browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vika 3

Posted by on febrúar 16, 2017

Mánudagur

Á mánudaginn var nearpod kynning um rafrásir. Við skoðuðum muninn á tveimur raðrásum, raðtengdum og hliðtengdum. Raðtengdar rafrásir eru eins og jólatrjáa sería eða eins og þessi mynd fyrir neðan. Ef það slökknar á einu ljósi þá slökknar á öllum af því á kemur ekki hringrás á rafeindirnar.

Myndaniðurstaða fyrir raðtenging

En hliðtengdar rafrásir eru aðeins flóknari. Þótt að það slökkni á einu ljósi þá slökknar ekki á hinum af því að hann fer þá bara annars staðar í gegn.

Myndaniðurstaða fyrir raðtenging

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn héldum við áfram með stöðvavinnuna síðan í síðustu viku. Ég var með Viktori og við byrjuðum á að búa til rafrásir og það gekk mjög vel. Við bjuggum til rafrás til að búa til hljóð.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *