20.-23.október

Mánudagurinn 20.október

Við héldum áfram í efnafræðinni. Við kíktum á glærur sem var allt tengt efnafræði, hugtök úr efnafræði, aðeins á lotukerfið o.fl. Við skoðuðum líka myndbönd og fréttir sem mér fannst mjög athyglisvert.

Miðvikudagurinn 22.október

Við fórum í stöðvavinnu og áttum að leysa/vinna nokkrar stöðvar. Ég var með stelpunum (Laufey og Ragnheiði) í hóp. Við tókum stöðvarnar a,e,g og h.

  • A:Við áttum að laga te. Við prófuðum bæði að nota heitt og kalt vatn. Teið með heita vatninu var miklu fljótara að fá lit heldur en það kalda og heita teið var með miklu meira bragð.
  • E: Við áttum að gera krossglímu. Krossglíma er þannig að maður finnur einhvað orð (helst langt orð og tengt efnafræði) og finnur mörg orð út úr stöfunum í orðinu sem þú valdir
  • G: áttum að svara spurningum og leysa verkefni úr Efnisheiminum.
  • H: Á stöðinni var mólíkúl. Við fengum allskonar kúlur og dót sem við áttum að byggja frumefni úr og teikna svo í stílabókina.

Fimmtudagurinn 23.október

Við héldum áfram að vinna með lotukerfið og fengum blað með 18 frumefnum, sem við áttum að merkja inn á: róteindir (p+), nifteindir (n0) og rafeindir (e-). Róteindir eru með jákvæða hleðslu og eru í kjarnanum. Nifteindir eru ekki með neina hleðslu en þær eru líka inn í kjarnanum. Rafeindir eru með neikvæða hleðslu og eru  á rafeindahvolfum, umhverfis kjarnann. Rafeindir og róteindir eru jafn margar og sætistala frumefnisins segir til um fjölda þeirra. Rafeindir skiptast á rafeindahvolf sem eru 1, 2 eða 3. Á fyrsta hvolfið komast tvær rafeindir, á annað hvolfið komast átta og eins á þriðja hvolfinu (8).

Dæmi: Ef að sætistala frumefnis væri 6 þá væru 6 róteindir inn í kjarnanum og 6 rafeindir umhverfis kjarnann (2 á fyrsta hvolfi og 4 á öðru hvolfi). Svo tekur þú massatöluna og mínusar sætistöluna frá og þá færðu fjölda nifteinda (sem eru inn í kjarnanum).

Fréttir og annað:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/10/28/sukkuladi_baetir_minni_folks/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *