Vinnið verkefni af vef Orkuveitu Reykjavíkur. Svarið spurningunum og skilið inn á bloggið.

Skoða fræðslumynd Hrein orka og svo svara eftirfarandi spurningum:

 1. Hve stór hluti af orkunotkun Íslendinga er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum?
 2. Í hvað er innflutta orkan notuð?
 3. Hvaða áhrif hefur það á umhverfið þegar bensín og annað jarðefnaeldsneyti er brennt?

Skoða fræðslumynd Raforka og svara eftirfarandi spurningum:

 1. Nefndu dæmi um þrjú mismunandi form orku.
 2. Úr hvaða þremur öreindum eru atóm gerð?
 3. Hvaða öreindir hafa jákvæða hleðslu?
 4. En neikvæða?
 5. Hvað á sér stað þegar rafmagn er flutt eftir rafmagnsvír?
 6. Hvernig er hægt að framleiða rafmagn á Íslandi?
 7. Hvað er rafhleðsla, og hvað er rafmagn?

Frekari fróðleikur af Vísindavefnum: Hvað er rafmagn? og Hvernig varð rafmagn til?

Og fyrir þá sem eru fljótir að vinna er þetta í boði….

Svör:

 1. 3/4
 2. Knýja fiskiskipaflotann og samgöngutæki landsmanna
 3. Gróðurhúsalofttegundir
 1. Raforka, Hreyfiorkam, Stöðuorka
 2. Rafeindum, Róteindum,Nifteindum
 3. Róteind
 4. Rafeind
 5. Jákvæðar róteindir draga að sér neikvæðar rafeindir og þegar rafeindirnar færast þannig á milli myndast rafstraumur
 6. Vatn, Jarðhita, Vindmyllur
 7. Atóm sem hefur bætt við sig neikvæða hleðslu ( Bæta við sig rafeindum)

 

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vísinadvaka 2017

,MÁNUDAGUR

Núna var vísindavakan að hefjast og ég Beggi Viktor og Guðni ákváðum að vera saman í hóp. Okkur gekk ekki vel að finna tilraun en það kom fyrir rest og við ákváðum að gera tilraun úr bókinni hans Villa Vísindamanns.  Þessi tilraun var hvort það sé hægt að láta tónik glóa.

ÞRIÐJUDAGUR

Það sem þarf í þessa tilraun er:

 1. Límband (glært)
 2. Sími með vasaljósi
 3. Töflutússa (bláan og fjólubláan)
 4. tónik
 5. glær krukka

Svo er bara að byrja

Við byrjum á því að setja límband yfir flassið á símanum og svo lita með bláa litnum og svo aftur alveg eins (líma og lita) svo í þriðja og síðasta sinn þá setjum við límband og svo fjólubláan lit. Svo þegar það er komið þá setjum við tónikið í glæra krukku. Þá eftir að það er búið þá fer maður í lítið hebergi og slekkur ljósin, setur símann undir krukkuna og lætur flassið snúa upp og þá ef allt er eðlilegt á það að glóa.

Vísindaspurningin er svo hjóðandi: Af hverju glóir tónikið ?

Svarið við spurningunni er hér: Í tóniki er efni sem heitir fosfór sem breytir einmitt útfjólubláu ljósi í sýnilegt ljós. Þess vegna glóir vatnið í myrkri.

FIMMTUDAGUR

Við erum að klippa myndbandið og allt gengur vel.

MÁNUDAGUR

Við erum að leggja lokahönd á þetta verkefni. Við urðum fyrir því óláni að það eyddist það sem við gerðum og við þurftum að byrja allt frá grunni. Það var hæpið að við myndum ná þessu en þegar viljinn er fyrir hendi og góða skapið þá er allt hægt. Við notuðum vinnutímann í að gera þetta aftur það nákvæmlega sama og náðum að skila á réttum tíma sem betur fer.

ÞRIÐJUDAGUR

Í þessum tíma áttum við að sýna verkefnið fyrir bekknum okkar og segja í stuttu máli aðeins um hvað það er sem við gerðum. Gyða lét okkur svo fá matslista og við áttum að meta okkur sjálf fyrir verkefnið og hvernig við unnum sem hópur.

Categories: Vísindavaka | Leave a comment

Vika 2

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn kenndi Gyða okkur að stilla efnajöfnur. Fengum smá glósur og svo fórum við að æfa okkur. Dæmi um óstillta efnajöfnu lítur svona út.

Óstillt efnajafna fyrir efnahvarfið væri:

CH4(g) + O2(g) —> CO2(g) + H2O(g)

En þegar búið er að stilla efnajöfnuna:

CH4(g) + 2O2(g) —> CO2(g) + 2H2O(g)

efnajafna4

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn fórum við ekki í náttúrufræði vegna þess að við fórum að horfa á myndina Eiðinn eftir Blatasar Kormák. Myndin var mjög skemmtileg og eftir myndina kom Balti sjálfur og talaði við okkur ummyndina.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn vorum við niðri í tölvuveri að gera verkefni um að stilla efnajöfnur. Við förum ekkert meira í að stilla efnajöfur Gyða vildi bara kenna okkur þetta áður en við föru í framhaldsskóla. T.d. ein síðan sem við gátum farið í er þessi.

Fréttir

Eitt hættulegasta tækið á heimilnu

Ísland við toppinn í innviðum fjarskipta

Selfyssingar fara ánægðir í fríið

Categories: hlekkur 3 | Leave a comment

Vika 1

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn lét Gyða okkur fá glósur um efnafræði. Við fórum aftur í grunninn á efnafræðinni sem við fórum í 8 bekk. Þetta var ekki eins erfitt og í 8 bekk því við fórum svo vel í þetta þá. Fórum yfir muninn á sameind og frumeind og markt fleira.

ÞRIPJUDAGUR

Á þriðjudaginn var ég ekki en þau voru að gera tilraun um sýrustig.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn héldu krakkarnir áfram með skýrsluna en ég fór í verkefni sem voru á heimasíðunni. Þessi verkefni voru meðal annas um að fylla út í eyður þar sem ég átti að setja fjölda rafeinda róteinda og nifteinda.

Fréttir

Hlýnannir strkari en áður

Selfyssingurinn aftur markahæstur

95 Ára geimfari látinn

Categories: hlekkur 3 | Leave a comment

Vika 8

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn héldu umræðurnar áfram frá því í hinni vikunni. Við töluðum m.a. um fóstureyðingar og downsheilkennið.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Við fórum bara að vinna í heimakönnunni og þeir sem voru búnir áttu að fara í nerpot kynningar. Ég náði þrátt fyrir mikið þrautsegi að klára könnunina og mér finnst ég hafa fengið bara fína einkunn því ég átti ekki vona á að fá hátt á þessari könnun.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn var dagur tónlistarinnar og þá gerðum því lítið í þeim tíma því miður. En við sungum 3 lög í staðinn.

Hugtök sem tengjast kaflanum

 • Ríkjandi
 • Víkjandi
 • Arfhreinn
 • Arfblendinn
 • Svipgerð
 • Arfgerð
 • Gregor Mendel
 • DNA
 • Gen
 • Litningur
 • Fruma
 • Kjarni
 • Blóðflokkur

Fréttir

Keisaraskurðir hafa áhrif á þróun manna

Moskva og Tennessee inní lotukerfið

Stelpurnar ekki á EM

 

Categories: hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 7

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn var fyrirlstur um siðfræði. Töluðum um hvenær fóstureyðingar eru við hæfi og hvenær ekki. T.d. hvort það sé siðferðislega rétt að eyða fóstri ef barnið er með Downsheilkenni eða að barnið sé fatlað. Við fórum ekkert sérstaklega djúpt í þær umræður. Mér finnst það algjörlega undir mömmunni komið hvort hún vilji fara í fóstureyðingu eða ekki, svo finnst mér það ekki rétt að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn.

ÞRIÐJUAGUR

Á þriðjudaginn var tvöfaldurtími. Við héldum áfram með umræður sem við byrjuðum með á mánudeginum. Ég valdi Downsheileknni og tileinkaði mér það nánar.  Hér er smá um Downs:

Downs heilkenni kemur fram þegar aukaeintak er af litningi númer 21 í frumum barnsins. Oftast stafar þetta af því að aðskilnaður litningaparsins truflast við eggfrumumyndun hjá móðurinni. Í um það bil 95% tilfella er frír aukalitningur í öllum frumum líkamans, en í 1-2% tilfella kemur þrístæðan aðeins fram í sumum frumnanna (tíglun). Þá má búast við vægari einkennum en ella. Í 3-4% tilfella hefur orðið litningayfirfærsla. Þá er aukalitningurinn fastur við annan litning, oftast litning númer 14 eða 21. Þegar frír aukalitningur er til staðar eru líkur á endurtekningu hjá systkini 0,75% hærri en aldursbundnar líkur móðurinnar segja til um. Börn geta erft litningayfirfærslu frá foreldrum sínum og þá eru líkurnar á endurtekningu töluvert hærri, sérstaklega ef móðirin er arfberi (3,4). Það eru meiri líkur á að barn fái Downs eftir því sem móðirin er eldri. Og svo fengum við heimapróf

FIMMTUDAUR20160813_134947

Á fimmtudaginn var bara áframhald af þessum umræðum

Þessi mynd hér til hliðar er af góðum frænda mínum með downs. Hér er hann í öllu sínu veldi að hlusta á Bubba Mortens. Hann er einhver sá mesti aðdáandi bubba sem ég veit um.

 

Óttast óstöðvandi loftslagsbreytingar

Spóinn flýgur án þess að lenda

Categories: hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 6

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn átti að vera stuttur fyrirlestur en í staðin fengum við að sjá niðurstöðurnar okkar úr könnuninni. Og svo áttum VIÐ að gefa okkur sjálf einkunn fyrir könnunina. Ég gaf mér minnir mig C eða D en man ekki allveg hvort það var.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn var Gyða ekki þannig við fórum í fyrri tímann niður í tölvuver að skoða fullt af fróðlegum síðum. Í seinni tímanum þá áttum við að gera flott hugtakarkort um erfðafræði sem gekk bara allt í lagi.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudginn fórum við í menningar ferð til höfuðborgarinnar og fórum þar t.d. í alþini ungafólksins, ratleik,sund,frjálsan tíma og í leikhús. Leikritið sem við fórum á hét Djöflaeyjan þar sem Þórir Sæmundson var í aðalhlutverki og gerði það með stakri príði. En leikritið var bara fínt í heildina litið.

Svona afþví að einhver var að fjalla um Alzheimer

Alzheimerlyf standast ekki skoðun

Risa jarðrannsóknaráætlun NASA á hol

Og svona afþví ég er að fjalla um Downs                Þær líkur á að barn fæðist með Downs fer meðal annas eftir því hvað móðirin er gömul.                                                  Hér er smá mynd down2_190602

Hverjar eru líkur á að bern fæðist með Downs

Og svona smá um Ragga frænda

Raggi með 7 mörk í sigri

Categories: hlekkur 2, Óflokkað | Leave a comment

Vika 5

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn átti að vera fyrirlestrartími. Við skoðuðum fréttir og horfðum svo á myndband um mentalista. Í þessum þætti gat hann stjórnað hugsunum áhorfendanna og lesið hugsannir þeirra. Mér persónulega fynnst þetta svolítið hæpið að þetta sé hægt en veit samt ekki alveg með það.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Gyða var með fyrirlestur sem átti að vera á mánudeginum en því við kjöftuðum svo mikið út frá þessum mentalista að þá verð enginn fyrirlestur. Þessi fyrirlestur var um kyntengdar erfðir. Smá um kyntengdar erfðir: Ef karlar eru með gallaðan X litning mun einkennið koma fram því þeir hafan Y litning á móti og Y litningurinn er ekki heill. Ef konur eru með gallaðan X litning mun einkennið ekki koma fram því þær hafa heilbryggðan X litning á móti.

 

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn var erfðafræði könnun í Nearpoot á netinu sem gekk bara fínt. Mér finnst persónulega betra að hfa svona próf heldur en venjulegt.

Frétt

Frétt

Categories: Óflokkað | Leave a comment

Vika 4

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn fórum við yfir blóðflokka og hvað þeir heita og hvernig þeir eflast.Blóðflokkarnir eru A, B, O, AB OG blóðflokkurinn sem er algengastur hér á Íslandi er O en það er mjög merkilegt vegna þess að O er víkjandi. Svo lærðum við líka um blóðgjöf og hverjum má gefa og hverjum ekki T.D. má ekki gefa manneskju úr A má ekki fá blóð úr B. Svo töluðum við líka um brún, blá og græn augu. Foreldrar með brún augu sem eru með arfblendin ríkjandi, víkjandi gen geta eignast bláeygt barn og bláeygðir foreldrar geta bara eignast bláeygð börn.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn var aftur stöðvavinna því það voru svo margar stöðvar í boði og mér gekk bara þokkalega vel. Ég byrjaði í verkefnaheftinu og svo fór ég í aðrar stöðvar. Ég lærði mikið á þessu hefti.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn var Gyða ekki og við vorum niðri í tölvuverinu að vinna í blóðflokkaleik og það gekk bara fínt. Í þessum leik áttum við að finna í hvaða blóðflokki hann var og gefa honum svo rétt blóð. Ég lærið mikið á þessum leik því ég var ekki allveg með þetta á hreinu en núna er þetta miklu betra en samt ekki alveg komið á hreint.

FRÉTT

FRÉTT

FRÉTT

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vika 3

MÁNUDAGUR

Á mánudaginn vorum við að halda áfram að tala um hugtökin Ríkjandi, Víkjandi Arfhreinn, Arfblendinn, Svipgerð og Arfgerð. Það vanntaði marga í fimmtudags tímann og þesvegna vorum við að fara yfir þetta aftur.

ÞRIÐJUDAGUR

Á þriðjudaginn var tvöfaldur tími. Verkefnið í tímanum var stöðvavinna. Ég var með Viktori í hóp og við fórum á nokkrar stöðvar og Gyða lagði sérstaklega á herslu á eina stöð sem var á þeirri stöð voru spjöld og þar áttum við að gerina það sem stóð á spjöldunum. T.d. á einu spjaldi stóð: Hh (stórt H þýddi hávaxinn og lítið h þýddi lávaxinn). Í þessu tilviki væri þetta þá Arfblendinn Ríkjandi Hávaxinn.

FIMMTUDAGUR

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuverinu að skoða hitt og þetta um erfðafræði. Við áttum að fara inná síður sem maður átti að gera verkefni eða horfa á myndbönd. Ég lærði mikið á sérstaklega þessum vef og hafði bara býsna gaman af þessum verkefnum.

frétt 1 Blektir með geimgöngu í beinni

frétt 2 Telja sig hafa fundið nýja reikistjörnu

frétt 3 Hver er framtíð jarðar

frétt 4 Mikilvægt fyrir Hauka

Categories: hlekkur 2 | Leave a comment