6. – 9. október

Mánudagurinn 6. október.

Við byrjuðum á að fara yfir könnunina sem við tókum í síðastliðinni viku. Í könnuninni voru atriði sem við vorum búin að læra í þessum hlekk, plöntufrumur og dýrafrumur, frumlíffæri og hlutverk frumulíffæranna. Við máttum nota hugtakakortið og gátum því notað glósurnar sem við höfðum skrifað á kortið. Lægsta einkunnin í þessari könnun var 6 þannig að bekknum gekk mjög vel í könnuninni. Eftir þetta skoðuðum við nokkrar fréttir og lærðum betur að setja inn linka og myndir. Í lok tímans áttum við að gera sjálfsmat á því hvernig okkur gekk í hlekknum og annað.

Miðvikudagurinn 8. október.

Þessi tími er seinasti tíminn í þessum hlekk. Í tímanum fórum gerðum við smásjártilraun og æfðum okkur betur í að nota smásjá. Við fengum að skoða millimetrapappír, þunna himnu af lauk og nautasæði.

Við skoðuðum fyrst pappírinn og áttum að sjá hann í mismunandi stækkunum. Mér gekk frekar vel að skoða pappírinn. Fyrst sá ég fjórar línur sem skárust, svo í næstu stækkun sá ég tvær línur í kross og síðast sá ég eina frekar óskýra línu. Ég skoðaði næst laukinn í mismunandi stækkunum. Fyrst sá ég frekar litlar rendur, síðan í næstu stækkun sá ég stærri rendrur og með lengra bili á milli. Í seinustu stækkuninni sá ekkert nema svart. Við settum ekki vatn á laukinn heldur bláan vökva sem er dálítið eins  og matarlitur. Að lokum prófuðum við að skoða nautasæðið en það gekk ekkert svo vel. Ég sá eittthvað mjög óskýrt en sá í raun ekki sæðið.

Þegar við vorum búin með smásjártilraunina punktuðum við niður  það sem við gerðum og sáum.

Fimmtudagurinn 9. október

Við skrifuðum skýrsluna og notuðum punktana frá því daginn áður. Gyða sýndi okkur hvernig ætti að skrifa svona skýrslu. Hún sýndi okkur dæmi um smásjárskýrslu og við skrifuðum það helsta sem hún var búin að skrifa. Byggingin sem við áttum að nota var inngangur, framkvæmd og niðurstöður.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *