13.-16.apríl

Mánudagurinn 13.apríl

Við fengum nýtt hugtakakort og settum inn einhver hugtök aðalega um fugla. Svo fórum við inn á fuglavefinn og fórum í fuglaleiki.

Miðvikudagurinn 15.apríl

Okkur var skipt í tveggja manna hópa og ég lenti með Guðbrandi í hóp. Það sem við áttum að gera var að greina þrjú barrtré, sem við gerðum og gekk bara vel. Svo áttum við að taka viðtal við einhverja lífveru. Við tókum viðtal við alaskaösp og skiluðum af okkur því á myndbandi (en flestir skiluðu af sér á blaði). Svo settum við myndbandið á facebook.

Það var enginn tími á fimmtudaginn vegna skíðaferðar.

Fréttir: hlýjasti fyrsti ársfjórðungur sögunnar

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *