Category Archives: Hlekkur 3

Vika 4

Vika 4

Á mánudaginn fórum við í Nearpod kynningu um stjörnuskoðunn og stjörnumerki. Í henni skoðuðum við öll helstu stjörnumerkin, s.s. Orion og Tvíburana. Það var líka um pólstjörnuna og spurning um hana, en ég náði ekki að svara rétt því ég datt út í smá stund. Gyða var líka að sýna okkur að sum okkar væru í vitlausu stjörnumerki út af einhverri ástæðu. Ég hefði verið steingeit, en ég frekar sátt við að vera vatnsberi, þannig að nei takk. Gyða sagði okkur líka að það myndi vera loftsteinaregn í geminítum, og ég ætlaði að horfa á það en gleymdi því.

Merki vatnsberans

Merki vatnsberans

Á þriðjudaginn byrjuðum við í náttúrufræði stofunni og kláruðum Nearpod kynninguna, skoðuðum fréttir t.d. þessa og töluðum um kynningarnar. Í seinni tímanum vorum við í Tungufellsdal að vinna í kynningunum okkar og við þurftum að gefa í því þetta var næst síðasti tíminn til að vinna í þeim.

Á fimmtudaginn vorum við að klára kynningarnar í Tungufellsdal. Ég náði ekki að klárakynninguna mína um hvíta dverga og gerði hana því heima.

Vika 3

Vika 3

Á mánudaginn var Gyða veik svo að við vorum bara í frjálsu.

Á þriðjudaginn var enn og aftur stöðvavinna og ég var með Hönnu. Við byrjuðum á því að lesa um geimrannsóknir og hvernig þeir byrjuðu fyrst. Við lærðum um þegar Galíleó Galílei horfi fyrstur manna á geiminn í gegnum sjónauka. Á meðan við vorum að bíða eftir að komast í stöð sjö teiknuðum við upp Sólkerfið okkar. Gyða sýndi okkur mynd af smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters. Þegar við komumst í stöð sjö gerðum við geimverur úr leir. Mín vera er hræ æta sem líkist plöntu.

InnerSolarSystem-en

Mynd sem sýnir smástirnabeltið

Á fimmtudaginn vorum við aftur í Tungufellsdal að vinna í kynningunni.

Vika 2

Vika 2

Á mánudaginn horfðum skoðuðum við frétt um munaðarlaust svarthol sem áður var talið að væri sprengistjarna í vetrarbrautinni Markarian. Svo skoðuðum við Nearpod kynningu um myndun stjarna og í henni var líka myndband sem sýndi myndun stjarna. Hinsvegar virkuðu hátalarnir hennar Gyðu ekki þannig að allir þurftu að horfa á það í Ipödunum. Það var mjög skrýtið að heyra hljóðið í myndbandinu því að allir kveiktu ekki á því á sama tíma.

Á þriðjudaginn var aftur stöðvavinna og ég var með Hönnu eins og alltaf. Við fórum first í stöð 6 úr fyrri stöðvavinnuni en það var PHET-Lunar Landing, sem var frekar skemtilegt prógram. Maður átti að reyna að lenda geimskipi mjúkt án þess að brjóta neitt. Ég verð að viðurkenna að það var mjög erfitt að drepa ekki áhöfnina í skipinu. Við skoðuðum BBC vefinn um það sem við vildum skoða. Ég skoðaði Nebulae, Súpernóvur, Geimþokur, Neutron- stjörnur og hvíta dverga. á meðan Hanna var að skrifa niður hvað hún skoðaði horfði ég á myndband um ævi stjarna. Það var dálítið erfitt að hlusta því það var hávaði í herberginu og hljóðið var ekki hátt í ipodinum svo ég var aðallega að hlusta á hljóðið undir ipodinum því þar heyrðist það best. Mér fannst það samt mjög skemmtilegt myndband.

Partur af Omega nebúlunni

Á fimmtudaginn vorum við í Tungufellsdal að byrja á kynningunum. Ég var aðallega að leita af efnistexta um hvíta dverga en ég gerði bara eina glæru í tímanum.

Hlekkur 3, vika 1

Hlekkur 3, vika 1

Á mánudaginn byrjuðum við á nýjum hlekk um stjörnufræði. í tímann fór Gyða yfir hvað yrði gert í hlekknum, s.s. kynning um fyrirbæri í geimnum, stöðvavinnu og margt fleira. Gyða leyfði okkur að skoða hvað við ætluðum að gera kynningu um á stjörnuvefinum og ég valdi hvíta dverga, sem eru loka skeið stjarna sem hafa meðalmikin eða lítinn massa.

Sirius_A_and_B_Hubble_photo

Stjarnan Síríus A og hvíti dvergurinn Síríus B

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var með Hönnu eins og alltaf og við fórum í þrjár stöðvar. Fyrst skoðuðum við þessar myndir, svo lásum við um tvær stelpur í N-Ameríku sem fundu sprengistjörnur og svo vorum við í Phet-forrit þar sem við áttum að búa til okkar eigin sólkerfi. Mér fannst PHET-forritið það skemmitilegasta en við vorum dálítið lengi að horfa á reikistjörnu búa til mynstur þegar hún snérist í kringum sólina. Við náðum ekki að láta þrjár reikistjörnur snúast um sólina af því að það endaði alltaf með því að ein eða tvær eða bara allar klestu á sólina, en stundum náðum við að láta tvær snúast í kringum en þá var alltaf ein sem fór svo langt frá og að við sáum hana á svona 5 sekúnda fresti þangað til hún klessti á.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að klára skýrsluna því að við áttum að skila henni. Við náðum ekki að klára skýrsluna, en það eina sem við áttum eftir að gera var að setja hana saman svo að við sentum allt til Siggu svo hún gæti sett hana saman heima hjá sér

 

Fréttir:

Sólblossar valda kórónuregni