflokka. Ég lærði að það eru til mismunandi arfgerðir hjá blóðflokkum, AB, AA, BB, Ao, Bo og oo.

Á miðvikudag var ég veik.

Fimmtudagur:

Á fimmtudag fórum við í Kahoot í efnafræði sem var á ensku. Ég vann með flest svör rétt. Ég held að við höfðum ekki gert neitt annað í tímanum.

Fréttir:

Mars­neskt loft á hverf­anda hveli

Flaug í gegn­um gosstróka ísver­ald­ar

Vika 4

Vika 4

Mánudagur:

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um kynjafræði og blóðflokka. Blópflokkarnir eru A,B,AB og O. Það eru líka til fleiri blóðflokkar en við fórum ekki út í það. A,B og AB eru allir ríkjandi, en O er eini víkjandi blóðflokkurinn. Arfgerðir A og B eru AA,Ao og BB,Bo. Arfgerð AB er AB og arfgerð O er OO.  Þannig að efa báðir foreldrar eru með Ao eða Bo getur barnið þeirra verið í O flokki. En ef að annað eða bæði foreldri eru með AB getur barnið ekki verið í O flokki.

Við skoðuðum svo fréttir um t.d. hvernig eineggja tvíburar geta verið svartir og hvítir og kíktum á nokkur blogg(meðal annars mitt) og horfðum á vídeó þar.

Blóðtýpur og arfgerðir

Miðvikudagur:

Á miðvikudaginn vorum við í hálfgerðri stöðvavinnu. Það voru nokkur verkefni sem við máttum velja okkur. Við Hanna völdum okkur leik þar sem við áttum að kasta peningum upp á svipgerðir barns. Við vorum eiginlega allan tímann að þessu en þessi tími var frekar slakur þannig að það var ekki vandamál.

Fimmtudagur:

Við skoðuðum bara blogg í tímanum en hann var frekar tilbreytingarlaus. Við skoðuðum ekki mitt blogg því við gerðum það á mánudaginn.

Vídeó:

Fréttir:

Vís­inda­nefnd sökuð um norna­veiðar

Vika 3

Vika 3

Mánudagur:

Á mánudaginn fórum við í enn meiri erfðafræði og skoðuðum hugtök eins og ríkjandi, víkjandi, arfhreinn og arfblendinn.

Ríkjandi og víkjandi gen ákvarða t.d hvort við séum með brún eða blá augu. T.d. eru brún augu ríkjandi og eru því táknuð með stórum staf (t.d. B) og blá eru víkjandi og þess vegna táknuð með litlum staf (t.d b).

Arfhrein manneskja hefur annað hvort tvö ríkjandi gen (BB) eða tvö víkjandi gen (bb). Ef að manneskjan er arfblendinn hefur hún ríkjandi og víkjandi gen (Bb).

Segjum að móðir þín er arfhrein en faðir þinn væri arfblendinn þá myndu líkurnar á augalitnum þínum settar í punnet-square svona:

Án titils

Þannig að þú myndir í öllum tilvikum verða brúneygð/ur en ef að það væru fleiri víkjandi gen þá gætir þú orðið bláeygð/ur.

Miðvikudagur:

Á miðvikudaginn var stöðvavinna.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Hanna var ekki þannig að ég var ein.

Ég byrjaði á því að fara á stöð 3 og lesa textann um DNA. Þar var t.d. hvernig DNA var byggt upp og hvernig það hringast saman og verður litningur. Þar var líka texti um hvernig frumur skiptu sér og DNAinu þeirra en ég skildi það ekki alveg.

Næst fór ég í stöð 6. Þar fór ég í leik þar sem ég átti að finna svipgerðir fyrir dýr/skrímsli með genum og punnet-squares. Þar fór ég líka í svipaðan leik þar sem ég átti að finna sérstakar svipgerðir fyrir kanínunga sem mér fannst skemmtilegri en hinn.

