0

Vísindavaka 2015!

Vísindavaka stendur yfir í tvær vikur. Allir skipta sér í tveggja til þriggja manna hópa. Hópurinn finnur tilraun á netinu, í tímaritum, í bókum eða finnur tilraunina upp. Hópurinn tekur tilraunina upp, gerir skýrslu, gerir plakat eða gerir bækling um tilraunina. Í þessu þarf að koma fram áhöld og efni, spurnig og svar, nákvæmar leiðbeiningar, skóli, vísindavaka 2015.

Mánudagurinn 5.janúar

Gyða sagði okkur aðeins frá vísindavökunni sem var framundan og við áttum að velja okkur í tveggja til þriggja manna hópa. Ég, Laufey og Ragnheiður vorum búnar að ákveða áður að við ætluðum að vera saman í hóp. Ragnheiður var veik þennan dag svo ég og Laufey fengum sitt hvorn ipadinn og leituðum á netinu af tilraunum sem við gætum gert. Við fundum á youtube (sick sience) segulmagnað slím sem var með járndufti í. Svo ætluðum við að taka upp í næsta tíma.

Miðvikudagurinn 7.janúar

Við sögðum Ragnheiði hvaða tilraun við værum búnar að finna og henni leist bara vel á hana. Við skoðuðum betur hvað við þyrftum í tilraunina og gáðum hvort Gyða ætti allt í tilraunina. Gyða átti allt í tilraunina svo við þurftum ekki að taka neitt að heiman. Við vorum líka aðeins að skipuleggja hvernig við ætluðum að gera tilraunina.

Fimmtudagurinn 8.janúar

Við vorum allar sáttar með tilraunina svo við byrjuðum að finna áhöldin og efnið sem vantaði í tilraunina:

 • skál,
 • mæliskeið,
 • mæliglas,
 • vatn,
 • borax,
 • járnduft,
 • segull,
 • föndurlím,
 • hlífðargleraugu
 • svuntur

Við byrjuðum að taka upp og allt gekk bara mjög vel. En þegar við byrjuðum að hræra öllu saman var slímið svo hart og skrýtið. Tíminn var allveg að vara búinn svo við geymdum slímið í plastpoka. Við ætluðum að bara halda áfram að taka upp og gera tilraunina í næsta tíma og bæta svo lími og vatni í slímið og athuga hvort það væri ekki þá í lagi með það.

Mánudagurinn 12.janúar

Við ætluðum að halda áfram að taka upp tilraunina okkar en þegar við gáðum að slíminu var járnduftið var ryðgað. Slímið var orðið appelsínugult og það var ógeðsleg lykt af því. Við sáum að tilraunin okkar var ónýdd svo við byrjuðum að finna aðra tilraun. Við fundum enga strax í þessum tíma svo við ákváðum að leita að tilraunum heima og senda hvor annari tilraunir á facebook sem okkur leist vel á.

 

Miðvikudagurinn 14.janúar

Við fundum tilraun heima sem er úr Vísindabók Villa 2. Tilraunin var neðarjarðareldgos í krukku. Tilraunin virkaði þannig:  Maður fyllir stóra krukku af köldu vatni. Svo fyllir maður litla krukku af heitu vatni og og notar dropateljara til að setja nokkra dropa af rauðum matarlit ofan í heita vatnið. Svo bindir maður band utan um litlu krukkuna og lætur litlu krukkuna síga ofan í stóru krukkuna.

Við fundum allt það sem vantaði í tilraunina (Gyða átti allt í hana): Við fengum stóra krukku, litla krukku, skæri, band hjá Gyðu og fórum svo niður í eldhúsið og fengum rauðan matarlit. Svo fórum við að byrja að taka upp tilraunina. Þetta heppnaðist allt saman. Þegar við vorum búnar að taka upp fórum við aðeins að klippa mistök og lagfæra.

Fimmtudagurinn 15.janúar

Þennan dag áttum við að skila verkefninu og svo horfa á. Við tókum tilraunina upp í ipadnum hennar Laufeyjar svo Laufey lagfærði allt heima hjá sér, setti mistök, setti lög inn á myndbandið og setti myndbandið inn á youtube! Allir í bekknum gerðu myndbönd en einhver einn hópur gerði myndband og sýnikennslu. Þegar einhver hópur var búinn að sýna myndbandið, spurði Gyða okkur spurningar um samvinnu o.fl.

Ég var rosalega ánægð með útkomuna á tilrauninni og myndbandinu þótt að við gleymdum einhverju. Mér fannst mjög gaman að gera þessar tilraunir þótt að hin mistóks og líka mjög gaman að taka þátt í fyrstu vísindavökunni minni.

0

8.-12.desember

Mánudagurinn 8.desember

Við fengum nearpod kynningu í ipödunum um stjörnuskoðun, við fengum að sjá fullt af myndum og myndböndum og svöruðum inn á milli spurningum (við áttum að taka vel eftir því sem var í kynningunni og hlusta vel á það sem Gyða sagði). við fórum yfir líka nokkur stjörnumerki.

Miðvikudagurinn 10.desember

Við kláruðum nearpod kynninguna. Við skoðuðum appið Sky view sem er mjög sniðugt, það er áttaviti og þú sérð nákvæmlega hvar stjörnumerkin eru. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og prófuðum forritið Stellarium. Þetta er mjög sniðugt forrit, þetta er ekkert svo ósvipað Sky view, þar er allt bara miklu nákvæmara. Þú getur…

 • séð allar stjörnur frá jörðinni séð
 • séð allar plánetur frá jörðinni séð
 • fengið að vita öll nöfnin á stjörnunum og plánetunum
 • séð öll heimsins stjörnumerki
 • fengið að sjá himininn frá öllum löndum
 • þú getur séð stjörnumerkin hjá öllum heimsins löndum
 • getur séð næstum allt í geiminum

Fimmtudagurinn 11.desember

Skoðuðum fréttir og blogg.

Fréttir:

uppgvötuðu plánetu líka jörðinni