0

18. apríl

(Þetta mun vera seinasta bloggið mitt í Flúðaskóla þar sem lokamatið er að byrja:()

Þriðjudagurinn 18. apríl

Við fengum glósur og hraðan fyrirlestur um æxlunarkerfi mannsins þar sem við höfðum ekki mikinn tíma.

Kynlaus æxlun

 • Frumuskipting (mítósa)
 • Knappskot
 • Gró æxlun
 • Vaxtaæxlun
 • Klónun

Kynæxlun

 • Kk. og kvk.
 • Sáðfruma og eggfruma (meiósa).

Effin 5 – ólíkir lífsferlar

 • Fífill – fjölgast með fræum sínum.
 • Fiskur – Kvk verpir eggjum, kk setur sæði yfir þau, svo verður til pokaseyði.
 • Fíll – Frjóvgun eins og hjá mönnum.
 • Fiðrildi – Fyrst egg, verður að lirfu, síðan fer það í púpu og verður að lokum að fiðrildi.
 • Fugl – Kvk og kk frjóvgast og kvk verpir eggjum, ungar klekjast út.

Sæði

 • Sáðfrumur sem eistun mynda og sáðvökvi.
 • Hlutverk hans er að flytja næringu fyrir sáðfrumurnar, drepa bakteríur og afsýra leggöng (umhverfi legganga er oft of súrt fyrir sáðfrumurnar).
 • Innan við 1% sáðfrumnana ná að egginu.
 • Um 100 milljón sáðfrumur í hverjum ml (Um 3.75 ml sæðis eru í hverjum ml.)

Eggmyndun

 • Hefst strax í fósturlífi, lýkur eftir frjóvgun.
 • Tvílitna eggmóðurfruma skiptist með meiósa og myndar einlitna eggfrumu.
 • Við fæðingu: 400 þ eggmóðurfrumur í eggjastokkum, við kynþroska: 40 þ, aðeins um 400 egg ná að þroskast.

Í leginu…

 • Fósturþroski: frumfósturskeið → ungfósturskeið → myndfósturskeið.
 • Okfruma: Samruni eggfrumu og sáðfrumu, fyrsta fruma nýs einstaklings. Um 21 klst eftir frjóvgun skiptir hún sér í tvennt og svo í tvennt (þá fjórar til) o.s.frv.

Fréttir og annað:

Neikvæður massi ögrar þyngdarlögmálinu

 

0

27.-30. mars

Mánudagurinn 27. mars

Við byrjuðum á paraverkefni um orku þar sem við áttum að skila í glærukynningu, ég var með Ragnheiði í hóp. Við fengum að velja úr mörgum hugtökum og við völdum sólarorku. Við byrjuðum strax að leita að upplýsingum um sólarorku í bókum og á netinu og glósuðum hjá okkur. Svo settum við þetta upp hvernig við vildum hafa það og hvað kæmi fram og hvað ekki og skiptum svoldið með okkur verkum.

Þriðjudagurinn 28. mars

Sólarorka:

 • Sólin er endurnýjanleg orkulind.
 • Allar orkulindir má rekja til sólarinnar, hún er uppistaða svo margs.
 • Við nýtum hana með rafhlöðum og plöntur og þörungar nýta hana með ljóstillífun.
 • Kjarnasamruni á sér stað í iðrum sólarinnar sem veldur því að mikil orka leysist og fer til jarðarinnar í formi ljósgeisla og hita. (Kjarnasamruni er þegar léttar sameindir koma saman og mynda kjarna)
 • Gríðarleg orka sem losnar.
 • E-r orka glatast þegar hún fer í gegnum andrúmsloftið, þá skiptir hún um stefnur og gös draga hana að sér.
 • Sólarrafhlöður breyta sólarljósi beint og milliliðalaust í raforku, í þeim er hálfleiðari sem gleypir ljóseindirnar og mynda rafstraum.
 • Orkan er minna notuð á Íslandi, aðallega á sumarhúsum og húsbílum þar sem orkuþörfin er minni en á venjulegum heimilum. En með vonum um betri sumur gæti þeim ferið fjölgandi.
 • Verðið á sólarrafhlöðum er hátt miðað við stærð en með fjölgandi framleiðslu lækkar verðið alltaf aðeins og þetta verður algengara.

kína

Sunrise Sun Forest Clouds Pinwheel Windräder

Fimmtudagurinn 30. mars

Það var kynningardagur og flestir náðu að kynna en þó ekki allir. Okkar kynning gekk bara nokkuð vel, hún var reyndar svoldið langdregin en það var þó nóg af upplýsingum og fróðleik.

Framtíðin…

Vitundavakning er alls staðar að gerast, fólk er að átta sig á loftlagsbreytingum og sjá hvað þetta getur leitt með sér ef við stoppum þetta ekki. Ríki eru að grípa inn í og taka sig á að nota endurnýjanlegar og umhverfisvænar orkulindir í stað þeirra óendurnýjanlegu og þeim sem menga. Vind- og sólarorka eru mikilvægar orkulindir sem við ættum að nýta miklu meira og ég held að í framtíðinni mun allt virka með þessum orkum og fólk mun hlægja þegar það hugsar til ársins 2017 þar sem enþá var notað bensín og kol (en hvað veit ég).

Fréttir og annað:

Photo of the day – íslenski hesturinn

Suðurljósin timelapse

 

0

20.-23. mars

Mánudagurinn 20. mars

Það var enginn tími vegna danskennslu.

Þriðjudagurinn 21. mars

Við fengum afhendar glósur um orku á Íslandi, hér er smá um það sem við fjölluðum um:

 • Öll orka á upptök sín frá sólinni.
 • Vatnsaflsvirkjanir: Breyta stöðuorku í hreyfiorku
 • Vindorka: Vindmyllur notaðar, rafallinn framleiðir rafmagn. Stefnt á að nota vindorku mikið í framtíðinni í orkuframleiðslu. Breytileg og erfitt að geyma en mengar ekki og er endurnýjanleg orkulind.
 • Jarðvarmi: Jörðin losar varmann í möttlinum með varmaleiðni og varmastreymi. Svæðum skipt í lág- og háhitasvæði.
 • Framtíðin er í okkar höndum: endurnýjanlegar orkulindir.

Fimmtudagurinn 23. mars

Það var enginn tími vegna þess að við vorum að vinna ,,mystery-skype“ verkefni í sambandi við dag Norðurlandanna.

Fréttir og annað:

Teiknar Mexíkóborg eftir minni

Trump dregur úr aðgerðum varðandi loftslgasbreytinga

0

13. – 16. mars

Eins og í seinustu viku er mikið að gera og þess vegna var lítið af náttúrufræðitímum.

Mánudagurinn og þriðjudagurinn 13.- 14. mars

Það var smá nearpod-kynning um lífríki Íslands. Þetta var allt það sem við erum búin að læra áður eða að minnsta kosti heyrt um, en þetta var góð upprifjun. (Á þriðjudaginn fengum við bara fyrri tímann). Við töluðum um m.a. …:

 • Gróðurfar landsins. Við erum í barrskógabeltinu (þótt að það sé ekkert voðalega mikið um barrskóga). Mikið er af freðmýri sérstaklega á hálendinu. Þar eru áberandi margar tegundir af fléttum, mosum og sveppum.
 • Fugla en mikið er af stórum stofnum þótt að þeir séu ekkert endilega margir. Sem dæmi má nefna Æðarfuglastofninn sem er sá lang stærsti í heiminum.
 • Hafið við Ísland þar sem eru gjöful fiskimið. Það er mikill munur á flóði og fjöru
 • Samlífi (þar sem tvær lífverur hafa e-s konar eða ,,ósamband“)sem skiptist í gistilífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna og breytir engu fyrir hina, sníkjulífi þar sem það er hagstætt fyrir aðra lífveruna en óhagstætt fyrir hina og svo samhjálp (besta dæmið um samhjálp eru fléttur) þar sem það er hagstætt fyrir báðar lífverurnar.
 • Bleikjurnar í Þingvallavatni en það er eina vatnið í heiminum sem hefur fjóra stofna af bleikju. Þær hafa þróast með tímanum á mismunandi hátt, og eru ólíkar aðstöður sem þær hafa lagað sig að.

