0

22.-25.september

Mánudagurinn 22.september

Við lærðum um frumur og fórum líka aðeins yfir það sem við kunnum áður. Áttum að nefna mismunandi frumur t.d. taugafrumur, blóðfrumur, fitufrumur, vöðvafrumur og aðrar fleiri frumur. Við teiknuðum og skrifuðum líka aðeins á hugtakakortið :) Gyða sýndi okkur myndband hvernig veðurspáin verður fyrir árið 2050. Þar munu jöklarnir vera búnir að minnka og hitinn hefur hæðst náð upp í 33° C og ýmsar nýjar skordýrategundir komið á landið. Hún sýndi okkur myndband á cellsalive.com, í myndbandinu sáum við nagla og svo var sýnt þetta enþá nær og þá sáum við fræ og svo var enn stækkað og þá sáum við frumur og bakteríur og svo var haldið þessu áfram.

Miðvikudagurinn 24.september

Í fyrri tímanum sáum við muninn á milli dýrafrumu (sem á við bæði dýr og menn) og plöntufrumu. Við fórum yfir helstu frumulíffærin. Í dýrafrumum:kjarni, hvatberar, litningar (erfðaefni), safabólur, frymisnet. Í plöntufrumu:kjarni, grænukorn, safabóla, hvatberar, frymisnet. Í báðum frumunum má finna kjarna (kjarni, kjarnahimna, kjarnakorn), hvatbera, frymisnet og litninga. Í seinni tímanum fórum við í tölvuver og blogguðum.

Fimmtudagurinn 25.september

Við ryfjuðum upp hvað við gerðum á miðvikudaginn, fórum yfir frumurnar og líffæri þeirra. Gyða sýndi okkur líka glærur um frumur og myndband. Hún sýndi okkur líka myndband með rapp-lagi um frumur. Fórum líka aðeins yfir blóðið sem samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum.

0

15.-18.september 2014

Mánudagurinn 15.september

Hver og einn fékk einn ipad og við prófuðum appið nearpod sem er svona glæruapp og kennarinn (Gyða) getur stjórnað því og sýnt okkur glærur og látið okkur leysa eða teikna verkefni. Gyða sýndi okkur glærur um t.d. ljóstillífun, vistkerfið, svo áttum við að teikna fæðukeðjur og fæðuvef. Hún sýndi okkur svo líka mynd af strumpaþorpinu og við áttum að gera hring utan um frumframleiðendurna.

Miðvikudagurinn 17.september

Við horfðum á myndina “Baráttan um ljósið“ í fyrri tímanum. Myndin fjallar um hvernig dýrin lifa í regnskógunum við miðbaug. Í myndinni kom fram hvernig dýr (m.a. apar, ljón og skordýr) og líka plöntur lifa í rosalega háum hita. Mikið er af háum trjám og plöntum sem hylja regnskóginn og kemst þá lítil birta inn í skóginn og dýrin jafnt sem plöntur sem lifa innan um þessi háu tré berjast um þessa litlu birtu í skóginum. Mér fannst myndin mjög áhugaverð.  Í seinni tímanum fórum við í tölvurnar og blogguðum smá.

Á fimmtudaginn voru foreldraviðtöl og enginn skóli.

0

Vika 2, hlekkur 1

Fimmtudagurinn 4.september 2014

Ég veit að þetta kemur dálítið seint en…

Við horfðum á mynd um Afríku, Challenge of change. Myndin sagði frá m.a.  sléttunum, regnskógunum og þurrkatímabilinu. svo var líka fjallað um lífsbaráttu dýranna í Austur-Afríku, þar var hægt annað hvort aðlagast eð deyja. Í myndinni kemur fram að fyrir 30 miljónum ára klofnaði  Austur-Afríka í tvennt og það uxu risa stórir klettar ofan í gjánna og regnskýjin komust ekki yfir vestur hlutann, þannig að það rigndi ekkert austan meginn við gjánna. þá þornuðu regnskógarnir upp og varð að sléttu þar sem yfir 2 miljónir dýra lifa. Mér fannst þessi mynd mjög áhugaverð og ég hafði gaman af henni:)

0

Vika 3, hlekkur 1

Mánudagurinn 8.september 2014

Gyða var með fyrirlestur í vistfræði. Við lærðum t.d. um ljóstillifun, ófrumbjarga og frumbjarga lífverur, lifandi og lífvana hluti, fæðuvefi og fæðukeðjur og vistkerfi. Við fórum líka yfir stofnana, eins og bleikjustofninn í Þingvallavatni. Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifir á afmörkuðu svæði. Stofnar vilja ekkert endilega éta það sama né búa saman.

Á fimmtudaginn missti ég af náttúrufræði tíma:(

0

Vika 3, hlekkur 1

Miðvikudagurinn 10.september 2014

Á miðvikudaginn fórum við út í skóg. Við byrjuðum að finna ýmsa hluti í skóginum og svo fórum við að vinna t.d. verkefni um lífverur í skóginum, flokka þær í ákveðna flokka, búa til fæðukeðju og fæðuvef, mæla flatarmál skógarins og finna okkur uppáhalds stað í skóginum og annað hvort búa til ljóð eða texta eða teikna mynd um það sem þú heyrir og skynjar á staðnum. Svo fórum við í einhverja leiki í lokin.

0

Byrjuð að blogga!

fimmtudagurinn 4.september 2014

í dag byrjuðum við að blogga og lærðum almennilega á þetta. Mér finnst þetta bara mjög spennandi og skemmtilegt, ég hef aldrei bloggað áður en mér líst bara rosalega vel á þetta. Þetta er að aðeins öðruvísi en ég er vön í náttúrufræði og líka skemmtilegra. Ég er spennt fyrir vetrinum og hlakka til að koma meira inn í þetta.