browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 2

Posted by on febrúar 8, 2017

Mánudagur

Á mánudaginn var Gyða með nearpod fyrirlestur.  Fyrirlesturinn var um viðnám, rafspennu og rafstraum. Rafspenna (v) er mæld í voltum (v), Rafstraumur (I) er mældur í amperum (A) og Viðnám (R) er mælt í óm.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég og Guðni vorum saman í stöðvavinnunni. Við Guðni fórum á stöð nr 1 sem var sjálfspróf upp úr Eðlisfræði 1 og það gekk bara ljómandi vel. Svo fórum við á stöð nr 2 þar fórum við í phet-forrit. Við kíktum líka á stöð nr 20 þar skoðuðum við vindmyllur hjá Búrfellsvirkjunn á vef landsvirkjunnar. Svo enduðum við á því að prufa að nudda blöðru við hárið og þá magnaðist upp rafmagn og svo prufuðum við aðeins að fikta við dótið hennar Gyðu.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var svolítið öðruvísi en hinir tímarnir af því að við fengum gest í heimsókn og það var enginn annar en Guðjón pabbi hennar Ragnheiðar en hann vinnur hjá Lansvirkjun sem kom öllum á óvart. Hann Guðjón veit margt og mikið um rafmagn og var með fyrirlestur um rafmagn og vindmyllur. Hann sagði okkur t.d. hvernig það væri auðvelt að muna hvað rafspenna og rafstraumur er. Ef maður ýmindar fyrir sér vatnsslöngu þá getum við líkt rafstraumnum við vatnið sem rennur í slöngunni og spennan er krafturinn í vatninu eða hversu hratt það rennur í gegnum slönguna.

Fréttir

Vindmyllur raunhæfur kostur: Best að virkja á Suðurlandi (gömul frétt)

Snapchat-1362905154

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *