Á mánudaginn fórum við í Nearpod kynningu um stjörnuskoðunn og stjörnumerki. Í henni skoðuðum við öll helstu stjörnumerkin, s.s. Orion og Tvíburana. Það var líka um pólstjörnuna og spurning um hana, en ég náði ekki að svara rétt því ég datt út í smá stund. Gyða var líka að sýna okkur að sum okkar væru í vitlausu stjörnumerki út af einhverri ástæðu. Ég hefði verið steingeit, en ég frekar sátt við að vera vatnsberi, þannig að nei takk. Gyða sagði okkur líka að það myndi vera loftsteinaregn í geminítum, og ég ætlaði að horfa á það en gleymdi því.
Á þriðjudaginn byrjuðum við í náttúrufræði stofunni og kláruðum Nearpod kynninguna, skoðuðum fréttir t.d. þessa og töluðum um kynningarnar. Í seinni tímanum vorum við í Tungufellsdal að vinna í kynningunum okkar og við þurftum að gefa í því þetta var næst síðasti tíminn til að vinna í þeim.
Á fimmtudaginn vorum við að klára kynningarnar í Tungufellsdal. Ég náði ekki að klárakynninguna mína um hvíta dverga og gerði hana því heima.