0

1.-4.desember

Mánudagurinn 1.desember

Gyða ekki svo við fengum frjálst. við máttum fara í ipadana eða í tölvur en við stelpurnar í bekknum lituðum á töfluna.

Miðvikudagurinn 3.desember

Þessi tími var eiginlega smá kynning á stjörnufræði sem við erum að fara að byrja í. Við skoðuðum stuttmyndir um framtíðina og stjörnur. Svo skoðuðum við nokkra trailera um framtíðina og slæma umgengi mannsins við náttúruna. Svo fór Gyða yfir blogg hjá helmingnum af bekknum.

Fimmtudagurinn 4.desember

Við fengum út úr heimaprófinu og fórum vel yfir það allt saman. Við fylltum út matsblað af langa efnafræðihlekknum sem við vorum að klára. Svo fór Gyða yfir helminginn af bekknum sem hún náði ekki að klára í gær.

Fréttir:

Rannsókn Venusar Express er lokið 

Það er víst algengt að hreindýr fái rautt nef

 

0

24.-27.nóvember

Mánudagurinn 24.nóvember

Við vorum aðallega að skoða fréttir og líka aðeins blogg. Við ræddum mikið um allskonar fréttir eins og minnkun Mýrdalsjökuls. Þar var sýnd mynd af Mýrdalsjökli árið 1986 og svo dró maður músina yfir myndina og þá sást munurinn frá árinu 1986 og dagsins í dag. Jöklarnir hérna eru að bráðna vegna hlýnun jarðar en jörðin er að hlýna vegna mannfólkið mengar svo svakalega mikið. Svo skoðuðum við líka bandorm sem var í heilanum á manni í fjögur ár. Svo skoðuðum við blogg hjá öllum í bekknum.

Miðvikudagurinn 26.nóvember

Við byrjuðum tímann á efnafræði-alías, þar sem okkur var skipt í þrjú lið. Við áttum að lýsa t.d. sætistölu,þéttingu og einhverjum jólasveini. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og lærðum betur að setja inn tengla og myndir og svo fórum við líka að blogga og í efnafræðileiki. Í lok tímans fengum við afhent heimapróf, þar sem við máttum nota hvaða hjálpartæki sem er.

Fimmtudagurinn 27.nóvember

við byrjuðum að skila heimaprófinu sem við fengum daginn áður. Mér fannst prófið ekkert svo erfitt nema seinustu spurningarnar. Gyða var ekki svo við fengum frljálst.