Mánudagur:
Á mánudaginn var fyrirlestrar tími og við töluðum um samspil lífvera og vistkerfi og önnur hugtök síðan töluðum við um það hvernig kóralar væru að deyja útaf gróðurhúsa árhifum og hvað þeir eru mikilvægir og að obama lét friðlísa havæ eyjar og kóralinn í kring og síðan skoðuðum við fréttir og blogg.
þriðjudagur:
Á þriðjudaginn var stöðvavinna og það voru tveir saman í hóp ég var með Hannibali í hóp við gerðum nokkrar stöðvar ég man samt bara eftir tveimur stöðvum stöð 14. blue planet in danger smáforrit í spjaldi og stöð 2 Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna. Þar áttum við að skoða laufblaðs síni og reyna að sjá grænukorn og allt það við sáum samt ekki mikið.
Fimmtudagur:
Verkefni dagsins var gera eitt af fjórum verkefnum sem Gyða var búinn að finna til og svara hérna inná bloggsíðuna ég var með þetta verkefni.
Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis. Finndu myndir til stuðnings:
Hringrásir kolefnis geta tekið mjög mismunandi langan tíma, hún tekið frá 1 degi uppí marga milljónir ára. Hringrás kolefnis í náttúrunni er afar flókin og margbreytileg enda er kolefnið ein af lykilsameindum lífs hér á jörðu. Það er hægt að lísa einni hringrásinni þannig að koltvíoxið (co2) er numið úr andrúmsloftinu með ljóstlífun og en skilar sér til baka með rotnun og öndun. Önnur lengri hringrás er þannig að ef kolefnið sem áður var í lífverum nær ekki að rotna og berast þannig útí andrúmsloftið þá byndist það í jörðinna og verður á endanum að kol,olíu,gas og fleira.

Heimildir:
Vísindavefurinn