Svo er gott að kunna þetta helsta með lagskiptingu Jarðarinnar, lofthjúp Jarðarinnar, hringrás vatnsins og gróðurhúsaáhrifin.

 

 

0

6. – 9. mars

Lítið var að gera í þessari viku vegna samræmdna prófa.

Við töluðum þó e-ð um Helga Pjeturss sem var fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði. Hann var samt þekktastur fyrir að uppgvöta að ekki hafi einungis verið eitt jökulskeið, og að Ísland hafi mótast á mörgum kulda- og hlýskeiðum. Fyrir þetta fékk hann doktorsnafnbót frá Kaupmannahafnarháskóla = doktor í jarðfræði.

Svo töluðum við aðeins um Guðmund Kjartansson sem var fæddur í Hrunamannahreppi en hann kom kom fram með stapakenninguna. Hún er þannig að stapar og öll móbergsfjöll eru mynduð við gos undir vatni eða jökli.

Heimildir:

Helgi Pje

Guðmundur Kjatansson

Fréttir og annað:

Photo of the day á NaGeographic – Jökulsárlón

Dýrin að minnka vegna hlýnun Jarðar?

0

27. febrúar – 2. mars

Mánudagurinn 27. febrúar

Við 10. bekkur vorum í starfskynningum svo enginn skóli.

Þriðjudagurinn 28. febrúar

Það var enginn náttúrufræðitími vegna starfkynningarkynningum.

Fimmtudagurinn 2. mars

Við byrjuðum á nýjum hlekk sem fjallar um náttúrufræði Íslands. Við kynnum okkur jarðfræði, eðlisfræði og líffræði landsins og skoðum umhverfið, auðlindir, samfélagið, náttúruvernd, orku og hamfarir sem eru allt í kringum okkur. Við fengum hugtakakort afhent á meðan við fjölluðum aðallega um jarðfræði Íslands, t.d. um móberg sem er lang algengast á Íslandi og svo líparít sem finnst t.d. í Kerlingafjöllum. Móberg myndast bara undir vatni eða jökli, þetta er í raun askan sem kemur ú rgosinu og safnast saman og límist síðan með hjálp vatns. Líparítið getur verið mismunandi eftir aðstæðum, hrafntinna getur myndast eða baggalútur eða svona ljósleitt eins og í Kerlingafjöllum.

Herðubreið-Iceland-2 kerlingafjöll

 1. Hér sést móbergsfjallið Herðubreið.
 2. Hér sjást Kerlingafjöll úr ljósu líparíti.

Fréttir og annað:

Einu grasætu aparnir í heiminum – timelapse

Fornmynjar frá 1000 árum fyrir Krist

400 þ. manns deyja í USA vegna mataræðis

Heimildir:

Herðubreið

Kerlingafjöll

0

13. – 16. febrúar

Lítið var gert í þessari viku, vegna árshátíðarvinnu og undirbúnings.

Mánudagurinn 13. febrúar

Engin tími vegna árshátíðarundirbúnings

Þriðjudagurinn 14. febrúar

Það var próf úr eðlisfræðihlekknum.

Fimmtudagurinn 16. febrúar

Ég var ekki í skólanum en mér skilst að þeir sem kláruðu ekki prófið fengu tíma til þess.

Hér er smá upprifjun úr eðlisfræðihlekknum þar sem við fjölluðum sérstaklega um rafmagn: 

 • Straumur (I) er fjöldi rafeinda eða streymi þeirra, því fleiri rafeindir því hærri straumur – mældur í amper (A).
 • Spenna (V) er orka rafeinda, því meiri spenna því meiri orku fær hver rafeind – mæld í Voltum (V).
 • Viðnám (R) er sú leið eða vinna sem þarf að gera/fara, (,,brekkan sem þarf að fara upp”) – mæld í Ohm (Ω).
 • Lögmál Ohms: I = V / R
 • Í grunninn geta rafrásir verið tvenns konar, hliðtengdar og svo raðtengdar. Raðtengdar eru þessar einföldu, rafeindirnar ganga bara eina leið þar sem allt tengist öllu, ef að ein pera bilar þá er virkar rafrásin ekki, þær styðjast hvor við aðra. Hliðtengdar rafrásir geta verið frekar flóknari, þær geta farið mismunandi leiðir þannig að ef að e-ð gerist geta rafeindirnar farið aðrar leiðir.

Fréttir og annað:

3/4 hluti mannkyns með farsíma eftir þrjú ár.

0

6.-9. febrúar

Mánudagurinn 6. febrúar

Það var nearpod um rafrásir.

Til eru tvennskonar gerðir af rafrásum bæði hliðtengdar og raðtengdar. Raðtengdar eru eru þessar einföldu, rafeindirnar ganga bara eina leið þar sem allt tengist öllu, ef að ein pera bilar þá er virkar rafrásin ekki, þær styðjast hvor við aðra. Hliðtengdar rafrásir geta verið frekar flóknari, þær geta farið mismunandi leiðir þannig að ef að e-ð gerist geta rafeindirnar farið aðrar leiðir.

Þriðjudagurinn 7. febrúar

Það var stöðvavinna, við unnum saman í hóp ég, Ragnheiður, Laufey og Einar Ágúst. Við unnum fyrst verkefnablað um rafrásir, fyrsta verkefnið á blaðinu var þannig að við áttum að finna fjögur atriði sem voru röng á þessari hliðtengdu rafrás sem sést hér á myndinni:

rafrás1

Þau atriði sem eru röng á myndinni eru yfirstrikuð.

A = Það eru bara neikvæðar eindir, vantar þær jákvæðu til þess að þetta virki (jákvæðu senda neikvæðu eftir vírnum).

B = Straumurinn verður að ná saman í hring, það má ekkert op vera annars kemst ekkert til skila.

D = Viður er eingrari (leiðir ekki rafmagn), það fer ekkert rafmagn í gegnum ,,leiðarann”.

F = Vírinn fer bara í annað skautið, til þess að peran virki þarf það að ná í bæði skautin, peran er bara þannig. En hins vegar hindrar hún ekki rafmagnið að fara í gegn sína leið, hún lýsir bara ekki.

Ef að straumrásin er virk þá…:

 • Myndu allar perurnar lýsa nema F og E
 • Myndi bjallan (H) virka – vegna þess að straumurinn fer í gegn þrátt fyrir að það sé op á móti henni.
 • Myndi pera C lýsa þrátt fyrir að pera E yrði fjarlægð – vegna þess að straumurinn frá batterýinu fer tvær leiðir.
 • Myndi pera I ekki lýsa ef að pera C yrði fjarlægð – vegna þess að rafeindirnar komast ekki í gegnum harðviðarkubbinn (hann er einangrari)
 • Myndi pera C lýsa þrátt fyrir að pera I yrði fjarlægð

Perurnar I, J og L eru hliðtengdar, þær ná ekki saman í einfaldan hring. Perurnar C og F og bjallan H eru raðtengdar, þær eru á sömu línu sem nær í (einfaldan) hring.

Svo fórum við að skoða og fikta í svona rafdóti. Þar var fullt af dóti í pakka sem hægt var að tengja saman, hægt var að tengja litlar ljósaperur, hreyfla og svona viftur. Ég og Ragnheiður prófuðum að tengja smá saman, hér sjást myndir fyrir og eftir að við kveiktum á því:

rafdót1 rafdót

Fimmtudagurinn 9. febrúar

Það var smá nearpod um segulmagn og segulkraft.

Segulmagn: Þegar rafeindirnar snúast um hverja aðra virka þær eins og seglar. Með aðdráttar- og fráhindrandikröftum sem rafeindir hafa þegar þær hreyfast myndast segulmagn. Þetta er notað í ýmsum tækjum svo sem áttavitum, dyrabjöllum og símum.

Segulkraftur: Krafturinn sem segull hefur, krafturinn er sterkastur næst hvorum endanum (yst). Ósamstæð skaut dragast að hvor öðru en samstæð hrinda hvor öðru frá.

Fréttir og annað:

Hvalir komnir að ströndinni

0

Lekaliði

Við fengum verkefni að skoða og taka mynd af rafmagnstöflunni heima og merkja inn lekaliðann. Lekaliðinn er aðalrofinn sem stjórnar í rauninni öllu, hann getur slökkt á öllu. Oftast er hann greinilegur eða merktur (í öðrum lit, öðruvísi lögun eða stærð eða frá öllum hinum). Heima hjá mér er hann ekki svo greinilegur en hann er samt aðeins öðruvísi en hinir rofarnir. Hann slær öllu út ef ef e-ð kemur eða e-ð er óeðlilegt. Hann er til á öllum heimilum (ja…lang flestum) og er á rafmagnstöflunni ásamt öðrum rofum sem stjórna e-s hluta heimilisins. Á mínu heimili eru tvær rafmagnstöflur, ein sem sést hér fyrir neðan sem er aðeins flóknari en svo er önnur, eldri sem stjórnar aðeins nokkrum hlutum heimilisins.

lekaliði - merkturHér sést lekaliðinn merktur með rauðu.

0

30. janúar – 2. febrúar

Mánudagurinn 30. janúar

Við fórum í nearpod og lærðum aðeins um rafspennu og rafstraum.

Straumur (I)– Fjöldi rafeinda eða streymi þeirra, því fleiri rafeindir því hærri straumur – mældur í amper (A).

Spenna (V) – Orka rafeinda, því meiri spenna því meiri orku fær hver rafeind – mæld í Voltum (V).

Ef við hugsum þetta sem menn með bakpoka, þá eru þrír menn með lítinn bakpoka hver: lítill straumur og lág spenna, en þrír menn með stóran bakpoka hver: lítill straumur og há spenna. Tíu menn með lítinn bakpoka hver: mikill straumur og lág spenna, en tíu menn með stóran bakpoka hver: mikill straumur og há spenna.

Viðnám (R) – Sú leið eða vinna sem þarf að gera/fara, ,,brekkan sem þarf að fara upp” – mæld í Ohm (Ω). Lögmál Ohms: I = V / R

Þriðjudagurinn 31. janúar

Það var stöðvavinna, ég vann með Ragnheiði. Við byrjuðum á að sækja okkur tölvu og kíkja á nokkur phet-forrit, við náðum ekki alveg áttum á þessu þannig að við ákváðum að svara grunn spurningum um rafmagn úr Eðlisfræði 1 bókinni. Svo fórum við í lokin að fikta við og skoða allskonar græjur. T.d. prófuðum við að taka innstungur í sundur og skoða eldgamlan kassa með fullt af rafmagns dóti í, með engum leiðbeiningum…

Hér eru spurningarnar sem við svöruðum úr Eðlisfræði 1:

1. Hvaða eindir eru í frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?

Svar: Róteindir með jákvæða hleðslu, rafeindir með neikvæða hleðslu og nifteindir með enga hleðslu.

2. Hvers konar rafhleðslu fær sá hlutur sem:

a) hefur of margar rafeindir? – Svar: Neikvæða hleðslu

b) vantar rafeindir? – Svar: Jákvæða hleðslu

3. Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?

Svar: Því hún hefur jafn margar róteindir og rafeindir

4. Hvað gerist ef tveir hlutir koma nærri hvor öðrum og þeir hafa:

a) sams konar hleðslu? – Svar: Þau hrinda hvor öðru frá sér.

b) mismunandi rafhleðslu? – Svar: Þau laðast að hvor öðru.

