0

20.-23.október

Mánudagurinn 20.október

Við héldum áfram í efnafræðinni. Við kíktum á glærur sem var allt tengt efnafræði, hugtök úr efnafræði, aðeins á lotukerfið o.fl. Við skoðuðum líka myndbönd og fréttir sem mér fannst mjög athyglisvert.

Miðvikudagurinn 22.október

Við fórum í stöðvavinnu og áttum að leysa/vinna nokkrar stöðvar. Ég var með stelpunum (Laufey og Ragnheiði) í hóp. Við tókum stöðvarnar a,e,g og h.

  • A:Við áttum að laga te. Við prófuðum bæði að nota heitt og kalt vatn. Teið með heita vatninu var miklu fljótara að fá lit heldur en það kalda og heita teið var með miklu meira bragð.
  • E: Við áttum að gera krossglímu. Krossglíma er þannig að maður finnur einhvað orð (helst langt orð og tengt efnafræði) og finnur mörg orð út úr stöfunum í orðinu sem þú valdir
  • G: áttum að svara spurningum og leysa verkefni úr Efnisheiminum.
  • H: Á stöðinni var mólíkúl. Við fengum allskonar kúlur og dót sem við áttum að byggja frumefni úr og teikna svo í stílabókina.

Fimmtudagurinn 23.október

Við héldum áfram að vinna með lotukerfið og fengum blað með 18 frumefnum, sem við áttum að merkja inn á: róteindir (p+), nifteindir (n0) og rafeindir (e-). Róteindir eru með jákvæða hleðslu og eru í kjarnanum. Nifteindir eru ekki með neina hleðslu en þær eru líka inn í kjarnanum. Rafeindir eru með neikvæða hleðslu og eru  á rafeindahvolfum, umhverfis kjarnann. Rafeindir og róteindir eru jafn margar og sætistala frumefnisins segir til um fjölda þeirra. Rafeindir skiptast á rafeindahvolf sem eru 1, 2 eða 3. Á fyrsta hvolfið komast tvær rafeindir, á annað hvolfið komast átta og eins á þriðja hvolfinu (8).

Dæmi: Ef að sætistala frumefnis væri 6 þá væru 6 róteindir inn í kjarnanum og 6 rafeindir umhverfis kjarnann (2 á fyrsta hvolfi og 4 á öðru hvolfi). Svo tekur þú massatöluna og mínusar sætistöluna frá og þá færðu fjölda nifteinda (sem eru inn í kjarnanum).

Fréttir og annað:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/10/28/sukkuladi_baetir_minni_folks/

0

13.-16.október

Mánudagurinn 13.október

Við fengum nýtt hugtakakort og glósur um efnafræði. Gyða sagði okkur hvað við ætluðum helst að læra og gera í þessum hlekk t.d. ætlum mikið að læra um lotukerfið. Svo fór hún yfir glósurnar sem við fengum. Í lok tímans skoðuðum við fréttir og hlustuðum á lag með öllum frumefnunum sem er búið að finna (frumefnum sem var búið að finna þegar lagið var búið til).

Eitthvað sniðugt:

http://www.privatehand.com/flash/elements.html

 

Miðvikudagurinn 15.október

ég var ekki í skólanum á miðvikudaginn

Fimmtudagurinn 16.október

Okkur var skipt í hópa og hver hópur fékk:steina, bikarglas, mæliglas, vog og einhvað fleira. Hver hópur átti að mæla massa steins og rúmmál og reikna út eðlismassann. Við byrjuðum á að setja vatn í svona glas með stúti og settum svo steininn ofan í og vatnið sem lak úr glasinu er massi steinsins. Við settum vatnið sem lak úr glasinu í mæliglas sem sagði okkur hver rúmsentímetrar steinsins var. Við gerðum þrjár svona mælingar og fundum svo meðaltalið. Svo settum við steininn á vog og mældum þyngd hans, fundum líka meðaltal hans í þremur mælingum. Við skráðum þetta svo allt saman í töflu. Við náðum reyndar ekki allveg að klára.

Frétt:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/16/hvers_vegna_er_gosmodan_bla/

0

6. – 9. október

Mánudagurinn 6. október.

Við byrjuðum á að fara yfir könnunina sem við tókum í síðastliðinni viku. Í könnuninni voru atriði sem við vorum búin að læra í þessum hlekk, plöntufrumur og dýrafrumur, frumlíffæri og hlutverk frumulíffæranna. Við máttum nota hugtakakortið og gátum því notað glósurnar sem við höfðum skrifað á kortið. Lægsta einkunnin í þessari könnun var 6 þannig að bekknum gekk mjög vel í könnuninni. Eftir þetta skoðuðum við nokkrar fréttir og lærðum betur að setja inn linka og myndir. Í lok tímans áttum við að gera sjálfsmat á því hvernig okkur gekk í hlekknum og annað.

Miðvikudagurinn 8. október.

Þessi tími er seinasti tíminn í þessum hlekk. Í tímanum fórum gerðum við smásjártilraun og æfðum okkur betur í að nota smásjá. Við fengum að skoða millimetrapappír, þunna himnu af lauk og nautasæði.

Við skoðuðum fyrst pappírinn og áttum að sjá hann í mismunandi stækkunum. Mér gekk frekar vel að skoða pappírinn. Fyrst sá ég fjórar línur sem skárust, svo í næstu stækkun sá ég tvær línur í kross og síðast sá ég eina frekar óskýra línu. Ég skoðaði næst laukinn í mismunandi stækkunum. Fyrst sá ég frekar litlar rendur, síðan í næstu stækkun sá ég stærri rendrur og með lengra bili á milli. Í seinustu stækkuninni sá ekkert nema svart. Við settum ekki vatn á laukinn heldur bláan vökva sem er dálítið eins  og matarlitur. Að lokum prófuðum við að skoða nautasæðið en það gekk ekkert svo vel. Ég sá eittthvað mjög óskýrt en sá í raun ekki sæðið.

Þegar við vorum búin með smásjártilraunina punktuðum við niður  það sem við gerðum og sáum.

Fimmtudagurinn 9. október

Við skrifuðum skýrsluna og notuðum punktana frá því daginn áður. Gyða sýndi okkur hvernig ætti að skrifa svona skýrslu. Hún sýndi okkur dæmi um smásjárskýrslu og við skrifuðum það helsta sem hún var búin að skrifa. Byggingin sem við áttum að nota var inngangur, framkvæmd og niðurstöður.

 

 

0

29.sept.-2.okt.

Mánudagurinn 29.september

Við fórum aðeins yfir hugtakakortið og bættum eitthvað við það. Við kíktum líka aðeins á blogg. Í lok tímans fórum við í frumu-alías. Sem virkar þannig að okkur var skipt upp í hópa og hver og einn í hópnum átti að leika einhver frumu-hugtök og hinir í liðinu manns eiga að giska. Mér fannst þetta bara mjög skemmtileg þótt að við grúttöpuðum.

Miðvikudagurinn 1.október

Þegar við vorum búin að taka könnunina lærðum við að vinna með smásjá. Við tókum lítinn blaðbút bæði úr vísindablaði og úr prentuðu blaði með stöfum á. Á blaðbútinn settum við vatnsdropa og svo örþunnt gler. Það var skrýtið hver munurinn var á prentaða blaðinu og blaðinu úr tímaritinu. Við skoðuðum líka hár úr okkur og sáum það í mismunandi stærðum. Mér fannst þetta mjög áhugavert. Við enduðum á að taka könnum um allt það sem við vorum búin að læra um frumur, frumulíffæri o.fl.

Á fimmtudaginn var kennaraþing og þess vegna enginn skóli.

Mér finnst þetta mjög áhugaverð frétt:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/10/05/konnudu_einstaka_eiginleika_vatns/