Category Archives: Óflokkað

Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun er skilgreint sem þróun sem fullnægir kröfum og þörfum samtímans án þess að skerða möguleika framtíðakynslóða til þess sama.

Þetta hugtak var fyrst skilgreint  þegar fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, í skýrslunni Okkar sameiginlega framtíð (Our common future) sem samin var 1987. Því var lýst svona;

Sjálfbær þróun er þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.

Hugmyndin að baki þess er að hafa sjálfbæra nýtingu auðlinda og ekki ganga á þær, svo þær hafi tíma til þess að endurnýja sig. T.d. sjálfbært skógarhögg miðast við það að planta jafn mörgum trjám og höggvið er niður. Einnig vill hún meina að það ætti að vera hægt að nýta auðlindir án þess að menga eða að spilla umhverfinu.

 

Heimildir:

Hvítbók bls. 165

Vísindavefur

Vika 4

Vika 4

Mánudagur:

 • Viðtöluðum um næstkomandi verkefni, blogg og heimapróf.

 

 • Fórum í Nearpod kynningu um rafmagn og segulmagn (en við fengum ekki glósur mynnir mig).

 

 • Gyða talaði um óson (O3), sem er fjölgervisform súrefnis og samanstendur af þremur súrefnisfrumeindum. Það myndast við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Það er mikið af því í 20 km hæð en það magn er oftast kallað ósonlagið. Það gegnir mjög miklu hlutverki fyrir jörðina því það síar útfjólubláa geisla.
 • Við töluðum líka um freon sem er í gömlum kælitækjum en þáu eru nú bönnuð af því að freon eyðileggur ósonlagið af því það splúndrar ósoni í CO3, H2O og O2.
 • Næst töluðum við um segulmagn, en það var uppgvötað í Magnesíu 500 f.kr. Og það kemur úr seglum. Þeir er úr magnetít sem er málmsteinn (dregur til sín hluti úr járni og er leiðarsteinn). Það er líka í áttavita.
 • Segulkraftur er nátengdur  rafmagni og hegðar sér eins og rafkraftar. Hann er sterkastur hjá N- og Suðurskautinu. Hann virkar þannig að ósamstæðir hlutir dragast að hvort öðru og samstæðir hlutir frá hvort öðru.
 • Rafeindir snúast um sjálfar sig.
 • Síðast töluðum við um perur og volt.
Magnetite-usa30abg

Magnetít

Miðvikudagur:

 • Við horfðum á myndband um Ísland.
 • Næst horfðum við á fræðslumynd um Rafmagn og Segulsvið (15 Mínútur). Við fengum blað með spurningum um það sem var í henni og við áttum að svara þeima á meðan við horfðum á myndina.
 • Hér er mitt blað:
 • 20160224_110729Spurningablaðið
 • Eftir það var ég í hópi með Siggu H. og Dísu og við svöruðum 5 spurningum og settum svörin í umslög og létum næsta hóp fá.

Fimmtudagur:

 • Það var ekki tími hjá A-hóp því bekkurinn var í myndatöku.

Myndband:

Heimildir:

Hlekkur 5 vika 3

Hlekkur 5 vika 3

8/2 Mánudagur:

-Við skoðuðum blogg og horfðum á myndband á blogginu hans Ástráðs.

-Gyða sýndi okkur hugmynd fyrir bloggið sem er mynd dagsins.

-Síðan skoðuðum við frétt um listamann sem bjó til uppfiningar frá hugmyndum barna.

-Eftir það var frétt þar sem var verið að vara við Zika flugunni, en hún ber með sér veiru sem getur skaðað fóstur óléttra konu. Hún finnst í S-Ameríku og þess vegna er óléttum konum ekki ráðlagt að fara þangað. Hún er orðin að talsverðu vandamáli þar sem hluti af fæddum börnum þar hafa orðið undir áhrifum flugunnar.

-Næst horfðum við á video þar sem maður festi myndavél á spotta og skiðaði niður fjall á meðan hann snéri henni í kringum sig. Niðurstoðurnar voru frekar flott vídeo.

-Í endanum á tímanum  fórum við í kahoot um raforku og avatar. Ég var í fyrsta sæti í seinni k.en svo svaraði ég spurningu -óvart- vitlaust.

 

10/2 Miðvikudagur:

-Við héldum áfram með stöðvavinnuna úr síðasta mið. tíma.

-Hér eru myndirnar af stöðvavinnu blaðinu;

20160217_19383420160217_193904

20160217_193916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11/2 Fimmtudagur: Ég var ekki.

 

Frétt – Ónæmis kerfið virkjað í baráttunni við krabbamein

 

Rafvör er til hægri:

rafvör

Avatar

Avatar

í fyrstu vikunni eftir jólafrí horfðum við á bíómyndina Avatar. Hún gerist í framtíðinni og fjallar um ameríkana og Na’vi fólkið. Hún gerist á tungli út í geim sem kallast Pandóra (ekki til í alvörunni).  Þessi mynd var gerð í samráði við vísindamenn og er því allur heimurinn í kringum myndina vel gerður, allt frá tungumálinu til lífveranna.

Á plánetunni býr Na’vi fólkið en það eru bláar geimverur sem líkjast mönnum fyrir utan það að það er 3 metra hátt. Þau haga sér mjög mikið eins og indjánar áður fyrr og eru örugglega byggt á þeim. í enda lengstu fléttu þeirra er eins konar blóm sem þau nota til að tengjast öðrum lífverum.

Na’vi fólkið

Na’vi fólkinu er skipt í ættbálka og er einn af þeim Omaticaya. Það er dreift út um alla Pandóru og búa við mismunandi lífskylirði. Allir tala sama tungumálið, sem heitir líka Na’vi. Þau hafa ekkert skrifað mál.

Gyðjan þeirra heitir Eywa. Þau trúa að allt lifandi hafi sál, og að hún fari til Eywu eftir dauða, og er svo sent aftur í annan líkama. Þau trúa því að allt sé tengt á vissan hátt.

Eywa

Mér fannst myndin ekkert sérstök, en það var gaman að skoða allt sem var búið að gera í kringum hana.

Vika 5

Vika 5

Á mánudaginn kíktum við á fréttir, fórum yfir glósurnar, gerðum nokkur dæmi og undirbjuggum okkur undir tilraunina.

Á þriðjudaginn gerðum við tilraun. Markmið tilraunarinnar var að læra að reikna út hröðun hlutar, sem var hjá okkur bolti. Boltanum var kastað eftir málbandi sem lá eftir gangi. það var merkt við 5m, 10m, 15m og 20m og í hvert skipti sem boltinn fór yfir merki var tíminn stoppaður og þetta var endurtekið 5 sinnum. Ég var með Siggu L, Hannesi og Vitaliy. Ég stóð við 15m í fyrri tímanum og skrifaði framkvæmd í þeim seinni.

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að gera skýrsluna í tölvu. Við náðum ekki að klára hana í tímanum svo að við fengum næsta fimmtudag til að klára.

 

Fréttir:

Regndropar fara hraðar en við héldum