5. Nefndu dæmi um stað sem er öruggur ef þrumuveður gengur yfir?

Svar: Eldingar leita að hæsta punktisvo þú skalt forðast háar hæðir og punkta (t.d. ekki gott að hlífa sér undir stóru tré). Gott er að fara inn í bíl, því málmyfirbygging bílsins verkar sem verndandi umgjörð.

6. Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni í þrumuveðri?

Svar: Vatn leiðir vel svo ef að elding slær vatnið berst hún til þín í gegnum vatnið og þú færð rafstraum.

7. Hvernig virkar eldingarvari?

Svar: Hann er settur á (oftast) háar byggingar til þess að verja þær gegn eldingum. Hann er úr málmi (leiðir rafmagn vel) og verður að vera hæsti byggingarinnar. Úr honum er koparvír sem tengist koparplötu sem er grafinn í jörðina. Ef elding slær niður leiðir koparvírinn rafeindirnar beint í jörðina.

8. Þú nuddar uppblásinni blöðru við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu það sem gerist.

Svar: Hluti rafeindanna í hárinu þínu færist yfir í blöðruna. Blaðraner þá með umframfjölda rafeinda en hárið skortir þær. Blaðran er þá neikvæð og hárið jákvætt þess vegna dragast þau að hvort öðru.

9. Útskýrðu það sem gerist þegar þrumur og eldingar verða?

Svar: Í skýjunum myndast rosaleg spenna á milli eindanna sem fær þau til að ,,brjálast´´ og hlaupa.

10. Þegar þú klæðir þig úr peysu geta smáneistar myndast og þú heyrir brakandi hljóð. Á hverju byggist þetta?

Svar: Það sama og gerist í skýjunum bara miklu minna.

Fimmtudagurinn 2. febrúar 

Við fengum rafvirkja í heimsókn, Guðjón sem vinnur í Landsvirkjun. Hann fór yfir hvernig vinnan hans er í Landsvirkjun og hætturnar í kringum hana og hvernig vindmyllur virka. Einnig fór hann yfir hætturnar og hvernig rafmagninu er stýrt heima. Svo fór hann yfir þetta ,,basic” sem við erum að læra, um straum og spennu.

Nokkuð sem ég lærði:

 • Þegar e-r fær rafstraum getur hann fest sig í honum eins og lamaður, og til þess að losa e-n úr rafstraumi verður að passa að nota efni sem leiða ekki rafmagn eins og t.d. trésleif eða plastáhald. Ef að notað er t.d. málm (sem leiðir vel) fær ,,bjargvætturinn´´ líka rafstraum og festist líka og getur ekkert gert.
 • Ef við líkjum rafspennu og rafstraumi við vatnsslöngu þá er straumurinn vatnið sem kemur úr slöngunni en spennan er krafturinn.
 • Það á aldrei að fikta í rafmagni!
 • 70 mA (milliamper) geta drepið mann og aðeins 15 lætur mann missa allan kraft (vöðvastjórnun). En það fer samt eftir aðstæðum.
 • Til þess að laga eða skipta um rafmagnsvír (rafmagnsvírinn sem er strengdur á staurum um allt land) þarf að nota þyrlu og vera í sérstökum málm búningum, vegna hættu gríðarlegs rafstraums. Málmbúningurinn virkar þannig að rafmagnið sem kemur frá vírnum í búninginn fer aðeins í málminn sem er utan á honum, fer ekki í einstaklinginn því að hann er einangraður.
 • Það verður að nota rafmagn um leið og það er framleitt, því rafmagn er ekki hægt að geyma. Þess vegna eru uppistöðulón hér, til þess að geyma orkuna úr vatninu og nota hana svo síðar/nota eftir þörf.

Fréttir og annað:

Meginland fundið undir hafinu

Fróðlegt 8 mín myndband um tilraunir rafstraums – (kennari sýnir nemendum)