0

21.september-24.september

Mánudagurinn 21.september

Það var fyrirlestur umliðdýrin orma.

Þriðjudagurinn 22.september

Fórum í orð af orði verkefni. Okkur var skipt í hópa. Hóparnir áttu að spá fyrir um söguna á bakvið mynd sem Gyða sýndi okkur og við settum það upp á hugtakakorti. Á myndinni var horaður ísbjörn á ísjaka. Svo spáðum við út í hvað myndi gerast við hann eða bara alla ísbirni.

Fimmtudagurinn 24.september

Það var ritgerðarvinna í tölvuverinu.

Fróðleikur um geitur:

  • Ef að hafrarnir (karlkyns geitur) eru kollóttir þá eru þeir ófrjóir.
  • Partur af neðra borði klaufanna er eins og gúmmí sem gerir þeim kleift að klifra í klettum.
  • Geitur voru fyrst tamdar fyrir um 9000 árum.
  • það eru til yfir 300 mismunandi tegundir af geitum.
  • 65% íbúa jarðar nota geitamjólk.

Geiturnar í Morocco

 

 

0

14.-17.september

Mánudagurinn 14.september

Það var nearpodkynning um skrápdýr og lindýr.

Þriðjudagurinn 15.september

Gyða var ekki í skólanum. En við fórum niður í tölvuver að halda áfram með dýraritgerðina. Mín ritgerð er um geitur. Ég náði að klára innganginn og ég byrjaði aðeins á umfjöllun um geitur (fyrsti kaflinn). Ég náði ekki allveg að gera eins mikið og ég ætlaði mér því að hugtakakortið mitt var aðeins í rugli (ég eyddi miklum tíma í það).

Fimmtudagurinn 17.september

Unnum aftur í ritgerðinni í tölvuverinu.

Geitur:

Geitur eru: klaufdýr, hópdýr, spendýr og fjölkvænisdýr. Geitur skiptast í villtar geitur og tamdar geitur. Geitur eru ekki ósvipaðar sauðkindinni, svipaðar að stærð, yfirleitt með horn, klaufir, fjóra fætur og með stutt skott. En geitur eru líka með sléttara hár heldur en kindur (ull) og svo eru geitur líka með skegg.

Alpine ibex-geitur að klifra!

 

 

0

7.-10.september

Mánudagurinn 7.september

Við fengum nearpod-kynningu um svampdýr og holdýr (hryggleysingar).

Þriðjudagurinn 8.september

Það var stöðvavinna, þar voru 14 stöðvar. Við áttum að velja okkur þrjár eða fleiri stöðvar (ég fór á þrjár stöðvar). Ég fór fyrst á stöð 3 þar átti ég að svara spurningum í bókinni Lífheimurinn um svampdýr og holdýr. Næst fór ég á stöð 5 og þar áttum við að teikna upp marglyttu og merkja inn á helstu einkenni í útliti. Svo fór ég á stöð 13 og þar gerði ég krossglímu um kóralrif.

Fimmtudagurinn 10.september

Ég var ekki á fimmtudaginn því ég fór á móti safninu.

6 mánuðir út í geimi-Myndir

0

31.ágúst-3.september

Mánudagurinn 31.ágúst

Við fengum glósur og hugtakakort fyrir fyrsta hlekkinn, dýrafræði. Það var nearpod kynning um dýrafræði og við svöruðum nokkrum spurningum. Við byrjuðum líka að tala um ritgerðarundirbúning. Við eigum að gera ritgerð um dýr að eigin vali og skila henni 12.október.

Þriðjudagurinn 1.september

Við byrjuðum á heimildarritgerðarundirbúningi. Við áttum að finna tvær skriflegar heimildir. Við máttum finna bækur heima, í náttúrufræðistofunni og svo á bókasafninu. Í þessum tíma máttum við fara á bókasafnið og finna bækur. Ég valdi mér dýrið fjallageit en vegna of lítilla upplýsinga ákvað ég að hafa bara geit. Ég fann engar bækur á bókasafninu um geitur og fann lítið á netinu. Við áttum svo að rissa upp hugtakakort og færa það svo inn í tölvu, en ég var svo lengi að finna upplýsingar um geitur svo að ég gat ekki byrjað á því. Við máttum fara út í lok tímans.

Miðvikudagurinn 2.september

Við byrjuðum á að horfa á myndbönd og skoða myndir og svo fórum við niður í tölvuver að færa hugtakakortið yfir í tölvu en ég var enþá að vinna í riss-hugtakakortinu.

geitur!