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að skoða meira erfdir.id, flipp og Khan academy.

Vika 2 Hlekkur 2

Vika 2 Hlekkur 2

Á mánudaginn var mér illt í maganum og ég gat ekki verið með í tímanum. En krakkarnir dönsuðu við tvö lög (ég gerði eitthvað í fyrsta laginu en ekki í hinu), horfðu á einhver vídeó og fóru í kahoot!.

Á miðvikudaginn voru allir í bekknum sentir upp í náttúrufræði stofuna í tvöfalda tímanum fyrir mat. Það var vegna þess að það var jarðarför eftir hádegi og Margrét var með okkur öll þá. Okkur var skipt í kynskipta hópa og ég var með Sunnevu, Siggu L. og Þórný. Við áttum að gera kynningu um frumur fyrir krakkana í 7. og 8. bekk. Við notuðum forrit sem heitir Powtoon. Við kláruðum það ekki áður en tíminn var búinn en ég held að Sunneva og Sigga ætluðu að gera það.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvustofunni. Við áttum að kíkja á erfdir.is og og horfa á flipp. Ég skoðaði erfdir.is eitthvað en ég var aðallega að horfa á myndböndin inn á flipp. Þar lærði ég meðal annars hvernig Charles Darwin tók eftir því á ferðum sínum hvernig fuglar af sömu tegundinni höfðu þróast í mismunandi áttir, hvernig DNA virkar og afhverju það er líklegara að hafa brún augu en blá.

Myndband:

Fréttir:

Dularfullir steinhringir á Bretlandi: Ennþá eldri en Stonehenge

Ef ofurhetjurnar hefðu verið uppi um 1600: Batman og Superman fyrri tíma

Svarthol í Sviss valda ótta enn á ný

Vika 3

Vika 3

Það gerðist ekki mikið í þessari viku enda vorum við í samrænduprófum.

Á mánudaginn héldum við áfram í hópavinnunni sem við byrjuðum á í síðustu viku.

Á miðvikudaginn höfðum við bara einn tíma sem við notuðum í að gera okkur tilbúin til að kynna hópavinnu verkefnið.

Eldgos

Eldgos

Á fimmtudaginn kynntum við verkefnið sem við gerðum í hópavinnu. Við Sigga H., Jónas og ég vorum með Náttúruhamfarir. Við gerðum texta um Jarðskjálfta, Eldgos og Flóð.

Hlekkur 1 Vika 2

Hlekkur 1 Vika 2

Á mánudaginn byrjuðum viðá því að fara yfir dagskrá veturins og fengum afrit af henni. Eftir það fórum við í Nearpod kynningu sem er um mann og náttúru. í henni var próf yfir það sem við erum búin að vera að læra síðustu tvö árin. Mig minnir að ég hafi fengið 11 af 15 svörum rétt. Gyða lét okkur svo svara  því afhverju krían og lundinn eru í vandræðum.  Það er af því að sílin sem þau borða verða bráðum uppiskroppa með fæðu og eitthvað meira sem ég man ekki. Síðan fórum við aftur yfir það afhverju Þingvallavatn er svona sérstakt, en það er af því að hvergi annars staðar í heiminum er hægt að finna mörg afbrigði af einni tegund (t.d. bleikja) í vatninu þar. Síðan ræddum við um loftlagsbreytingar og völd þess, og afhverju það eru ekki margir skógar á Íslandi og hvernig skógir voru hér áður fyrr. í endanum á tímanum áttum við að svara spurningu í Nearpod um krossnef, en við náðum ekki að klára að svara henni því Gyða lokaði því einhvern veginn og við misstum svörin og svo var tíminn búinn.

Krossnefur

Krossnefur

Á þriðjudaginn fórum við í stöðvavinnu en ég man ekkert eftir því á hvaða stöðvar ég fór í.

Á fimmtudaginn var ég veik.