0

16.-19.febrúar

Mánudagurinn 16.febrúar

Við skiluðum heimaprófinu en það var enginn náttúrufræði-tími vegna þess að við vorum í dansi.

Miðvikudagurinn 18.febrúar

Það var öskudagur og við vorum í íþróttahúsinu þegar það átti að vera náttúrufræðitími.

Fimmtudagurinn 19.febrúar

Við byrjuðum í nýjum hlekk aðallega um Hvítá. Við fengum nýjan glærupakka sem við fórum yfir og svo var líka nearpod-kynning. Við máttum glósa einhvað á hugtakakortið úr kynningunum. Það verður svo gefin einkunn fyrir hugtakakortið. Hér er smá fróðleikur:

Innri öfl koma úr iðrum jarðar t.d. eldgos og jarðskjálfti – Ytri öfl koma að utan t.d. vindur og úrkoma – Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða – Vatnasvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.

Hvítá

 • 3.lengsta á á landinu
 • jökulá- á sem á upptök sín í jökli
 • 185 km löng
 • á upptök sín úr Hvítárvatni

Þingvallavatn

 • stærsta náttúrulega vatn á Íslandi
 • 83,7 ferkílómetrar
 • 114 m djúpt
 • Úr vatninu rennur Sogið

Sogið

 • 19 km langt
 • lindá- á sem á upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem grunnvatn sprettur úr jörðinni
 • Sogið rennur í Hvítá

Hvítárvatn

 • 30 ferkílómetrar
 • 84 m dýpt
 • jökullitað- þegar á er jökullituð á hún upptök úr jökli og þar er sandur og aska sem fer með ánni og litar ánna

Sogið+Hvítá=Ölfusá

Heimildir: glósupakkinn og glósur úr hugtakakortinu.

Fréttir: Simpsons ekki í Bandaríkjunum

 

 

 

 

 

 

0

9.-12.febrúar

Mánudagurinn 9.febrúar

það var glærukynning um ljós. Hér eru nokkur hugtök sem við lærðum af miklu fleirum:

 • tvíeðli ljóss-eðlisfræðingar telja að ljós sé bæði bylgjur og agnir
 • rafsegulrófið-rafsegulbylgjum er flokkað upp í svokallað rafsegulróf
 • útvarpsbylgjur-hafa lengstu bylgjulengdina
 • innrautt ljós-lengd bylgjulengdar á við títuprjónshaus og þær stystu á stærð við frumu

Miðvikudagurinn 11.febrúar

Gyða var ekki en í fyrri tímanum horfðum við á fræðslumynd um bylgjur og áttum svo að vinna verkefnablað út úr myndinni. Í seinni tímanum fórum við í tölvuverið og unnum tölvustöðvar úr stöðvavinnuni.

Fimmtudagurinn 12.febrúar

Við fengum afhent heimapróf sem við áttum að skila á mánudaginn.

keppa um miða aðra leið til Mars

eyðir 3 árum um alla jörðina til að taka selfies

 

 

 

 

0

2.-5.febrúar

Mánudagurinn 2.febrúar

Okkur var afhent glósur og það var líka fyrirlestur um hljóð. Lærðum m.a. um hljóðstyrk, tónhæð, úthljóð og dopplerhrif.

Miðvikudagurinn 4.febrúar

Það var stöðvavinna og við vorum í tölvuverinu og unnum sem sagt bara tölvustöðvarnar. Þar vorum við aðallega að skoða einhvað um úthljóð, dopplerhrif og hljóðmúr.

Fimmtudaginn 5.febrúar

Við byrjuðum á að taka stutta satt og ósatt könnun. Svo kíktum við aðeins á blogg og fréttir.

 

0

26.-29.-janúar

Mánudagurinn 26.janúar

Fórum meira í bylgjur. Horfðum á myndbönd af bylgjum, skoðuðum fréttir og skoðuðum blogg. Við kláruðum að fara yfir glósupakkann frá því síðast.

Miðvikudagurinn 28.janúar

Það var stöðvavinna. Ég vann með Laufeyju. Það voru 13 stöðvar og við fórum á 3/4 stöðvar

Við fórum á tilraunarstöð þar sem við áttum að finna glæra skál og setja vatn í hana og setja skálina ofan á myndvarpa. Við notuðum prik til að pikka ofan í skálina á meðan við héldum spjaldi/legokubbi/reglustiku á móti. Þar sáum við vatnsbylgjurnar á myndvarpanum og sáum hvernig þær endurvörpuðust (við skrifuðum smá skýrslu um þetta allt). Svo unnum við tvö verkefnablöð

Ég var veik á fimmtudaginn.

2014 heitasta árið, í takt við hlýnandi veðurfar jarðar

 

0

19.-22.janúar

Mánudagurinn 19.janúar

Gyða var ekki svo við máttum gera eiginlega hvað sem er.

Miðvikudagurinn 21.janúar

Foreldraviðtalsdagur, enginn skóli.

Fimmtudagurinn 22.janúarj

Nú vorum við að fara byrja í eðlisfræði. Þar ætlum við að tala um bylgjur og hljóð og ef tími verður ljós. En nú vorum við að tala mest um bylgjur og byrjuðum á nýju hugtakakorti. Bylgjur skiptast í tvo meginflokka: þverbylgjur og langsbylgjur.

Þverbylgjur eru bylgjur þar sem sveiflan fer hornrétt á útbreiðslustefnuna.

image

Langsbylgjur eru þegar sveiflan fer samsíða útbreiðslustefnunni.

image

 

 

Svo horfðum við á myndbönd og skoðuðum tsunami aðeins. Við tókum sem dæmi jarðskjálftann sem varð á Indlandi árið 2004 og olli risa stórri flóðbylgju (tsunami).