Category Archives: 3. Hlekkur 10 b

Þurrís Stöðvavinna

Þurrís Stöðvavinna

Á miðvikudaginn 16. desember fórum við í stöðvavinnu. Hún var öll um þurrís og tilraunir með hann. Ég, Dísa og Sigga H. vorum saman í hóp.

Þurrís er frosinn koltvísýringur (CO2). Hann er búinn til í sérstökum vélum úr koltvísýringsgasi. Hann er ekki að finna í náttúrunni á jörðinni en á öðrum plánetum þar sem hitastigið og þrystingur er annar, eins og á Mars.

Fyrsta stöðinn sem við fórum á var nr. 5 en hún var um þurrís og blöðrur. Við þessa tilraun notuðum við tilraunaglös, heitt og kalt vatn, þurrís og blöðrur.

Við byrjuðum á því að setja heitt vatn í eitt tilraunaglas og kalt í annað. Svo setti Dísa þurrísinn ofan í heita vatnið og Sigga setti blöðruna yfir eins fljótt go hún gat.

Það sem gerðist næst var að þurrísinn bráðnaði og myndaði gas. Það blés upp blöðruna og hún varð stækkaði ört. Við gerðum það sama við kalda vatnið og fengum sömu niðurstöður nema hvað að ´hun var lengur að stækka.

Sigga að setja blöðruna á.

Sigga að setja blöðruna á.

Blaðran blásin upp.

Blaðran blásin upp.

Næsta stöðin sem við fórum á var nr. 2 – Þurrís og sápukúlur. Við þá tilraun notuðum við bakka hálf fylltan af þurrís og svona dót til að blása sápukúlur.

Það gekk ekki mjög vel að blása sápukúlurnar og að fá þær til að lenda á þurrísnum og frjósa. Og þegar við náðum að láta þær snerta ísinn frosnuðu þær ekki almennilega. Þegar við misstum þolinmæðina og tókum sápukúlublásarann varð eftir smá af frosinni sápukúlunni sem líktist skál.

Sápukúlan haldin við þurrísinn.

Sápukúlan haldin við þurrísinn.

Það sem eftir er af sápukulunni - líkist skál.

Það sem eftir er af sápukulunni – líkist skál.

Þriðja stöðin sem við fórum á var sú sem mér fannst vera skemmtilegust. Hún var nr. 3 og var um þurrís og sápu. Hún var eiginlega tvær tilraunir.

Í fyrstu tilrauninni var settur þurrís ofan í vatn smeð sápu sem var í skál. Um leið og þurrísinn var kominn útí myndaðist mikil froða sem flæddi á endanum út fyrir skálina. Það freyðir vegna þess að gasið býr til sápukúlur.

Myndband úr tilrauninni – Var of stórt til að hlaða inn á þessari síðu :/

Í seinni tilrauninni var settur þurrís í skál og heitu vatni hellt yfir. Þurrísinn bráðnar og býr til gas eins og í stöð nr. 5. Gasið flæðir niður skálina og meðfram borðinu. Það er vegna þess að gasið sem er gert úr koltvísýringi er þyngra en súrefni og fer þess vegna niður í staðinn fyrir að fara upp.

Þegar heita vatninu var bætt á tók Sigga tusku sem var bleytt í sápuvatni og reyndi að gera stóra sápukúlu yfir opi skálarinnar. En það virkaði aldrei hjá okkur jafnvel þótt að ég, Dísa og Gyða reyndum það og tilraunin mistókst þess vegna. En það var samt flott að sjá gasið liðast eftir borðinu.

Myndband 2 – Eins og sést springur sápukúlan alltaf áður en ég næ tuskunni alla leið

Síðasta stöðin sem við fórum á var svipuð nr. 2. Þar blésum við sápukúlum yfir þurrís sem var í fiskabúri. Sápukúlurnar sprungu flestar en ein þeirra gerði það ekki. Hún féll aldrei niður á þurrísinn og flaut yfir ísnum en það er vegna gassins sem þurrísinn býr til.

Við fórum ekki á fleiri stöðvar því tíminn var búinn en ég horfði á Hörð og strákana reyna að kveikja á kerti í fiskabúrinnu með þurrísnum. Það virkaði ekki því búrið var fyllt af koltvísýringi sem og því var ekkert súrefni sem eldurinn getur nærst á.

Allt í allt lærði ég mikið í þessari tilraun meðal annars úr hverju þurrís er gerður sem ég hef velt fyrir mér í smá tíma.

Takk fyrir mig :)

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

Gyða

Myndir og myndbönd eru tekin með símanum mínum af mér aðallega og Siggu.