16.-19.febrúar

Mánudagurinn 16.febrúar

Við skiluðum heimaprófinu en það var enginn náttúrufræði-tími vegna þess að við vorum í dansi.

Miðvikudagurinn 18.febrúar

Það var öskudagur og við vorum í íþróttahúsinu þegar það átti að vera náttúrufræðitími.

Fimmtudagurinn 19.febrúar

Við byrjuðum í nýjum hlekk aðallega um Hvítá. Við fengum nýjan glærupakka sem við fórum yfir og svo var líka nearpod-kynning. Við máttum glósa einhvað á hugtakakortið úr kynningunum. Það verður svo gefin einkunn fyrir hugtakakortið. Hér er smá fróðleikur:

Innri öfl koma úr iðrum jarðar t.d. eldgos og jarðskjálfti – Ytri öfl koma að utan t.d. vindur og úrkoma – Vatnaskil eru mörkin á milli vatnasviða – Vatnasvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.

Hvítá

 • 3.lengsta á á landinu
 • jökulá- á sem á upptök sín í jökli
 • 185 km löng
 • á upptök sín úr Hvítárvatni

Þingvallavatn

 • stærsta náttúrulega vatn á Íslandi
 • 83,7 ferkílómetrar
 • 114 m djúpt
 • Úr vatninu rennur Sogið

Sogið

 • 19 km langt
 • lindá- á sem á upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem grunnvatn sprettur úr jörðinni
 • Sogið rennur í Hvítá

Hvítárvatn

 • 30 ferkílómetrar
 • 84 m dýpt
 • jökullitað- þegar á er jökullituð á hún upptök úr jökli og þar er sandur og aska sem fer með ánni og litar ánna

Sogið+Hvítá=Ölfusá

Heimildir: glósupakkinn og glósur úr hugtakakortinu.

Fréttir: Simpsons ekki í Bandaríkjunum

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *