0

17.-20.nóvember

Mánudagurinn 17.nóvember

Við skoðuðum fréttir, blogg og kíktum á phET þar sem við áttum að byggja frumefni og svo fórum við í nokkur efnafræði-öpp í ipödunum.

Miðvikudagurinn 19.nóvember

Við notuðum þessa tíma til að spjalla um hvernig við ætluðum að hafa skýrsluna nákvæmlega og svo kláruðum við líka að skrifa skýrsluna. Skýrslan var sem sagt um eiminguna á sígarettunni sem við gerðum vikunni á undan. Þar átti að koma fram:

 • Inngangur: Þar kemur fram hvað er markmiðið með þessarar tilraunar og aðeins upplýsingar um helstu efni í tóbaki og aðra upplýsingar.
 • Framkvæmd: Þar kemur fram hvaða áhöld og tæki við notuðum í tilrauninni og svo er vinnulýsing og þar kemur fram lýsing á aðferðinni án þess að tala um sjálfan sig (okkur).
 • Niðurstöður. Þar kemur fram hvað gerðist hjá okkur, hvernig gekk, hvort allt heppnaðist og hvernig okkur fannst.

Smá úr skýrslunni:

Inngangur:

Markmið tilraunarinnar er að finna út hvaða efni og efnasambönd eru í tóbaki. Svo er líka verið að reyna að sjá hamskipti (soild, liquid og gas) og efnasambönd leysast upp. Það sem á að gerast er að reykurinn úr sígarettunni fari í gegnum gler- rörið og ofan í hitt tilraunaglasið sem er í klaka, þéttist en restin gufar upp í mæliglasinu.

Í tóbaksreyk eru meira en 4000 efnasambönd, en af þeim eru a.m.k. 40 efni sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva eða örsmárra fastra efnisagna. Meðal þeirra skaðlegu efna sem eru að finna í sígarettum eru nikótín, tjara og kolsýrlingur.

 • Nikótín: Nikótín er með þeim eitruðustu efnum í sígarettum, en nikótínið er mjög ávanabindandi og kröftugt efni og það tekur bara 7 sek. að komast í heilann.
 • Tjara: Tjara inniheldur tugi efnasambanda sem talin eru krabbameinsvaldandi. Við að anda að sér tóbaksreyk situr eftir ca. 70% af tjörunni í reyknum eftir í lungunum.
 • Kolsýrlingur. Kolsýrlingur getur verið lífshættulegur í stórum skömmtum. Kolsýrlingur hamlar flutning súrefnis með blóðinu og veldur þannig fjölgun rauðra blóðkorna og blóðið verður seigara og þá verður meiri hætta á blóðtöppum og öðrum alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.

Áhöld og tæki:

Tækjagrind, gúmmí slanga, Camel sígaretta, mæliglas, sprittbrennari, krukka, keiluglas, gúmmí tappar með einu eða tveimur götum, beygt gler-rör, klemmur til að halda áhöldunum uppi, tvö tilraunarglös.

Vinnulýsing:

 

Maður byrjar á að festa klemmurnar á tækjagrindina og setja sprittsbrennarana í tvær af klemmunum. Svo setur maður sígarettuna ofan í eitt tilraunaglasið og tappann á sem er með einu gati (mjög mikilvægt að hafa eitt gat). Svo festir maður gler-rörið á tappann og festir annan tappa með tveim götum á hitt tilraunaglasið. Festir annan enda gúmmí slöngunnar í hitt gatið á tappanum og setur hinn endann á slöngunni í stórt mæliglas. Svo seturðu ískalt kala vatn í krukkuna með tilraunaglasinu ofan í. Svo seturðu vatn í keiluglasið en bara í helminginn af glasinu og fyllir mæliglasið af vatni og setur slönguna þar ofan í. Svo hvolfar þú mæliglasinu sem er með slöngunni ofan í, í keiluglasið. Svo kveikirðu á sprittsbrennaranum svo að sígarettan brenni.

Niðurstöður:

Þegar við kveiktum í sígarettunni þá kom strax reykur sem fór úr öðru tilraunaglasinu og í hitt tilraunaglasið. Reykurinn sem var í seinna glasinu þéttist af því að glasið var ofan í ísköldu vatni, en þegar lofttegundir fara í kulda þéttist lofttegundin. Það var einmitt það sem gerðist hjá okkur. Svo átti loftið sem þéttist ekki að fara í mæliglasið og það heppnaðist líka. En loftið sem þéttis ekki fór í gegnum slönguna blés frá sér vatninu sem var ofan í mæliglasinu, ofan í keiluglasið. Það kallast uppgufun. Þegar sígarettan var alveg brennd þá var mjög mikil tjara í tilraunaglasinu sem sígarettan var í. Þá var komið að því að þefa að öllum glösunum. Í mæliglasinu var lyktin skást en hún var samt ógeðsleg. Svo þefuðum við af glasinu sem reykurinn þéttist í og hún var verri en fyrri lyktin. Svo þefuðum við af glasinu sem sígarettan var ofan í og lyktin þar var lang verst. Þessi tilraun var mjög skemmtileg.

Fimmtudagurinn 20.nóvember

Við fórum í ipadana og fórum inn á phET og bjuggum til frumefni og við fórum líka í leiki inn á sömu vefsíðu. Við fórum svo í stutta og skemmtilega spurningakeppni í appinu Kahoot.

Fréttir.

hvernig myndi heitt loft og lofttegundir líta út ef maður gæti séð þær?

þyngdarlaust kaffi

0

10.-13.nóvember

Mánudagurinn 10.nóvember

Við kíktum aðeins á hvað er í tóbaki, fræðslu um efnin sem eru í tóbaki og hvaða áhrif hefur tóbak á líkamann í nearpod- glærukynningu. Við sáum hvað kostar að reykja í viku, mánuð og ár.

Hvað kostar að reykja einn pakka á dag…

 • Í eina viku 4.340 kr
 • Í einn mánuð 17.360 kr
 • Í þrjá mánuði 52.080 kr
 • Í eitt ár 208.320 kr

Hvað er í sígarettum? Nokkur algeng dæmi:

 • nikótín
 • arsenik
 • blásýra
 • ammoníak
 • formaldehýð
 • pólóníum 210
 • úretan

smoking-ingredients

 

 

 

 

Miðvikudagurinn 12.nóvember

Við áttum að eima sígarettu. Við áttum að skrifa skýrslu um eiminguna, svo við punktuðum niður hvað við gerðum og annað og svo áttum við að klára skýrsluna eftir viku.

eiming

Fimmtudagurinn 13.nóvember

Skólaþing.

 

0

3.-6.nóvember

Mánudagurinn 3.nóvember

Vetrarfrí, engin kennsla.

Miðvikudagurinn 5.nóvember

Við horfðum á fræðslumynd um lotukerfið og svöruðum spurningum í leiðinni. T.d. lærðum við um málma, hvernig lotukerfið varð til og hver uppgvötaði það og bjó það til. Í lokin fórum við bekkurinn í hengimann.

Fimmtudagurinn 6.nóvember

Við gerðum margt skemmtilegt. Við horfðum á myndbönd með slow mo guys á youtube og fórum í keppni á Kahoot í ipödunum allt tengt efnafræði. Kahoot virkar þannig að Gyða býr til spurningar og stjórnar kerfinu í tölvunni og við förum í keppni og svörum spurningunum (við fáum ákveðinn tíma til að klára að svara hverri spurningu). Það koma fjórir svarmöguleikar og eitt af þeim er rétt. Þetta var mjög skemmtilegt. :)

Frétt: samsíða yfir milljarða ljósára

 

 

0

27.-30.október

Mánudagurinn 27.október

Við fórum yfir og kláruðum blað sem við fengum í síðasta tíma. Þar áttum við að merkja inn á frumefni: rafeindir (e-), róteindir (p+) og nifteindir (n0). Við skoðuðum líka jónir, hleðslu frumeinda og efnahvörf . Í lok tímans kíktum við á blogg og fréttir :)

Miðvikudagurinn 29.október

Við fórum í stöðvavinnu og áttum að velja nokkrar stöðvar af 17 sem voru í boði. Við drógum í hópa og ég lenti með Laufey í hóp. Við gerðum stöðvar nr.1,(3),6,8,9,(11 og 14),16 og 17 (minnir mig).

Stöðvar:

 • 1.áttum að leysa allskonar þrautir úr eldspýtum.
 • (3.)tölvuverkefni síðan var einhvað biluð.
 • 6.áttum að svara 20 spurningum allt tengt efnafræði.
 • 8.skiptumst á að spurja spurningar og annað sem var á litlum miðum.
 • 9.náðum bara að gera krossglímuna. Krossglíma: finnur gott orð og krossar svo önnur orð inn í hitt orðið (öll orðin hugtök úr efnafræði).
 • 11.-14. bilað
 • 16.áttum að svara 20 spurningum, allt um sætistölur og massatölur.
 • 17.Tilraun: settum matarsóda ofan í blöðru og mældum líka edik ofan í svona mæliglas og svo settum við blöðruna ofan á glasið og þá blés blaðran út. Við gerðum stutta skýrslu þar sem við skrifuðum aðferð, útskýringar og niðurstöður.

Fimmtudagurinn 30.október

Við tókum stutta satt eða ósatt-könnun. Við töluðum aðeins saman og kíktum á fræðslumynd, blogg og fréttir.

Smá frétt:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/11/03/tali_ekki_bara_um_hlynunina/