Category Archives: Hlekkur 7

Vika 3

Vika 3

Mánudagur: Á mánudaginn fórum við í Nearpod kynningu um heilkjörnunga sem er mjög fjölbreytilegur hópur lífvera. Sumir eru frumbjarga, aðrir ekki og sumir eru sníklar. Við gerðum svo nokkrar spurningar um þá.

Þriðjudagur: Á þriðjudaginn var Gyða ekki, en við héldum samt áfram með kynninguna frá deginum áður. Við máttum fara á okkar eigin hraða og það voru líka spurningar og mynd þar sem við áttu að skrifa inn nöfn á líkamspörtum einfrumunga. Ég og Hanna vorum með ipad og unnum verkefnin saman. Við rétt náðum að klára kynninguna áður en tíminn var búinn.

Heilkjörnungur

Fimmtudagur: Tíminn byrjaði á því að Gyða senti okkur út með krukkur að ná í vatnssýni og smá motn líka. Ég og Hanna náðum í okkar sýni úr Litlu-Laxá. Þegar allir voru komnir inn skoðuðum við bloggfærslur, töluðum um hvernig það gekk að vinna Nearpod kynninguna og svo vorum við með umræðu.

Fréttir:

Keng­úru­unga stolið úr poka móður sinn­ar

Myndband:

Geta fuglar flutt skilaboð?

Hlekkur 7 vika 3

Hlekkur 7 vika 3

Á mánudaginn héldum við áfram með Nearpod kynninguna sem við byrjuðum á í síðustu viku og fengum líka glósur. Kynningin var um veirur (sem við fræddust um í síðustu viku) og bakteríur. Við héldum áfram að fræðast um hvernig veirur fjölga sér, hvernig Ebóla virkar og afhverju það eru svo mörg dauðsföll að gerast vegna hennar.


Ebólu veiran

 

 

Á þriðjudaginn vorum við með umræðu um kynsjúkdóma og eftir það skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa. Ég var með Steinari í hóp og við tókum Kynfæravörtur eða HPV og gerðum plakat um hann.  HPV er sjúkdómur sem, það segir sig sjálft. einkennist af vörtum á kynfærum. Hann er ekki skaðlegur að því leiti að hann valdi ófrjósemi, nokkrar tegundir af honum geta hinsvegar valdið leghálsakrabbameini. Hann er ólæknandi en flestir sem hafa hann vita ekki einu sinni af því.  Vorturnar sjálfar koma og fara eðlilega en ef varta er í langan tíma er hægt að fá lækningu við því t.d. krem, það er líka hægt að frysta eða brenna þær.

Á fimmtudaginn var sumardagurinn fyrsti, og því var frí í skólanum. :)

Fréttir:

Þrívídd­ar­prentað bein grætt í mann

Apa­hofið rúst­ir ein­ar