Category Archives: Hlekkur 1 – 8 b

Vika 4

Vika 4

Á mánudaginn fórum við í orð af orði verkefni og vorum sett í fjögra manna hópa. Ég var með Sunnevu, Hannesi og Herði í hóp. í verkefninu átti einhver að lesa einn af textunum sem voru á plakati sem við fengum og átti að gera setningu með hugtökum úr textanum. Svo átti manneskjan við hliðina (í sólarhring) að spyrja þrjár spurningar og næsta átti að svara þeim. Svo átti fjórða manneskjan að spá í framtíðina ef það sem var í textanum héldi svona áfram.

Á miðvikudaginn var ekki skóli.

Á fimmtudgainn var allur bekkurinn saman í tíma því það var bara hálfur dagur. Við horfðum á vídeo um markmið UN til 2030. Svo fengum við ipada og skoðuðum padlet um þau. Síðan sagði Gyða okkur að gera ofurhetju með einhverju appi en ég gat ekki gert neitt því ég á ekki snjallsíma. Gyða sagði mér þá að skrá mig inn á twitter en ég gat það ekki vegna þess að ég þurfti símanúmer til þess. Ég eyddi því restina af tímanum að leika mér í ipodinum.

Markmiðin

Markmiðin

8. Vika

8. Vika

Mánudagur:

Á mánudaginn fórum við yfir hugtaka kortið og bættum við því sem við vissum ekki, kíktum á nokkur blogg og gerðum spurningar fyrir könnunina.

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við vorum með Jóhönnu í tölvuveri að gera skýrslu um smásjáar vinnuna á föstudaginn 11. október.

Fóstudagur:

Á föstudaginn fórum við í frumu-alías (mitt lið tapaði), skoðuðum blogg aftur og tókum könnunina um það sem við vorum búin að læra um frumuna.

7. vika

7. vika

Mánudagur:

Á mánudaginn kláruðum við að fara yfir glæru pakkann um frumuna og skoðuðum nemendablogg hjá nokkrum í hópnum.

 

Fimmtudagur:

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri og svöruðum matsblaði fyrir foreldrafund og svo svöruðum við spurningum um frumuna.

 

Föstudagur:

Á föstudag skoðuðum við í smásjá allskonar hluti þar á meðal millimetra bút, úrklippur úr blöðum og lauksýni.

 

Fréttir